Enski boltinn

Gylfi lét fyrst vita af því í morgun að hann færi ekki með Swansea til Bandaríkjanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson fór ekki með Swansea í æfingaferð til Bandaríkjanna og það er ljóst að eitthvað er að gerast í hans málum.

Stuart James, blaðamaður á Guardian, hefur heimildir fyrir því að þetta hafi komið mjög skyndilega upp.

Gylfi lét þannig Swansea vita af því að hann væri ekki að fara með til Bandaríkjanna klukkan 8.30 í morgun eða 45 mínútur áður en liðið yfirgaf hótelið.





Swansea hafði því enga hugmynd um það í gærkvöldi að Gylfi færi ekki með til Bandaríkjanna.

Samkvæmt upplýsingum á Twitter-síðu Swansea þá var ástæðan fyrir fjarveru Gylfa sú að hann taldi sig ekki vera í réttu hugarástandi til að fara með í þessa ferð vegna allra þessara vangaveltna sem eru í gangi um hans framtíð hjá félaginu.



Swansea vill fá 50 milljónir punda fyrir Gylfa en félagið hefur hafnað 40 milljón punda tilboði í íslenska landsliðsmanninn.

Everton og Leicester City hafa bæði mikinn áhuga á að kaupa Gylfa en Gylfi var með 9 mörk og 13 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×