Swansea hefur hafnað fimm milljarða tilboðum í Gylfa frá bæði Everton og Leicester Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2017 12:00 Verðmiðinn á Gylfa Þór Sigurðssyni er hár. Vísir/Getty Forráðamenn Swansea City ætla ekki að gefa sig. Þeir munu ekki selja Gylfa Þór Sigurðsson fyrir minna en 50 milljónir punda eða 6,7 milljarða íslenskra króna. Enskir fjölmiðlar segja frá því að Swansea hafi bæði fengið 40 milljón punda tilboð frá Everton og Leicester City en það eru rúmir fimm milljarðar íslenskra króna. Tilboðið frá Leicester bauð líka upp á möguleika á að kaupverðið hækkaði næði Gylfi og liðið ákveðnum markmiðum. BBC fjallar um málið en það gera líka Guardian og Sky Sports. Gylfi flaug ekki með Swansea liðinu til Bandaríkjanna í morgun þar sem liðið verður í æfingabúðum næstu dagana. Ástæðan er að hann var ekki í réttu hugarástandi til að spila með liðinu á þessum tímapunkti. Gylfi hætti við að fara aðeins 45 mínútum fyrir brottför út á flugvöll. Enskir fjölmiðlar koma þessa stundina með hverja fréttina af Gylfa á fætur annarri og það lítur út fyrir að Everton og Leicester City séu hreinlega komin í mikið kapphlaup um hvort liðið nái að kaupa íslenska landsliðsmanninn áður en tímabilið hefst. Gylfi á eftir þrjú ár af samningi sínum og hefur sagt að hann vilji spila áfram með liðinu sem hann hefur hjálpað að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni tvö tímabil í röð. 9 mörk og 13 stoðsendingar hans á síðustu leiktíð sjá aftur á móti til þess að áhuginn er mikill þrátt fyrir að Swansea vilji ekki selja hann fyrir minna en svona risaupphæð. Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi lét fyrst vita af því í morgun að hann færi ekki með Swansea til Bandaríkjanna Gylfi Þór Sigurðsson fór ekki með Swansea í æfingaferð til Bandaríkjanna og það er ljóst að eitthvað er að gerast í hans málum. 13. júlí 2017 09:45 Clement: Í augnablikinu er Gylfi leikmaður Swansea Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, er meðvitaður um þann mikla áhuga sem er á Gylfa Þór Sigurðssyni. 11. júlí 2017 22:00 Vissulega galin upphæð en Gylfi er þess virði Swansea City er búið að setja 50 milljón punda verðmiða á íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson. 11. júlí 2017 13:30 Gylfi lék seinni hálfleikinn í fyrsta leik Swansea á undirbúningstímabilinu Gylfi Þór Sigurðsson lék seinni hálfleikinn þegar Swansea City tapaði 1-0 fyrir Barnet í fyrsta æfingaleik liðsins í sumar. 12. júlí 2017 20:53 Stjóri Swansea að gefast upp í baráttunni um Gylfa sem fer ekki með til Bandaríkjanna Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, fór langt með að henda inn hvíta handklæðinu í viðtali við BBC um framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá velska félaginu. 13. júlí 2017 09:00 Fimmtíu milljóna punda verðmiðinn fælir Everton ekki frá Gylfa Everton er í staðráðið í að kaupa Gylfa Þór Sigurðsson, jafnvel þótt Swansea City hafi sett 50 milljóna punda verðmiða á íslenska landsliðsmanninn. 11. júlí 2017 19:51 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Sjá meira
Forráðamenn Swansea City ætla ekki að gefa sig. Þeir munu ekki selja Gylfa Þór Sigurðsson fyrir minna en 50 milljónir punda eða 6,7 milljarða íslenskra króna. Enskir fjölmiðlar segja frá því að Swansea hafi bæði fengið 40 milljón punda tilboð frá Everton og Leicester City en það eru rúmir fimm milljarðar íslenskra króna. Tilboðið frá Leicester bauð líka upp á möguleika á að kaupverðið hækkaði næði Gylfi og liðið ákveðnum markmiðum. BBC fjallar um málið en það gera líka Guardian og Sky Sports. Gylfi flaug ekki með Swansea liðinu til Bandaríkjanna í morgun þar sem liðið verður í æfingabúðum næstu dagana. Ástæðan er að hann var ekki í réttu hugarástandi til að spila með liðinu á þessum tímapunkti. Gylfi hætti við að fara aðeins 45 mínútum fyrir brottför út á flugvöll. Enskir fjölmiðlar koma þessa stundina með hverja fréttina af Gylfa á fætur annarri og það lítur út fyrir að Everton og Leicester City séu hreinlega komin í mikið kapphlaup um hvort liðið nái að kaupa íslenska landsliðsmanninn áður en tímabilið hefst. Gylfi á eftir þrjú ár af samningi sínum og hefur sagt að hann vilji spila áfram með liðinu sem hann hefur hjálpað að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni tvö tímabil í röð. 9 mörk og 13 stoðsendingar hans á síðustu leiktíð sjá aftur á móti til þess að áhuginn er mikill þrátt fyrir að Swansea vilji ekki selja hann fyrir minna en svona risaupphæð.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi lét fyrst vita af því í morgun að hann færi ekki með Swansea til Bandaríkjanna Gylfi Þór Sigurðsson fór ekki með Swansea í æfingaferð til Bandaríkjanna og það er ljóst að eitthvað er að gerast í hans málum. 13. júlí 2017 09:45 Clement: Í augnablikinu er Gylfi leikmaður Swansea Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, er meðvitaður um þann mikla áhuga sem er á Gylfa Þór Sigurðssyni. 11. júlí 2017 22:00 Vissulega galin upphæð en Gylfi er þess virði Swansea City er búið að setja 50 milljón punda verðmiða á íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson. 11. júlí 2017 13:30 Gylfi lék seinni hálfleikinn í fyrsta leik Swansea á undirbúningstímabilinu Gylfi Þór Sigurðsson lék seinni hálfleikinn þegar Swansea City tapaði 1-0 fyrir Barnet í fyrsta æfingaleik liðsins í sumar. 12. júlí 2017 20:53 Stjóri Swansea að gefast upp í baráttunni um Gylfa sem fer ekki með til Bandaríkjanna Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, fór langt með að henda inn hvíta handklæðinu í viðtali við BBC um framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá velska félaginu. 13. júlí 2017 09:00 Fimmtíu milljóna punda verðmiðinn fælir Everton ekki frá Gylfa Everton er í staðráðið í að kaupa Gylfa Þór Sigurðsson, jafnvel þótt Swansea City hafi sett 50 milljóna punda verðmiða á íslenska landsliðsmanninn. 11. júlí 2017 19:51 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Sjá meira
Gylfi lét fyrst vita af því í morgun að hann færi ekki með Swansea til Bandaríkjanna Gylfi Þór Sigurðsson fór ekki með Swansea í æfingaferð til Bandaríkjanna og það er ljóst að eitthvað er að gerast í hans málum. 13. júlí 2017 09:45
Clement: Í augnablikinu er Gylfi leikmaður Swansea Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, er meðvitaður um þann mikla áhuga sem er á Gylfa Þór Sigurðssyni. 11. júlí 2017 22:00
Vissulega galin upphæð en Gylfi er þess virði Swansea City er búið að setja 50 milljón punda verðmiða á íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson. 11. júlí 2017 13:30
Gylfi lék seinni hálfleikinn í fyrsta leik Swansea á undirbúningstímabilinu Gylfi Þór Sigurðsson lék seinni hálfleikinn þegar Swansea City tapaði 1-0 fyrir Barnet í fyrsta æfingaleik liðsins í sumar. 12. júlí 2017 20:53
Stjóri Swansea að gefast upp í baráttunni um Gylfa sem fer ekki með til Bandaríkjanna Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, fór langt með að henda inn hvíta handklæðinu í viðtali við BBC um framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá velska félaginu. 13. júlí 2017 09:00
Fimmtíu milljóna punda verðmiðinn fælir Everton ekki frá Gylfa Everton er í staðráðið í að kaupa Gylfa Þór Sigurðsson, jafnvel þótt Swansea City hafi sett 50 milljóna punda verðmiða á íslenska landsliðsmanninn. 11. júlí 2017 19:51