Breivik hefur skipst á bréfum við sænska konu frá 2012 Atli Ísleifsson skrifar 11. janúar 2017 13:59 Sænsk kona hefur sent Anders Behring Breivik rúmlega 130 bréf frá árinu 2012 og hann hefur sjálfur sent henni um þrjátíu bréf. Vísir/AFP Norski hryðjuverkamaðurinn og fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik þarf að þola að vel sé fylgst með öllum þeim bréfum sem honum berast og sem hann sendir frá sér. Ljóst er að mun fleiri bréf sem Breivik ritar eru stöðvuð af fangelsisyfirvöldum en þau sem honum berast. Hann er með myndir af fjölda kvenna uppi á vegg í klefa sínum. Þetta kom fram í dómssal í fangelsinu í Skien í morgun þar sem réttarhöld í máli Breivik fara nú fram. Dómstóll dæmdi síðasta vor að norska ríkið hefði brotið gegn mannréttindum Breivik í fangelsi. Málsaðilar áfrýjuðu báðir dómnum og er málið nú tekið fyrir að nýju á hærra dómsstigi (lagmannsretten). Í frétt Verdens Gang um málið segir að samskipti Breivik við umheiminn hafi verið til umræðu í dómssalnum í morgun. Norski ríkissaksóknarinn Fredrik Sejersted sagði að Breivik geymi myndir af fjölda kvenna á korktöflu í klefa sínum. Þá sendi margar konur honum erótískar sögur, með Breivik og konunum sjálfum í aðalhlutverkum.Í samskiptum við sænska konu Fram kom að sænsk kona hafi sent honum rúmlega 130 bréf frá árinu 2012 og hann hafi sjálfur sent henni um þrjátíu bréf. Fyrir dómi var rætt um konuna sem „M“. Hún er í hópi þeirra kvenna sem hafa sent myndir af sér og hefur hann ítrekað reynt að fá leyfi til að eiga í símasamskiptum við viðkomandi. „Þessi bréf eru dæmi um persónlegt samband sem hefur merkingu, í það minnsta af hennar hálfu,“ sagði Sejerstad, en slík bréf eru ekki stöðvuð af yfirvöldum. Þegar Breivik var í gæsluvarðhaldi eftir ódæðið í júlí 2011 bárust honum engin bréf og gat hann heldur ekki sent nein bréf frá sér. Þessu banni var aflétt í nóvember sama ár og bárust honum í kjölfarið mikill fjöldi bréfa frá stuðningsmönnum. Sejerstad segir að Breivik reyni að koma áróðri fyrir í nær öllum þeim textum sem hann sendir frá sér og því sé nauðsynlegt fyrir yfirvöld að fylgjast vel með. Enn fremur segir Sejerstad að Breivik vilji notast við einkamálaauglýsingar til að koma áróðri sínum á framfæri.Breivik heilsaði að nasistasið við upphaf réttarhalda í máli hans gegn norska ríkinu í gærmorgunVísir/AFPHeilsaði ekki að nasistasiðBreivik heilsaði að nasistasið við upphaf réttarhalda í gærmorgun, en endurtók ekki leikinn í morgun. Dómari var fljótur að bregðast við kveðju Breivik í gær og sagði hana móðgun við dóminn. „Ég verð að biðja þig um að heilsa ekki aftur á þennan hátt,“ sagði dómarinn, sem Breivik virðist hafa tekið til greina.Breytingar á aðstæðum BreivikGreint var frá því í síðasta mánuði að norsk fangelsismálayfirvöld hafi gert breytingar sem snúa að aðstæðum Breivik í fangelsinu í kjölfar dómsins sem féll síðasta vor. Þær breytingar voru meðal annars gerðar að rimlar eru nú milli Breivik og lögfræðings hans þegar þeir ræða saman, í stað glerveggjar. Þá hefur hann nú aukna möguleika á að hreyfa sig og dvelja undir berum himni á fangelsislóðinni. Breivik höfðaði málið þar sem hann taldi mannréttindi sín meðal annars brotin vegna þess að hann væri ítrekað látinn sæta líkamsleit, væri í einangrun í 23 af 24 tímum sólarhringsins og vakinn á nóttunni. Þá fengi hann að hafa takmörkuð samskipti við annað fólk. Í dómnum sem féll síðasta vor sagði að líkamsleitirnar og sú mikla einangrun sem Breivik hafi sætt væru brot á einu ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu. Norska ríkið hélt því fram fyrir dómi ap fangelsisvist hans væri að fullu leyti í samræmi við lög og reglur. Nauðsynlegt væri að hann sætti mikilli öryggisgæslu þar sem hann væri sérstaklega hættulegur maður. Breivik drap 77 manns árið 2011 í sprengingu í miðborg Óslóar og með því að skjóta alla þá sem á vegi hans urðu í Útey þar sem sumarbúðir ungliðadeildar Verkamannaflokksins fóru fram. Hinn 37 ára Breivik var dæmdur í 21 árs fangelsi árið 2012 þó að ólíklegt þykir að hann muni nokkurn tímann verða sleppt. Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Breivik heilsaði að nasistasið í réttarsal Réttarhöld hófust í máli Anders Behring Breivik gegn norska ríkinu í morgun. 