Segja kennara hafa bjargað lífum nemenda Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2017 17:54 Lögreglan segir að árás Neal hafi hafist eftir að hann deildi við nágranna sína. Sú deila endaði með því að hann myrti einn nágranna sinn og stal bíl annars. Vísir/AFP Kennarar komu í veg fyrir að vopnaður maður kæmist inn í barnaskóla í Kaliforníu í gær. Lögreglan hefur hrósað kennurunum fyrir viðbrögð sín og segja þá hafa bjargað lífum barna. Árásarmaðurinn, Kevin Neal, myrti fjóra og særði tíu þegar hann fór um dreifbýlt svæði sem kallast Rancho Tehama og skaut á fólk af handahófi. Hann var svo skotinn til bana af lögreglu um 45 mínútum eftir að árásin hófst. Eitt barn særðist þegar maðurinn skaut á skólann og önnur skáru sig á gleri. Neal var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli og tveimur skammbyssum. Einnig hefur komið í ljós að hann var laus úr varðhaldi gegn tryggingu og degi fyrir árásina hafði lögreglan verið kölluð til heimilis hans vegna heimilisofbeldis.Myrti nágranna sinn fyrst Lögreglan segir að árás Neal hafi hafist eftir að hann deildi við nágranna sína. Sú deila endaði með því að hann myrti einn nágranna sinn og stal bíl annars.Samkvæmt frétt BBC keyrði hann um svæðið og skaut á fólk að handahófi og fór svo að skólanum. Þar skaut hann á konu sem var að keyra barni sínu í skólann. Sú kona særðist alvarlega en dó ekki. Kennarar heyrðu lætin og læstu skólanum og hlóðu húsgögnum fyrir framdyrnar. Eftir um sex mínútur gafst Neal upp á því að reyna að komast inn í skólann.AP fréttaveitan segir að nágrannar Neal hafi margsinnis kvartað yfir honum til lögreglu. Bæði vegna heimilisofbeldis og vegna þess að hann var sífellt að skjóta úr byssum í bakgarði sínum. Juan Caracez, formaður íbúasamtaka bæjarins, segir að fógeti Rancho Tehama, hafi aldrei gripið inn í eða aðhafst að nokkru leyti.Hafði lengi deilt við nágranna sínaÞá segir systir Neal að hann hefði lengi átt við geðræn vandamál að stríða og hefði verið skapstyggur. Hún sagði einnig að hann hefði ekki átt að eiga byssur. Móðir hans sagði AP að hann hefði verið að rækta marijúana og hefði oft lent í deilum við nágranna sína þar sem hann hafi grunað um að búa til metamfetamín. Það var hún sem greiddi tryggingu hans eftir að hann var handtekinn í janúar fyrir að stinga nágranna sinn. Hún vildi ekki koma fram undir nafni. Hún sagði þó að hún hefði rætt við son sinn á mánudaginn og þá hefði hann sagt: „Mamma, þetta er allt búið. Ég hef gert allt sem ég get og ég er að berjast gegn öllu hverfinu.“ Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Kennarar komu í veg fyrir að vopnaður maður kæmist inn í barnaskóla í Kaliforníu í gær. Lögreglan hefur hrósað kennurunum fyrir viðbrögð sín og segja þá hafa bjargað lífum barna. Árásarmaðurinn, Kevin Neal, myrti fjóra og særði tíu þegar hann fór um dreifbýlt svæði sem kallast Rancho Tehama og skaut á fólk af handahófi. Hann var svo skotinn til bana af lögreglu um 45 mínútum eftir að árásin hófst. Eitt barn særðist þegar maðurinn skaut á skólann og önnur skáru sig á gleri. Neal var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli og tveimur skammbyssum. Einnig hefur komið í ljós að hann var laus úr varðhaldi gegn tryggingu og degi fyrir árásina hafði lögreglan verið kölluð til heimilis hans vegna heimilisofbeldis.Myrti nágranna sinn fyrst Lögreglan segir að árás Neal hafi hafist eftir að hann deildi við nágranna sína. Sú deila endaði með því að hann myrti einn nágranna sinn og stal bíl annars.Samkvæmt frétt BBC keyrði hann um svæðið og skaut á fólk að handahófi og fór svo að skólanum. Þar skaut hann á konu sem var að keyra barni sínu í skólann. Sú kona særðist alvarlega en dó ekki. Kennarar heyrðu lætin og læstu skólanum og hlóðu húsgögnum fyrir framdyrnar. Eftir um sex mínútur gafst Neal upp á því að reyna að komast inn í skólann.AP fréttaveitan segir að nágrannar Neal hafi margsinnis kvartað yfir honum til lögreglu. Bæði vegna heimilisofbeldis og vegna þess að hann var sífellt að skjóta úr byssum í bakgarði sínum. Juan Caracez, formaður íbúasamtaka bæjarins, segir að fógeti Rancho Tehama, hafi aldrei gripið inn í eða aðhafst að nokkru leyti.Hafði lengi deilt við nágranna sínaÞá segir systir Neal að hann hefði lengi átt við geðræn vandamál að stríða og hefði verið skapstyggur. Hún sagði einnig að hann hefði ekki átt að eiga byssur. Móðir hans sagði AP að hann hefði verið að rækta marijúana og hefði oft lent í deilum við nágranna sína þar sem hann hafi grunað um að búa til metamfetamín. Það var hún sem greiddi tryggingu hans eftir að hann var handtekinn í janúar fyrir að stinga nágranna sinn. Hún vildi ekki koma fram undir nafni. Hún sagði þó að hún hefði rætt við son sinn á mánudaginn og þá hefði hann sagt: „Mamma, þetta er allt búið. Ég hef gert allt sem ég get og ég er að berjast gegn öllu hverfinu.“
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira