Óttarr: „Prinsipp í mannréttindum mikilvægari en stólar og völd“ Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 16. september 2017 13:20 Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. vísir/ernir „Við ákváðum að taka ekki auðveldu leiðina og sætta okkur við svona vinnubrögð sem okkur þykja óásættanleg. Þetta er prinsippmál fyrir okkur – prinsipp í mannréttindum eru mikilvægari en bara einhverjir stólar eða völd.“ Þetta sagði Óttarr Proppé í samtali við Heimi Má Pétursson í Víglínunni í dag. Óttarr svaraði gagnrýni sjálfstæðismanna, þess efnis að framganga Bjartrar framtíðar hefði einkennst af heigulshætti, fullum hálsi. „Nei, þvert á móti. Ég tel einmitt að við höfum þorað þegar þurfti.“ Að sögn Óttars var flokkurinn sleginn vegna upplýsinganna sem komu fram í dagsljósið á fimmtudaginn og raunar umræðunni sem hefur verið í deiglunni í allt sumar. „Við fórum inn í erfitt samstarf en ákváðum að axla ábyrgð með því að fara inn í ríkisstjórn með svo tæpan meirihluta. Við þurftum að miðla mörgum málum og lögðum þetta upp með miklu trausti,“ sagði Óttarr. Hann bætti þó við að stjórnarsamstarfið hafi gengið vel að mörgu leyti. „Okkur tókst að draga Sjálfstæðisflokkinn inn á miðjuna hvað varðar bæði efnahagsmál og græn mál, þ.e. umhverfismál.“Eitraður kúltúr í SjálfstæðisflokknumTalið berst að menningu innan stjórnmálaflokka. Óttarr nefnir að valdastrúktúrinn innan Sjálfstæðisflokksins sé ekki í takt við tímann. „Það er einhver strúktur í þessum flokki sem byggir á því að leiðtoginn ræður öllu og allt stjórnast af hans hagsmunum, svo dansa allir eftir því. Það er ekki andi nútímans að það sé bara „pabbi“ sem ráði öllu,“ sagði hann. Aðrir viðmælendur þáttarins, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Logi Már Einarsson, tóku undir sjónarmið Óttars og viðruðu sjónarmið sín þess efnis að tímabært væri að koma Sjálfstæðisflokki frá völdum. „Sjálfstæðisflokkurinn þarf tíma til þess að setjast niður og hugsa sinn gang og endurskoða þennan kúltúr,“ fullyrti Logi Már. „Það eru margir góðir einstaklingar í Sjálfstæðisflokknum en kúltúrinn er eitraður,“ svaraði Óttarr. Stj.mál Tengdar fréttir Bjarni varð fyrir gríðarlegu áfalli Einhugur er í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um að boða til nýrra kosninga. Formaðurinn leggur til að kosið verði í nóvember. Hann segir það áfall að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli fyrir barnaníðing. 16. september 2017 06:00 Fólkið sem felldi ríkisstjórnina: Málinu er ekki lokið Fjölskylda Nínu Rúnar Bergsdóttur hefur stutt dyggilega við hana frá því snemma í sumar þegar það varð ljóst að Robert Downey hefði hlotið uppreist æru. Þau eru sammála um að málinu sé ekki lokið. 16. september 2017 09:00 Birgitta hættir á þingi Birgitta tilkynnti um ákvörðun sína í morgun. 16. september 2017 10:19 Bjarni hefur beðist lausnar og starfsstjórn situr áfram Forsetinn mun hitta formenn allra stjórnmálaflokka í dag. 16. september 2017 11:30 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
„Við ákváðum að taka ekki auðveldu leiðina og sætta okkur við svona vinnubrögð sem okkur þykja óásættanleg. Þetta er prinsippmál fyrir okkur – prinsipp í mannréttindum eru mikilvægari en bara einhverjir stólar eða völd.“ Þetta sagði Óttarr Proppé í samtali við Heimi Má Pétursson í Víglínunni í dag. Óttarr svaraði gagnrýni sjálfstæðismanna, þess efnis að framganga Bjartrar framtíðar hefði einkennst af heigulshætti, fullum hálsi. „Nei, þvert á móti. Ég tel einmitt að við höfum þorað þegar þurfti.“ Að sögn Óttars var flokkurinn sleginn vegna upplýsinganna sem komu fram í dagsljósið á fimmtudaginn og raunar umræðunni sem hefur verið í deiglunni í allt sumar. „Við fórum inn í erfitt samstarf en ákváðum að axla ábyrgð með því að fara inn í ríkisstjórn með svo tæpan meirihluta. Við þurftum að miðla mörgum málum og lögðum þetta upp með miklu trausti,“ sagði Óttarr. Hann bætti þó við að stjórnarsamstarfið hafi gengið vel að mörgu leyti. „Okkur tókst að draga Sjálfstæðisflokkinn inn á miðjuna hvað varðar bæði efnahagsmál og græn mál, þ.e. umhverfismál.“Eitraður kúltúr í SjálfstæðisflokknumTalið berst að menningu innan stjórnmálaflokka. Óttarr nefnir að valdastrúktúrinn innan Sjálfstæðisflokksins sé ekki í takt við tímann. „Það er einhver strúktur í þessum flokki sem byggir á því að leiðtoginn ræður öllu og allt stjórnast af hans hagsmunum, svo dansa allir eftir því. Það er ekki andi nútímans að það sé bara „pabbi“ sem ráði öllu,“ sagði hann. Aðrir viðmælendur þáttarins, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Logi Már Einarsson, tóku undir sjónarmið Óttars og viðruðu sjónarmið sín þess efnis að tímabært væri að koma Sjálfstæðisflokki frá völdum. „Sjálfstæðisflokkurinn þarf tíma til þess að setjast niður og hugsa sinn gang og endurskoða þennan kúltúr,“ fullyrti Logi Már. „Það eru margir góðir einstaklingar í Sjálfstæðisflokknum en kúltúrinn er eitraður,“ svaraði Óttarr.
Stj.mál Tengdar fréttir Bjarni varð fyrir gríðarlegu áfalli Einhugur er í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um að boða til nýrra kosninga. Formaðurinn leggur til að kosið verði í nóvember. Hann segir það áfall að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli fyrir barnaníðing. 16. september 2017 06:00 Fólkið sem felldi ríkisstjórnina: Málinu er ekki lokið Fjölskylda Nínu Rúnar Bergsdóttur hefur stutt dyggilega við hana frá því snemma í sumar þegar það varð ljóst að Robert Downey hefði hlotið uppreist æru. Þau eru sammála um að málinu sé ekki lokið. 16. september 2017 09:00 Birgitta hættir á þingi Birgitta tilkynnti um ákvörðun sína í morgun. 16. september 2017 10:19 Bjarni hefur beðist lausnar og starfsstjórn situr áfram Forsetinn mun hitta formenn allra stjórnmálaflokka í dag. 16. september 2017 11:30 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Bjarni varð fyrir gríðarlegu áfalli Einhugur er í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um að boða til nýrra kosninga. Formaðurinn leggur til að kosið verði í nóvember. Hann segir það áfall að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli fyrir barnaníðing. 16. september 2017 06:00
Fólkið sem felldi ríkisstjórnina: Málinu er ekki lokið Fjölskylda Nínu Rúnar Bergsdóttur hefur stutt dyggilega við hana frá því snemma í sumar þegar það varð ljóst að Robert Downey hefði hlotið uppreist æru. Þau eru sammála um að málinu sé ekki lokið. 16. september 2017 09:00
Bjarni hefur beðist lausnar og starfsstjórn situr áfram Forsetinn mun hitta formenn allra stjórnmálaflokka í dag. 16. september 2017 11:30