10. janúar 2017 13:18 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Norski hryðjuverkamaðurinn og fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik þarf að þola að vel sé fylgst með öllum þeim bréfum sem honum berast og sem hann sendir frá sér. Ljóst er að mun fleiri bréf sem Breivik ritar eru stöðvuð af fangelsisyfirvöldum en þau sem honum berast. Hann er með myndir af fjölda kvenna uppi á vegg í klefa sínum. Þetta kom fram í dómssal í fangelsinu í Skien í morgun þar sem réttarhöld í máli Breivik fara nú fram. Dómstóll dæmdi síðasta vor að norska ríkið hefði brotið gegn mannréttindum Breivik í fangelsi. Málsaðilar áfrýjuðu báðir dómnum og er málið nú tekið fyrir að nýju á hærra dómsstigi (lagmannsretten). Í frétt Verdens Gang um málið segir að samskipti Breivik við umheiminn hafi verið til umræðu í dómssalnum í morgun. Norski ríkissaksóknarinn Fredrik Sejersted sagði að Breivik geymi myndir af fjölda kvenna á korktöflu í klefa sínum. Þá sendi margar konur honum erótískar sögur, með Breivik og konunum sjálfum í aðalhlutverkum.Í samskiptum við sænska konu Fram kom að sænsk kona hafi sent honum rúmlega 130 bréf frá árinu 2012 og hann hafi sjálfur sent henni um þrjátíu bréf. Fyrir dómi var rætt um konuna sem „M“. Hún er í hópi þeirra kvenna sem hafa sent myndir af sér og hefur hann ítrekað reynt að fá leyfi til að eiga í símasamskiptum við viðkomandi. „Þessi bréf eru dæmi um persónlegt samband sem hefur merkingu, í það minnsta af hennar hálfu,“ sagði Sejerstad, en slík bréf eru ekki stöðvuð af yfirvöldum. Þegar Breivik var í gæsluvarðhaldi eftir ódæðið í júlí 2011 bárust honum engin bréf og gat hann heldur ekki sent nein bréf frá sér. Þessu banni var aflétt í nóvember sama ár og bárust honum í kjölfarið mikill fjöldi bréfa frá stuðningsmönnum. Sejerstad segir að Breivik reyni að koma áróðri fyrir í nær öllum þeim textum sem hann sendir frá sér og því sé nauðsynlegt fyrir yfirvöld að fylgjast vel með. Enn fremur segir Sejerstad að Breivik vilji notast við einkamálaauglýsingar til að koma áróðri sínum á framfæri.Breivik heilsaði að nasistasið við upphaf réttarhalda í máli hans gegn norska ríkinu í gærmorgunVísir/AFPHeilsaði ekki að nasistasiðBreivik heilsaði að nasistasið við upphaf réttarhalda í gærmorgun, en endurtók ekki leikinn í morgun. Dómari var fljótur að bregðast við kveðju Breivik í gær og sagði hana móðgun við dóminn. „Ég verð að biðja þig um að heilsa ekki aftur á þennan hátt,“ sagði dómarinn, sem Breivik virðist hafa tekið til greina.Breytingar á aðstæðum BreivikGreint var frá því í síðasta mánuði að norsk fangelsismálayfirvöld hafi gert breytingar sem snúa að aðstæðum Breivik í fangelsinu í kjölfar dómsins sem féll síðasta vor. Þær breytingar voru meðal annars gerðar að rimlar eru nú milli Breivik og lögfræðings hans þegar þeir ræða saman, í stað glerveggjar. Þá hefur hann nú aukna möguleika á að hreyfa sig og dvelja undir berum himni á fangelsislóðinni. Breivik höfðaði málið þar sem hann taldi mannréttindi sín meðal annars brotin vegna þess að hann væri ítrekað látinn sæta líkamsleit, væri í einangrun í 23 af 24 tímum sólarhringsins og vakinn á nóttunni. Þá fengi hann að hafa takmörkuð samskipti við annað fólk. Í dómnum sem féll síðasta vor sagði að líkamsleitirnar og sú mikla einangrun sem Breivik hafi sætt væru brot á einu ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu. Norska ríkið hélt því fram fyrir dómi ap fangelsisvist hans væri að fullu leyti í samræmi við lög og reglur. Nauðsynlegt væri að hann sætti mikilli öryggisgæslu þar sem hann væri sérstaklega hættulegur maður. Breivik drap 77 manns árið 2011 í sprengingu í miðborg Óslóar og með því að skjóta alla þá sem á vegi hans urðu í Útey þar sem sumarbúðir ungliðadeildar Verkamannaflokksins fóru fram. Hinn 37 ára Breivik var dæmdur í 21 árs fangelsi árið 2012 þó að ólíklegt þykir að hann muni nokkurn tímann verða sleppt.
Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Breivik heilsaði að nasistasið í réttarsal Réttarhöld hófust í máli Anders Behring Breivik gegn norska ríkinu í morgun. 10. janúar 2017 13:18 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Breivik heilsaði að nasistasið í réttarsal Réttarhöld hófust í máli Anders Behring Breivik gegn norska ríkinu í morgun. 10. janúar 2017 13:18