Fyrrverandi Actavistoppar freista þess að kaupa verksmiðju Actavis Hörður Ægisson skrifar 14. júní 2017 07:00 Í júní 2015 var tilkynnt um að verksmiðjan yrði tekin úr notkun árið 2017 og 300 störf myndu tapast. vísir/eyþór Hópur fyrrverandi lykilstjórnenda og starfsmanna Actavis freistar þess nú að ganga frá kaupum á lyfjaverksmiðju fyrirtækisins í Hafnarfirði en eigandi hennar er ísraelska samheitalyfjafyrirtækið Teva. Talið er að kaupverðið geti verið í kringum 15 milljónir evra, jafnvirði um 1.700 milljóna íslenskra króna miðað við núverandi gengi, en vonir standa til að hægt verði að ganga frá kaupunum á allra næstu vikum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Á meðal þeirra sem leiða hópinn eru Stefán Jökull Sveinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri þróunarsviðs Actavis á heimsvísu, Torfi Rafn Halldórsson, eigandi íslenska lyfja- og heilbrigðisvörufyrirtækisins Williams & Hall, Bolli Thoroddsen, fyrrverandi sérfræðingur hjá Actavis Group, og Sigurgeir Guðlaugsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Novator Healthcare og Novator Partners, en hann stýrði jafnframt samruna og yfirtökum Actavis á árunum 2003 til 2006. Á undanförnum árum hefur Sigurgeir meðal annars verið framkvæmdastjóri líftæknifyrirtækisins Zymetech og starfrækt ráðgjafarfyrirtækið Citalfort Consulting.Stefán Jökull Sveinsson, fyrrverandi yfirmaður þróunarsviðs Actavis á heimsvísu.Hópurinn vinnur nú að því að ljúka við fjármögnun vegna fyrirhugaðra kaupa á verksmiðjunni en ýmsir innlendir fjárfestar eru sagðir áhugasamir um að það takist að viðhalda þeirri lyfjaframleiðslu á Íslandi sem lagðist af þegar verksmiðjan var tekin úr notkun í byrjun þessa árs. Á meðal fjárfesta sem leitað hefur verið til er Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, fyrrverandi forstjóri Actavis á Íslandi, en í samtali við Markaðinn sagðist hún ekki hafa tekið neina ákvörðun á þessu stigi um hvort hún myndi hafa aðkomu að kaupunum. Auk þeirrar fjárhæðar sem hópurinn þarf að reiða fram vegna kaupanna þarf líklega annað eins fjármagn til viðbótar eigi að tryggja rekstur og starfsemi verksmiðjunnar til að byrja með, að sögn þeirra sem þekkja vel til í lyfjageiranum. Það er fyrirtækjaráðgjöf Virðingar ásamt erlendum ráðgjafa sem leiðir söluferlið en formlegar viðræður við kaupendahópinn hófust fyrir um mánuði. ViðskiptaMogginn greindi frá því þann 4. maí síðastliðinn að tveir fjárfestahópar væru að bítast um að kaupa verksmiðjuna. Áform fyrrverandi yfirmanna og starfsmanna Actavis standa einkum til þess að nýta verksmiðjuna til lyfjaframleiðslu fyrir önnur lyfjafyrirtæki en auk þess er stefnt að því að fá markaðsleyfi fyrir framleiðslu á samheitalyfjum.Alvogen vildi kaupa verksmiðju Actavis Lyfjafyrirtækið Allergan, þáverandi móðurfélag Actavis á Íslandi, tilkynnti í júní 2015 um þá ákvörðun sína að verksmiðjunni í Hafnarfirði yrði lokað árið 2017 og að um 300 störf myndu tapast samhliða því. Frá því var greint í Fréttablaðinu skömmu síðar að lyfjafyrirtækið Alvogen, sem er stýrt af Róberti Wessman, fyrrverandi forstjóra Actavis, hefði gert formlegt tilboð í verksmiðju Actavis en það var með þeim skilyrðum að framleiðsla fyrir íslenska markaðinn myndi fylgja með í kaupunum. Ekki var áhugi fyrir því af hálfu Teva, núverandi móðurfélags Actavis á Íslandi, og því varð ekkert af kaupunum.Bolli Thoroddsen, fyrrverandi starfsmaður Actavis Group.Actavis hefur gengið kaupum og sölum á undanförnum árum. Lyfjafyrirtækið Watson keypti þannig félagið árið 2012 og sameinuðust þá fyrirtækin undir nafni Actavis en þremur árum síðar var nafninu breytt í Allergan. Starfsemin á Íslandi hefur hins vegar haldið Actavis-nafninu þrátt fyrir sameininguna við Allergan og síðar kaup Teva á samheitalyfjahluta Allergan fyrir rúmlega 40 milljarða Bandaríkjadala í ágúst 2016. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
