Enski boltinn

Sjáðu fyrsta blaðamannafund Gylfa: „Rooney á skilið meira hrós“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Everton gegn Manchester City á mánudaginn.
Gylfi gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Everton gegn Manchester City á mánudaginn. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson, nýjasti leikmaður Everton, sat fyrir svörum ásamt Ronald Koeman, knattspyrnustjóra Bítlaborgarliðsins, á blaðamannafundi í dag.

Gylfi hefur ekki spilað keppnisleik síðan Ísland vann Króatíu á Laugardalsvellinum 11. júní síðastliðinn. Þrátt fyrir skort á leikformi sagði Koeman að Gylfi tæki þátt í leikjum Everton í næstu viku.

Gylfi var m.a. spurður að því á fundinum hvort það fylgdi því pressa að vera dýrasti leikmaður í sögu Everton.

„Ég ræð ekki hversu mikið félagið borgaði fyrir mig. Ég set pressu á sjálfan mig að spila vel og skora og leggja upp mörk fyrir liðið. Það er það eina sem ég hugsa um,“ sagði Gylfi.

Íslenski landsliðsmaðurinn var einnig spurður út í Wayne Rooney sem sneri aftur til Everton í sumar eftir 13 ár hjá Manchester United.

„Hann hefur verið frábær fyrir Everton, United og enska landsliðið. Og mér finnst hann ekki fá hrósið sem hann á skilið. Hann á skilið meiri ást frá enskum fjölmiðlum. Ég hlakka til að spila með honum,“ sagði Gylfi.

Blaðamannafundinn í heild sinni má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Gylfi Þór og saga dýrasta Íslendingsins

Níu forverar Gylfa Þórs Sigurðssonar sem dýrasta knattspyrnumanns Íslands eru langt frá því að ná samanlagt upp í kaupverð Everton á Gylfa. Eiður Smári Guðjohnsen hafði verið sá dýrasti í sautján ár.

Réttur tímapunktur fyrir Gylfa til að fara í Everton

Gylfi Þór Sigurðsson er kominn til enska úrvalsdeildarliðsins Everton og þjóðin bíður spennt eftir því að sjá hvernig honum farnast þar. Bjarni Guðjónsson efast ekki um að Gylfi eigi eftir að pluma sig vel og hann sé tilbúinn að axla




Fleiri fréttir

Sjá meira


×