Segja kennara hafa bjargað lífum nemenda Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2017 17:54 Lögreglan segir að árás Neal hafi hafist eftir að hann deildi við nágranna sína. Sú deila endaði með því að hann myrti einn nágranna sinn og stal bíl annars. Vísir/AFP Kennarar komu í veg fyrir að vopnaður maður kæmist inn í barnaskóla í Kaliforníu í gær. Lögreglan hefur hrósað kennurunum fyrir viðbrögð sín og segja þá hafa bjargað lífum barna. Árásarmaðurinn, Kevin Neal, myrti fjóra og særði tíu þegar hann fór um dreifbýlt svæði sem kallast Rancho Tehama og skaut á fólk af handahófi. Hann var svo skotinn til bana af lögreglu um 45 mínútum eftir að árásin hófst. Eitt barn særðist þegar maðurinn skaut á skólann og önnur skáru sig á gleri. Neal var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli og tveimur skammbyssum. Einnig hefur komið í ljós að hann var laus úr varðhaldi gegn tryggingu og degi fyrir árásina hafði lögreglan verið kölluð til heimilis hans vegna heimilisofbeldis.Myrti nágranna sinn fyrst Lögreglan segir að árás Neal hafi hafist eftir að hann deildi við nágranna sína. Sú deila endaði með því að hann myrti einn nágranna sinn og stal bíl annars.Samkvæmt frétt BBC keyrði hann um svæðið og skaut á fólk að handahófi og fór svo að skólanum. Þar skaut hann á konu sem var að keyra barni sínu í skólann. Sú kona særðist alvarlega en dó ekki. Kennarar heyrðu lætin og læstu skólanum og hlóðu húsgögnum fyrir framdyrnar. Eftir um sex mínútur gafst Neal upp á því að reyna að komast inn í skólann.AP fréttaveitan segir að nágrannar Neal hafi margsinnis kvartað yfir honum til lögreglu. Bæði vegna heimilisofbeldis og vegna þess að hann var sífellt að skjóta úr byssum í bakgarði sínum. Juan Caracez, formaður íbúasamtaka bæjarins, segir að fógeti Rancho Tehama, hafi aldrei gripið inn í eða aðhafst að nokkru leyti.Hafði lengi deilt við nágranna sínaÞá segir systir Neal að hann hefði lengi átt við geðræn vandamál að stríða og hefði verið skapstyggur. Hún sagði einnig að hann hefði ekki átt að eiga byssur. Móðir hans sagði AP að hann hefði verið að rækta marijúana og hefði oft lent í deilum við nágranna sína þar sem hann hafi grunað um að búa til metamfetamín. Það var hún sem greiddi tryggingu hans eftir að hann var handtekinn í janúar fyrir að stinga nágranna sinn. Hún vildi ekki koma fram undir nafni. Hún sagði þó að hún hefði rætt við son sinn á mánudaginn og þá hefði hann sagt: „Mamma, þetta er allt búið. Ég hef gert allt sem ég get og ég er að berjast gegn öllu hverfinu.“ Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Sjá meira
Kennarar komu í veg fyrir að vopnaður maður kæmist inn í barnaskóla í Kaliforníu í gær. Lögreglan hefur hrósað kennurunum fyrir viðbrögð sín og segja þá hafa bjargað lífum barna. Árásarmaðurinn, Kevin Neal, myrti fjóra og særði tíu þegar hann fór um dreifbýlt svæði sem kallast Rancho Tehama og skaut á fólk af handahófi. Hann var svo skotinn til bana af lögreglu um 45 mínútum eftir að árásin hófst. Eitt barn særðist þegar maðurinn skaut á skólann og önnur skáru sig á gleri. Neal var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli og tveimur skammbyssum. Einnig hefur komið í ljós að hann var laus úr varðhaldi gegn tryggingu og degi fyrir árásina hafði lögreglan verið kölluð til heimilis hans vegna heimilisofbeldis.Myrti nágranna sinn fyrst Lögreglan segir að árás Neal hafi hafist eftir að hann deildi við nágranna sína. Sú deila endaði með því að hann myrti einn nágranna sinn og stal bíl annars.Samkvæmt frétt BBC keyrði hann um svæðið og skaut á fólk að handahófi og fór svo að skólanum. Þar skaut hann á konu sem var að keyra barni sínu í skólann. Sú kona særðist alvarlega en dó ekki. Kennarar heyrðu lætin og læstu skólanum og hlóðu húsgögnum fyrir framdyrnar. Eftir um sex mínútur gafst Neal upp á því að reyna að komast inn í skólann.AP fréttaveitan segir að nágrannar Neal hafi margsinnis kvartað yfir honum til lögreglu. Bæði vegna heimilisofbeldis og vegna þess að hann var sífellt að skjóta úr byssum í bakgarði sínum. Juan Caracez, formaður íbúasamtaka bæjarins, segir að fógeti Rancho Tehama, hafi aldrei gripið inn í eða aðhafst að nokkru leyti.Hafði lengi deilt við nágranna sínaÞá segir systir Neal að hann hefði lengi átt við geðræn vandamál að stríða og hefði verið skapstyggur. Hún sagði einnig að hann hefði ekki átt að eiga byssur. Móðir hans sagði AP að hann hefði verið að rækta marijúana og hefði oft lent í deilum við nágranna sína þar sem hann hafi grunað um að búa til metamfetamín. Það var hún sem greiddi tryggingu hans eftir að hann var handtekinn í janúar fyrir að stinga nágranna sinn. Hún vildi ekki koma fram undir nafni. Hún sagði þó að hún hefði rætt við son sinn á mánudaginn og þá hefði hann sagt: „Mamma, þetta er allt búið. Ég hef gert allt sem ég get og ég er að berjast gegn öllu hverfinu.“
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Sjá meira