Erlent

Dádýr sleikti hlaup haglabyssu veiðimanns

Samúel Karl Ólason skrifar
Þrír veiðimenn sem voru í skógi einum í Indiana í Bandaríkjunum komust í einstakt návígi við tvö dádýr um helgina. Annað dádýrið sleikti hlaup haglabyssu veiðimanns og bæði leyfðu þau þeim að klappa sér.

Fyrstu urðu veiðimennirnir varir við dádýrin við sólarupprás og voru í kringum þá í um tíu mínútur. Nokkrum klukkustundum seinna komu dádýrin aftur til þeirra þar sem þeir voru mun dýpra inn í skóginum.

Veiðimennirnir sem segjast búa yfir mikilli reynslu segjast aldrei hafa lent í öðru eins. Einn þeirra sem ræddi við FOX59 segist telja að dýrin hafi verið um ársgömul og þetta hafi verið í fyrsta sinn sem þau hafi verið á ferðinni án móður sinnar. Þar að auki hafi þau verið einkar forvitin.

Þeir Leon ChampineJoe Pople og Cory Cook létu dádýrin að öðru leyti eiga sig, en þeir voru í skóginum til að veiða kalkúna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×