Lífið

Mikael Torfason og Elma Stef­an­ía eiga von á barni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hjónin á góðri stundu.
Hjónin á góðri stundu. Ernir
Rithöfundurinn Mikael Torfason og leikkonan Elma Stefanía Ágústsdóttir eiga von á barni en Mikael greindi frá þessu á Harmageddon á X-977 í morgun.

Mikki og Elma giftu sig 24. desember árið 2011 en Mikael á þrjú börn úr fyrra sambandi og Elma á einnig eitt barn úr fyrra sambandi.

Mikael var mættur í þáttinn til að ræða um áform IKEA að byggja 36 íbúða blokk fyrir starfsfólk sitt í Urriðarholtinu í Garðabæ. Mikael var ekki sáttur með þau plön en nefndi í leiðinni að hann ætti von á barni.

„Núna er ég að fara eignast barn. Ég fór í tólf vikna sónar um daginn og mér vegnar nokkuð vel. Ég á raðhús í Breiðholtinu og svona. Ég kem þarna og býður mín bara posi og þá kostar 12 vikna sónar 11.633 krónur,“ sagði Mikel þegar hann talaði um það skelfilega samfélag sem Ísland væri orðið.

Þau eiga því von á sínu fimmta barni og óskar Lífið þeim innilega til hamingju. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Mikael.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.