Enski boltinn

Gylfi lagði upp mark en það dugði ekki til gegn Hull | Sjáðu mörkin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hull City vann frábæran sigur á Swansea, 2-1, í ensku úrvalsdeildinni en leikurinn fór fram á KCOM-vellinum í Hull.

Gylfi Þór Sigurðsson átti ágætan leik en náði ekki að skapa sér hættulega færi, eða skapa hættuleg færi fyrir samherja sína. Markalaust var eftir fyrstu 45 mínúturnar og staðan því 0-0 í hálfleik.

Baye Oumar Niasse skoraði bæði mörk Hull í leiknum og tryggði Hull gríðarlega mikilvæg þrjú stig. Alfie Mawson náði að klóra í bakann undir lokin og skoraði eina mark Swansea í leiknum en það var Gylfi Þór sem átti frábæra fyrirgjöf á pönnuna á Mawson sem stangaði hann í netið. 

Hull er komið með 24 stig og er núna aðeins einu stigi frá því að komast úr fallsæti. Swansea er í 16. sætinu með 27 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×