Dáist að styrkleika eiginkonu sinnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. ágúst 2017 18:45 Eiginmaður ungrar konu sem lamaðist í hjólreiðaslysi fyrr á árinu ætlar að gera allt sem hann getur til þess að koma henni aftur á fætur. Hann ætlar að hlaupa hálfmaraþon á morgun og hefur safnað áheitum fyrir hátt í þrjár milljónir króna, en fram undan hjá þeim hjónum er kostnaðarsöm endurhæfing í Bandaríkjunum. Hann dáist að þrautseigju konu sinnar og segir stuðninginn hafa borið hana hálfa leið.Enginn háskaleikur Lára Sif Christensen, sem er 29 ára verkfræðingur og flugmaður, lenti í slysinu í maí síðastliðnum. Hún var á fjallahjóli með hjólahópi sínum í Öskjuhlíð þegar hún datt af hjólinu og lenti illa á bakinu, með þeim afleiðingum að hún varð fyrir mænuskaða og lamaðist fyrir neðan brjóst.Lára er komin inn á sjúkrahús í Denver þar sem hún fer í endurhæfingu. Heilbrigðisþjónusta í Bandaríkjunum er kostnaðarsöm, og safna nú yfir eitt hundrað aðstandendur hennar áheitum.„Hún segist ekki hafa verið á neinni ferð þannig að það var enginn háskaleikur í gangi. Það var ekki skráma á hjólinu, ekkert á hjálminum, og í raun ekki skráma á henni fyrir utan brotinn hrygg,“ segir Leifur Grétarsson, eiginmaður Láru. Leifur segir Láru hafa tekist vel á við meiðslin, og bætir við að hún geri allt sem hún tekur sér fyrir hendur vel, hvort sem um er að ræða í námi, leik eða starfi. „Hún er brjálæðislega mikil afrekskona í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún lærði verkfræði í háskóla og tók svo mastersgráðu í hagfræði. Þegar hún var búin með það og var að undirbúa sig fyrir vinnumarkaðinn þá fannst henni ekki alveg nógu spennandi að vinna við þetta þannig að hún ákvað að verða flugmaður, eins og pabbi sinn.“ Aðspurður segir hann Láru takast á við þennan breytta veruleika með mikilli þrautseigju. „Hún er bara að upplifa nýjan raunveruleika að vera lömuð og læra að nota hjólastól og læra að lifa daglegu lífi upp á nýtt. Hún er búin að eiga sín veiku móment, eins og er eðlilegt, en ef maður lítur yfir heildina – þessa þrjá mánuði síðan slysið var þá er hún búin að standa sig eins og algjör hetja.“Tekur sjálf þátt í maraþoninuLeifur og vinkonur Láru safna nú fé fyrir endurhæfingu í Bandaríkjunum, en það gera þau með því að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun. Söfnunin hefur gengið vonum fram og ætla yfir hundrað manns að hlaupa til styrktar Láru. Þá ætlar Lára sjálf að taka þátt í skemmtiskokkinu, en móðir hennar verður henni við hlið, henni til halds og trausts. Hann segir þennan mikla stuðning hafa gefið Láru mikinn kraft. Þá verði hann ævinlega þakklátur öllum þeim sem hafa lagt þeim lið, sem og íslenska heilbrigðiskerfinu og SEM – samtökum endurhæfðra mænuskaddaðra. Stuðningurinn sé ómetanlegur. „Allar kveðjurnar sem eru búnar að berast okkur, bæði í gegnum Hlaupastyrk.is og persónulega, þær styrkja hana og hjálpa henni að komast áfram í gegnum daginn og byrja á þessu risastóra verkefni,“ segir Leifur. Leifur hefur safnað á þriðja milljón króna í áheitasöfnuninni, en í heildina hafa safnast tæplega átta milljónir króna, en hér er að finna styrktarsíðuna. Nánar verður fjallað um málið í Fréttablaðinu á morgun. Tengdar fréttir Tvær og hálf milljón safnast fyrir Láru Lára Sif lenti í alvarlegu hjólreiðaslysi. 11. júlí 2017 08:43 Hlaupa fyrir vinkonu sem lamaðist í reiðhjólaslysi "Alveg sama hvernig þetta fer, þá ætlar hún að takast á við þetta verkefni eins og hvað annað,“ segir Ida Björg Wessman. 7. júlí 2017 09:55 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fleiri fréttir Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Sjá meira
Eiginmaður ungrar konu sem lamaðist í hjólreiðaslysi fyrr á árinu ætlar að gera allt sem hann getur til þess að koma henni aftur á fætur. Hann ætlar að hlaupa hálfmaraþon á morgun og hefur safnað áheitum fyrir hátt í þrjár milljónir króna, en fram undan hjá þeim hjónum er kostnaðarsöm endurhæfing í Bandaríkjunum. Hann dáist að þrautseigju konu sinnar og segir stuðninginn hafa borið hana hálfa leið.Enginn háskaleikur Lára Sif Christensen, sem er 29 ára verkfræðingur og flugmaður, lenti í slysinu í maí síðastliðnum. Hún var á fjallahjóli með hjólahópi sínum í Öskjuhlíð þegar hún datt af hjólinu og lenti illa á bakinu, með þeim afleiðingum að hún varð fyrir mænuskaða og lamaðist fyrir neðan brjóst.Lára er komin inn á sjúkrahús í Denver þar sem hún fer í endurhæfingu. Heilbrigðisþjónusta í Bandaríkjunum er kostnaðarsöm, og safna nú yfir eitt hundrað aðstandendur hennar áheitum.„Hún segist ekki hafa verið á neinni ferð þannig að það var enginn háskaleikur í gangi. Það var ekki skráma á hjólinu, ekkert á hjálminum, og í raun ekki skráma á henni fyrir utan brotinn hrygg,“ segir Leifur Grétarsson, eiginmaður Láru. Leifur segir Láru hafa tekist vel á við meiðslin, og bætir við að hún geri allt sem hún tekur sér fyrir hendur vel, hvort sem um er að ræða í námi, leik eða starfi. „Hún er brjálæðislega mikil afrekskona í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún lærði verkfræði í háskóla og tók svo mastersgráðu í hagfræði. Þegar hún var búin með það og var að undirbúa sig fyrir vinnumarkaðinn þá fannst henni ekki alveg nógu spennandi að vinna við þetta þannig að hún ákvað að verða flugmaður, eins og pabbi sinn.“ Aðspurður segir hann Láru takast á við þennan breytta veruleika með mikilli þrautseigju. „Hún er bara að upplifa nýjan raunveruleika að vera lömuð og læra að nota hjólastól og læra að lifa daglegu lífi upp á nýtt. Hún er búin að eiga sín veiku móment, eins og er eðlilegt, en ef maður lítur yfir heildina – þessa þrjá mánuði síðan slysið var þá er hún búin að standa sig eins og algjör hetja.“Tekur sjálf þátt í maraþoninuLeifur og vinkonur Láru safna nú fé fyrir endurhæfingu í Bandaríkjunum, en það gera þau með því að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun. Söfnunin hefur gengið vonum fram og ætla yfir hundrað manns að hlaupa til styrktar Láru. Þá ætlar Lára sjálf að taka þátt í skemmtiskokkinu, en móðir hennar verður henni við hlið, henni til halds og trausts. Hann segir þennan mikla stuðning hafa gefið Láru mikinn kraft. Þá verði hann ævinlega þakklátur öllum þeim sem hafa lagt þeim lið, sem og íslenska heilbrigðiskerfinu og SEM – samtökum endurhæfðra mænuskaddaðra. Stuðningurinn sé ómetanlegur. „Allar kveðjurnar sem eru búnar að berast okkur, bæði í gegnum Hlaupastyrk.is og persónulega, þær styrkja hana og hjálpa henni að komast áfram í gegnum daginn og byrja á þessu risastóra verkefni,“ segir Leifur. Leifur hefur safnað á þriðja milljón króna í áheitasöfnuninni, en í heildina hafa safnast tæplega átta milljónir króna, en hér er að finna styrktarsíðuna. Nánar verður fjallað um málið í Fréttablaðinu á morgun.
Tengdar fréttir Tvær og hálf milljón safnast fyrir Láru Lára Sif lenti í alvarlegu hjólreiðaslysi. 11. júlí 2017 08:43 Hlaupa fyrir vinkonu sem lamaðist í reiðhjólaslysi "Alveg sama hvernig þetta fer, þá ætlar hún að takast á við þetta verkefni eins og hvað annað,“ segir Ida Björg Wessman. 7. júlí 2017 09:55 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fleiri fréttir Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Sjá meira
Tvær og hálf milljón safnast fyrir Láru Lára Sif lenti í alvarlegu hjólreiðaslysi. 11. júlí 2017 08:43
Hlaupa fyrir vinkonu sem lamaðist í reiðhjólaslysi "Alveg sama hvernig þetta fer, þá ætlar hún að takast á við þetta verkefni eins og hvað annað,“ segir Ida Björg Wessman. 7. júlí 2017 09:55