Hópur fyrrverandi lykilstjórnenda og starfsmanna Actavis freistar þess nú að ganga frá kaupum á lyfjaverksmiðju fyrirtækisins í Hafnarfirði en eigandi hennar er ísraelska samheitalyfjafyrirtækið Teva. Talið er að kaupverðið geti verið í kringum 15 milljónir evra, jafnvirði um 1.700 milljóna íslenskra króna miðað við núverandi gengi, en vonir standa til að hægt verði að ganga frá kaupunum á allra næstu vikum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Á meðal þeirra sem leiða hópinn eru Stefán Jökull Sveinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri þróunarsviðs Actavis á heimsvísu, Torfi Rafn Halldórsson, eigandi íslenska lyfja- og heilbrigðisvörufyrirtækisins Williams & Hall, Bolli Thoroddsen, fyrrverandi sérfræðingur hjá Actavis Group, og Sigurgeir Guðlaugsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Novator Healthcare og Novator Partners, en hann stýrði jafnframt samruna og yfirtökum Actavis á árunum 2003 til 2006. Á undanförnum árum hefur Sigurgeir meðal annars verið framkvæmdastjóri líftæknifyrirtækisins Zymetech og starfrækt ráðgjafarfyrirtækið Citalfort Consulting.Stefán Jökull Sveinsson, fyrrverandi yfirmaður þróunarsviðs Actavis á heimsvísu.Hópurinn vinnur nú að því að ljúka við fjármögnun vegna fyrirhugaðra kaupa á verksmiðjunni en ýmsir innlendir fjárfestar eru sagðir áhugasamir um að það takist að viðhalda þeirri lyfjaframleiðslu á Íslandi sem lagðist af þegar verksmiðjan var tekin úr notkun í byrjun þessa árs. Á meðal fjárfesta sem leitað hefur verið til er Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, fyrrverandi forstjóri Actavis á Íslandi, en í samtali við Markaðinn sagðist hún ekki hafa tekið neina ákvörðun á þessu stigi um hvort hún myndi hafa aðkomu að kaupunum. Auk þeirrar fjárhæðar sem hópurinn þarf að reiða fram vegna kaupanna þarf líklega annað eins fjármagn til viðbótar eigi að tryggja rekstur og starfsemi verksmiðjunnar til að byrja með, að sögn þeirra sem þekkja vel til í lyfjageiranum. Það er fyrirtækjaráðgjöf Virðingar ásamt erlendum ráðgjafa sem leiðir söluferlið en formlegar viðræður við kaupendahópinn hófust fyrir um mánuði. ViðskiptaMogginn greindi frá því þann 4. maí síðastliðinn að tveir fjárfestahópar væru að bítast um að kaupa verksmiðjuna. Áform fyrrverandi yfirmanna og starfsmanna Actavis standa einkum til þess að nýta verksmiðjuna til lyfjaframleiðslu fyrir önnur lyfjafyrirtæki en auk þess er stefnt að því að fá markaðsleyfi fyrir framleiðslu á samheitalyfjum.Alvogen vildi kaupa verksmiðju Actavis Lyfjafyrirtækið Allergan, þáverandi móðurfélag Actavis á Íslandi, tilkynnti í júní 2015 um þá ákvörðun sína að verksmiðjunni í Hafnarfirði yrði lokað árið 2017 og að um 300 störf myndu tapast samhliða því. Frá því var greint í Fréttablaðinu skömmu síðar að lyfjafyrirtækið Alvogen, sem er stýrt af Róberti Wessman, fyrrverandi forstjóra Actavis, hefði gert formlegt tilboð í verksmiðju Actavis en það var með þeim skilyrðum að framleiðsla fyrir íslenska markaðinn myndi fylgja með í kaupunum. Ekki var áhugi fyrir því af hálfu Teva, núverandi móðurfélags Actavis á Íslandi, og því varð ekkert af kaupunum.Bolli Thoroddsen, fyrrverandi starfsmaður Actavis Group.Actavis hefur gengið kaupum og sölum á undanförnum árum. Lyfjafyrirtækið Watson keypti þannig félagið árið 2012 og sameinuðust þá fyrirtækin undir nafni Actavis en þremur árum síðar var nafninu breytt í Allergan. Starfsemin á Íslandi hefur hins vegar haldið Actavis-nafninu þrátt fyrir sameininguna við Allergan og síðar kaup Teva á samheitalyfjahluta Allergan fyrir rúmlega 40 milljarða Bandaríkjadala í ágúst 2016. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira