Ómar Özcan til Íslandsbanka Hörður Ægisson skrifar 14. júní 2017 09:35 Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Norðurturninum í Kópavogi. Ómar Özcan, sem hefur starfað hjá Íslenskum verðbréfum frá því í ársbyrjun 2016, hefur verið ráðinn sem sérfræðingur í verðbréfamiðlun Íslandsbanka, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Ómar hafði áður meðal annars starfað í eigin viðskiptum hjá Arion banka og á árunum 2009 til 2011 var hann í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka og H.F. Verðbréfa. Árin 2007 og 2008 starfaði hann hjá Straumi fjárfestingabanka í eigin viðskiptum við fjárfestingar í innlendum sem og erlendum hlutabréfum ásamt því að halda utanum viðskiptavakt á innlendum hlutabréfum. Ómar Özcan hafði starfað hjá Íslenskum verðbréfum frá því í mars 2016.Með ráðningu Ómars er Íslandsbanki að bregðast við brotthvarfi Harðar Steinars Sigurjónssonar og Matei Manolesco en þeir hættu í verðbréfamiðlun bankans fyrir skemmstu. Hörður Steinar réð sig til Landsbankans á meðan Matei, sem hafði aðeins starfað hjá Íslandsbanka í um þrjá mánuði, fór til Fossa markaða þar sem hann á að fylla skarð Hannesar Árdals, sem lét af störfum hjá Fossum í apríl, í miðlun skuldabréfa. Uppfært klukkan 10:41 Íslandsbanki hefur sent frá sér tilkynningu í kjölfar fréttar Markaðarins. Þar kemur meðal annars fram að auk Ómars hafi Elmar Árnason tekið til starfa í verðbréfamiðlun bankans. Tilkynninguna í heild má sjá hér að neðan. Ómar Özcan og Elmar Árnason hafa verið ráðnir í verðbréfamiðlun Íslandsbanka. Verðbréfamiðlun er hluti af nýju sviði bankans, Fyrirtæki og fjárfestar, sem þjónar fjárfestum og stórum fyrirtækjum. Ómar er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík með meistaragráðu í Fjárfestingarstjórnun. Hann hefur undanfarið ár starfað við verðbréfamiðlun hjá Íslenskum verðbréfum og áður hjá Arion banka. Elmar Árnason er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og löggiltur verbréfamiðlari. Hann hefur starfað undanfarin tíu ár hjá VÍB, eignastýringu Íslandsbanka sem verðbréfaráðgjafi og viðskiptastjóri hjá Einkabankaþjónustu. Vilhelm Már Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Fyrirtækja og fjárfesta: „Það er mikill styrkur fyrir okkur að fá Elmar og Ómar til liðs við verðbréfamiðlun bankans en báðir hafa mikla reynslu á fjármálamarkaði. Undanfarin ár hefur íslenskt efnahagslíf verið að glæðast og við sjáum fjölmörg tækifæri á mörkuðum. Nýtt svið bankans, Fyrirtæki og fjárfestar, gefur okkur enn fleiri sóknarfæri og möguleika á að veita viðskiptavinum enn betri þjónustu.“ Ráðningar Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Ómar Özcan, sem hefur starfað hjá Íslenskum verðbréfum frá því í ársbyrjun 2016, hefur verið ráðinn sem sérfræðingur í verðbréfamiðlun Íslandsbanka, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Ómar hafði áður meðal annars starfað í eigin viðskiptum hjá Arion banka og á árunum 2009 til 2011 var hann í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka og H.F. Verðbréfa. Árin 2007 og 2008 starfaði hann hjá Straumi fjárfestingabanka í eigin viðskiptum við fjárfestingar í innlendum sem og erlendum hlutabréfum ásamt því að halda utanum viðskiptavakt á innlendum hlutabréfum. Ómar Özcan hafði starfað hjá Íslenskum verðbréfum frá því í mars 2016.Með ráðningu Ómars er Íslandsbanki að bregðast við brotthvarfi Harðar Steinars Sigurjónssonar og Matei Manolesco en þeir hættu í verðbréfamiðlun bankans fyrir skemmstu. Hörður Steinar réð sig til Landsbankans á meðan Matei, sem hafði aðeins starfað hjá Íslandsbanka í um þrjá mánuði, fór til Fossa markaða þar sem hann á að fylla skarð Hannesar Árdals, sem lét af störfum hjá Fossum í apríl, í miðlun skuldabréfa. Uppfært klukkan 10:41 Íslandsbanki hefur sent frá sér tilkynningu í kjölfar fréttar Markaðarins. Þar kemur meðal annars fram að auk Ómars hafi Elmar Árnason tekið til starfa í verðbréfamiðlun bankans. Tilkynninguna í heild má sjá hér að neðan. Ómar Özcan og Elmar Árnason hafa verið ráðnir í verðbréfamiðlun Íslandsbanka. Verðbréfamiðlun er hluti af nýju sviði bankans, Fyrirtæki og fjárfestar, sem þjónar fjárfestum og stórum fyrirtækjum. Ómar er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík með meistaragráðu í Fjárfestingarstjórnun. Hann hefur undanfarið ár starfað við verðbréfamiðlun hjá Íslenskum verðbréfum og áður hjá Arion banka. Elmar Árnason er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og löggiltur verbréfamiðlari. Hann hefur starfað undanfarin tíu ár hjá VÍB, eignastýringu Íslandsbanka sem verðbréfaráðgjafi og viðskiptastjóri hjá Einkabankaþjónustu. Vilhelm Már Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Fyrirtækja og fjárfesta: „Það er mikill styrkur fyrir okkur að fá Elmar og Ómar til liðs við verðbréfamiðlun bankans en báðir hafa mikla reynslu á fjármálamarkaði. Undanfarin ár hefur íslenskt efnahagslíf verið að glæðast og við sjáum fjölmörg tækifæri á mörkuðum. Nýtt svið bankans, Fyrirtæki og fjárfestar, gefur okkur enn fleiri sóknarfæri og möguleika á að veita viðskiptavinum enn betri þjónustu.“
Ráðningar Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira