Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa beitt sér fyrir því að þeim yrði veitt vegabréfsáritun eftir að hann las fréttir um stúlkurnar og hvað þær höfðu lagt á sig til að taka þátt í keppninni og reyna að komast til Bandaríkjanna.
Sjá einnig: Sex táningsstúlkur fá ekki að fylgja vélmenni sínu til Bandaríkjanna
Samkvæmt frétt BBC var beiðni stúlknanna samþykkt eftir að beiðni barst frá utanríkisráðuneytinu. Talskona Trump segir beiðnina hafa komið frá honum.
Forsvarsmenn keppninnar, þar sem lið frá 157 löndum munu keppa í vélmennasmíði, segjast þakklátir ríkisstjórn Bandaríkjanna fyrir að tryggja liðunum frá Afganistan og Gambíu aðgang að keppninni.
I look forward to welcoming this brilliant team of Afghan girls, and their competitors, to Washington DC next week! #WomenInSTEM https://t.co/01qDduyglS
— Ivanka Trump (@IvankaTrump) July 12, 2017