Menntamálaráðherra gerir ráð fyrir að kjör kennara FÁ haldist óbreytt Heimir Már Pétursson skrifar 9. maí 2017 19:00 Menntamálaráðherra segir ekki verið að einkavæða Fjölbrautaskólann við Ármúla verði hann sameinaður rekstri Tækniskólans. Stjórnarandstaðan gagnrýnir að hún hafi ekki verið upplýst um áform ráðherrans og í stað þess að einkavæða Ármúlaskóla ætti að fara í heildarstefnumörkun á málefnum framhaldsskólanna. Þingmenn í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis spurðu menntamálaráðherra í þaula út í áform um sameiningu Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla á fundi nefndarinnar í morgun. Menntamálaráðherra sagði stefnt að því að niðurstaða lægi fyrir í þessum mánuði. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í nefndinni sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu eftir fundinn með Kristjáni Þór Júlíussyni menntamálaráðherra þar sem vinnubrögð hans voru gagnrýnd harðlega. Ráðherrann hafi ekki getað staðfest að réttindi starfsmanna Ármúlaskóla yrðu tryggð ef af yfirtöku Tækniskólans yrði og að nemendur skólans bæru engan skaða af framkvæmdinni. Ráðherra sagði þetta eitt af því sem verið væri að skoða áður en endanleg ákvörðun yrði tekin. „Ég geri bara einfaldlega ráð fyrir því að starfsmenn allir muni halda sínum og kjörum óbreyttum. Þetta er atriði sem liggja fyrirmæli um að verði krufin til mergjar í þeirri vinnu sem stendur yfir,“ sagði Kristján Þór. Ráðherrann sagði hins vegar ljóst að ákvörðunarvaldið um framhaldið lægi hjá honum samkvæmt lögum og verið væri að skoða þennan kost til að bæta sérstaklega starfs -og verknám sem væri í báðum þessum skólum og bregðast við fækkun nemenda á framhaldsskólastiginu. Hann var spurður hvort rétt væri að drög að samningi lægju þegar fyrir. Kristján Þór sagðist hafa reiknað með að allir nauðsynlegar upplýsingar lægju fyrir í þessum mánuði og ef að yrði reiknaði hann með að sameinaður skóli taki til starfa í haust. „Og ef það ætti að gerast þá verða öll gögn að vera klár til þeirrar gjörðar. Þar með talið væntanlegur samningur ef svarið yrði já. Þannig að eðlilega eru til drög að slíkum samningi ef niðurstaðan verði slík,“ sagði menntamálaráðherra. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu að hún hafi ekki verið upplýst um þessi áform þótt stjórnarliðar hafi vitað af þeim. Í stað þess að taka þessa tvo skóla út, væri ekki farið í heildarstefnumörkun um framhaldsskólastigið. Þetta væri pólitísk ákvörðun um einkavæðingu hluta framhaldsskólakerfisins. Ráðherra sagði engar greiðslur fara fram vegna þessa ef að yrði. Allar eignir skólanna væru og yrðu áfram í eigu ríkisins. „Það er ekki verið að selja skóla. Það er ekki verið að stofna nýjan skóla heldur. Hugsunin er einfaldlega sú að vinna þetta með þeim hætti, ef niðurstaðan verður sú að það sé æskilegt að gera þetta, að Tækniskólinn taki yfir þann rekstur sem í Fjölbrautaskólanum við Ármúla er,“ sagði Kristján Þór Júlíusson. Heilbrigðismál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Diego er fundinn heill á húfi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Sjá meira
Menntamálaráðherra segir ekki verið að einkavæða Fjölbrautaskólann við Ármúla verði hann sameinaður rekstri Tækniskólans. Stjórnarandstaðan gagnrýnir að hún hafi ekki verið upplýst um áform ráðherrans og í stað þess að einkavæða Ármúlaskóla ætti að fara í heildarstefnumörkun á málefnum framhaldsskólanna. Þingmenn í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis spurðu menntamálaráðherra í þaula út í áform um sameiningu Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla á fundi nefndarinnar í morgun. Menntamálaráðherra sagði stefnt að því að niðurstaða lægi fyrir í þessum mánuði. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í nefndinni sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu eftir fundinn með Kristjáni Þór Júlíussyni menntamálaráðherra þar sem vinnubrögð hans voru gagnrýnd harðlega. Ráðherrann hafi ekki getað staðfest að réttindi starfsmanna Ármúlaskóla yrðu tryggð ef af yfirtöku Tækniskólans yrði og að nemendur skólans bæru engan skaða af framkvæmdinni. Ráðherra sagði þetta eitt af því sem verið væri að skoða áður en endanleg ákvörðun yrði tekin. „Ég geri bara einfaldlega ráð fyrir því að starfsmenn allir muni halda sínum og kjörum óbreyttum. Þetta er atriði sem liggja fyrirmæli um að verði krufin til mergjar í þeirri vinnu sem stendur yfir,“ sagði Kristján Þór. Ráðherrann sagði hins vegar ljóst að ákvörðunarvaldið um framhaldið lægi hjá honum samkvæmt lögum og verið væri að skoða þennan kost til að bæta sérstaklega starfs -og verknám sem væri í báðum þessum skólum og bregðast við fækkun nemenda á framhaldsskólastiginu. Hann var spurður hvort rétt væri að drög að samningi lægju þegar fyrir. Kristján Þór sagðist hafa reiknað með að allir nauðsynlegar upplýsingar lægju fyrir í þessum mánuði og ef að yrði reiknaði hann með að sameinaður skóli taki til starfa í haust. „Og ef það ætti að gerast þá verða öll gögn að vera klár til þeirrar gjörðar. Þar með talið væntanlegur samningur ef svarið yrði já. Þannig að eðlilega eru til drög að slíkum samningi ef niðurstaðan verði slík,“ sagði menntamálaráðherra. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu að hún hafi ekki verið upplýst um þessi áform þótt stjórnarliðar hafi vitað af þeim. Í stað þess að taka þessa tvo skóla út, væri ekki farið í heildarstefnumörkun um framhaldsskólastigið. Þetta væri pólitísk ákvörðun um einkavæðingu hluta framhaldsskólakerfisins. Ráðherra sagði engar greiðslur fara fram vegna þessa ef að yrði. Allar eignir skólanna væru og yrðu áfram í eigu ríkisins. „Það er ekki verið að selja skóla. Það er ekki verið að stofna nýjan skóla heldur. Hugsunin er einfaldlega sú að vinna þetta með þeim hætti, ef niðurstaðan verður sú að það sé æskilegt að gera þetta, að Tækniskólinn taki yfir þann rekstur sem í Fjölbrautaskólanum við Ármúla er,“ sagði Kristján Þór Júlíusson.
Heilbrigðismál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Diego er fundinn heill á húfi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Sjá meira