Fótbolti

Barcelona aftan á treyjum leikmanna

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lionel Messi hefur leikið með Barcelona allan sinn feril.
Lionel Messi hefur leikið með Barcelona allan sinn feril. vísir/getty
Leikmenn spænska liðsins Barcelona hafa ákveðið að spila ekki með nöfn sín aftan á treyjunum í leik liðsins gegn Real Betis á morgun, heldur standi „Barcelona“ aftan á treyjunum. Þetta gera þeir til heiðurs þeirra sem urðu fyrir hryðjuverkaárásanna á Barcelona og strandbæinn Cambrils.

Framan á treyjunum mun einnig standa #TotsSomBarcelona, sem þýðir „Við erum öll Barcelona“. Einnig mun fara fram mínútuþögn fyrir leikinn og munu leikmenn leika með sorgarbönd. 

Spænska úrvalsdeildin hefur göngu sína að nýju um helgina og mun leikur Barcelona og Real Betis verða sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 klukkan 18:10 annað kvöld.


Tengdar fréttir

Hryllingur í Barcelona

Á annan tug lét lífið í hryðjuverkaárás á Römblunni í höfuðborg Katalóníu í gær. Tveir handteknir. Utanríkisráðherra segir öryggismálin í forgangi hjá flestum ríkjum en að ekki sé hægt að útiloka árásir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×