Stelpurnar okkar ekki skorað hjá þýsku grýlunni í 30 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2017 06:00 Glódís Perla Viggósdóttir fagnar sigri á móti Færeyjum. Fréttablaðið/Eyþór Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei náð í stig á móti Þýskalandi og ekki skorað hjá þeim þýsku í meira en þrjá áratugi. Þær þýsku hafa þó líklega aldrei legið betur við höggi en í dag þegar liðin mætast í undankeppni HM 2019. 22 ára sigurganga þýska kvennalandsliðsins á EM endaði á móti Danmörku í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Hollandi síðasta sumar og þýsku stelpurnar rétt mörðu 1-0 sigur í síðasta leik á sjálfsmarki mótherja sinna í Tékklandi. Karlalandsliðið lenti í mjög erfiðum riðli í undankeppni HM 2018 en tryggði sér samt sem áður sæti á heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn. Nú þurfa stelpurnar okkar að fara erfiða leið ætli þær sér inn á HM í fyrsta sinn. Fyrsta krefjandi skrefið þarf að taka í Wiesbaden í dag.Margt jákvætt gerst Góð úrslit á móti þýsku grýlunni myndu breyta miklu í baráttunni um HM-sætið en það er enginn að segja að það verði auðvelt. Þýska liðið er í sárum eftir slakt EM-sumar og þar innanborðs er enginn skortur á heimsklassa leikmönnum. Sex af þeim eru liðsfélagar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá þýsku meisturunum í VfL Wolfsburg. Aðrar spila með öflugum liðum eins og 1. FFC Frankfurt, Turbine Potsdam og Bayern München. Það hefur margt jákvætt gerst síðan íslensku stelpurnar komu hnípnar heim af Evrópumótinu í Hollandi þar sem árangurinn var langt undir væntingum. Íslenska liðið vann 8-0 sigur á Færeyjum í fyrsta leik undankeppninnar, atvinnumönnum liðsins hefur fjölgað frá því í sumar og fjórar af leikmönnum íslenska landsliðsins eru komnar áfram með liðum sínum í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það, og að stelpurnar héldu þjálfara sínum Frey Alexanderssyni, er bensín á bílinn sem þær ætla að keyra sögulega leið á HM í fyrsta sinn. Í fyrsta sinn í þrjá áratugi ganga íslensku landsliðsstelpurnar til leiks á móti Þýskalandi án þess að vera að mæta ríkjandi Evrópumeisturum. Þær eru reyndar Ólympíumeistarar síðan í Ríó þannig að það er ekki eins og síðustu ár hafi verið eintóm vonbrigði þrátt fyrir verðlaunaskort á síðasta HM (2015) og síðasta EM (2017).Ekki mark í þrjá áratugi Ísland hefur hins vegar beðið lengi eftir því að gera eitthvað á móti þýsku grýlunni. Fyrsti leikur Íslands og Þýskalands hjá A-landsliðum kvenna var á Kópavogsvellinum 27. júlí 1987. Þjóðirnar mættust tvisvar í þessari ferð Þjóðverja til landsins og svo aftur tvisvar í september ári síðar. Allir leikirnir töpuðust en íslensku stelpurnar náðu að skora þrjú mörk. Enginn gat þá séð fyrir að glæsimark Guðrúnar Sæmundsdóttur beint úr aukaspyrnu á 54. mínútu í leik í Delmenhorst 6. september 1987 yrði eina mark Íslands á móti Þýskalandi í 30 ár. Staðreyndin er hins vegar sú að íslenska liðið hefur ekki skorað hjá því þýska síðan. Liðin hafa mæst tíu sinnum á undanförnum 30 árum og markatalan er 39-0 þýska liðinu í vil. Síðasti leikur þjóðanna var í Algarve-bikarnum í mars 2014 og tapaðist hann 5-0. Mínúturnar nálgast nú þúsund.Jafntefli væri sigur Nú er stóra spurningin hvort það sé komið að tímamótum á móti þýsku grýlunni. Jafntefli væri sigur fyrir okkar stelpur enda eitthvað sem þær hafa aldrei afrekað á móti einu allra besta kvennalandsliðið heims. Leikurinn hefst klukkan tvö að íslenskum tíma. Fótbolti Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei náð í stig á móti Þýskalandi og ekki skorað hjá þeim þýsku í meira en þrjá áratugi. Þær þýsku hafa þó líklega aldrei legið betur við höggi en í dag þegar liðin mætast í undankeppni HM 2019. 22 ára sigurganga þýska kvennalandsliðsins á EM endaði á móti Danmörku í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Hollandi síðasta sumar og þýsku stelpurnar rétt mörðu 1-0 sigur í síðasta leik á sjálfsmarki mótherja sinna í Tékklandi. Karlalandsliðið lenti í mjög erfiðum riðli í undankeppni HM 2018 en tryggði sér samt sem áður sæti á heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn. Nú þurfa stelpurnar okkar að fara erfiða leið ætli þær sér inn á HM í fyrsta sinn. Fyrsta krefjandi skrefið þarf að taka í Wiesbaden í dag.Margt jákvætt gerst Góð úrslit á móti þýsku grýlunni myndu breyta miklu í baráttunni um HM-sætið en það er enginn að segja að það verði auðvelt. Þýska liðið er í sárum eftir slakt EM-sumar og þar innanborðs er enginn skortur á heimsklassa leikmönnum. Sex af þeim eru liðsfélagar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá þýsku meisturunum í VfL Wolfsburg. Aðrar spila með öflugum liðum eins og 1. FFC Frankfurt, Turbine Potsdam og Bayern München. Það hefur margt jákvætt gerst síðan íslensku stelpurnar komu hnípnar heim af Evrópumótinu í Hollandi þar sem árangurinn var langt undir væntingum. Íslenska liðið vann 8-0 sigur á Færeyjum í fyrsta leik undankeppninnar, atvinnumönnum liðsins hefur fjölgað frá því í sumar og fjórar af leikmönnum íslenska landsliðsins eru komnar áfram með liðum sínum í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það, og að stelpurnar héldu þjálfara sínum Frey Alexanderssyni, er bensín á bílinn sem þær ætla að keyra sögulega leið á HM í fyrsta sinn. Í fyrsta sinn í þrjá áratugi ganga íslensku landsliðsstelpurnar til leiks á móti Þýskalandi án þess að vera að mæta ríkjandi Evrópumeisturum. Þær eru reyndar Ólympíumeistarar síðan í Ríó þannig að það er ekki eins og síðustu ár hafi verið eintóm vonbrigði þrátt fyrir verðlaunaskort á síðasta HM (2015) og síðasta EM (2017).Ekki mark í þrjá áratugi Ísland hefur hins vegar beðið lengi eftir því að gera eitthvað á móti þýsku grýlunni. Fyrsti leikur Íslands og Þýskalands hjá A-landsliðum kvenna var á Kópavogsvellinum 27. júlí 1987. Þjóðirnar mættust tvisvar í þessari ferð Þjóðverja til landsins og svo aftur tvisvar í september ári síðar. Allir leikirnir töpuðust en íslensku stelpurnar náðu að skora þrjú mörk. Enginn gat þá séð fyrir að glæsimark Guðrúnar Sæmundsdóttur beint úr aukaspyrnu á 54. mínútu í leik í Delmenhorst 6. september 1987 yrði eina mark Íslands á móti Þýskalandi í 30 ár. Staðreyndin er hins vegar sú að íslenska liðið hefur ekki skorað hjá því þýska síðan. Liðin hafa mæst tíu sinnum á undanförnum 30 árum og markatalan er 39-0 þýska liðinu í vil. Síðasti leikur þjóðanna var í Algarve-bikarnum í mars 2014 og tapaðist hann 5-0. Mínúturnar nálgast nú þúsund.Jafntefli væri sigur Nú er stóra spurningin hvort það sé komið að tímamótum á móti þýsku grýlunni. Jafntefli væri sigur fyrir okkar stelpur enda eitthvað sem þær hafa aldrei afrekað á móti einu allra besta kvennalandsliðið heims. Leikurinn hefst klukkan tvö að íslenskum tíma.
Fótbolti Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti