Mannfjöldinn gekk fylktu liði eftir Austurstræti en fjölmargir útbjuggu skilti til að koma baráttumálum sínum á framfæri.Vísir/Stefán
Margt var um manninn í miðbænum í dag í kröfugöngu verkalýðsins en gangan lét erfið veðurskilyrði í höfuðborginni ekki á sig fá. Samkvæmt dagskrá á vef ASÍ og VR safnaðist mannfjöldinn saman við Hlemm klukkan 13:00 í dag. Leiðin lá svo niður Laugaveg, með tilheyrandi undirleik lúðrasveita, og niður að Ingólfstorgi. Þá var einnig haldinn kröfufundur á Austurvelli.
Ljósmyndari Vísis kom víða við í dag og festi hátíðahöldin á filmu.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, ávarpaði mannfjöldann á Austurvelli en hann gagnrýndi stjórnvöld harkalega í ræðu sinni.Vísir/StefánÁ Austurvelli flutti formaður Öryrkjabandalags Íslands, Ellen Calmon, meðal annars ræðu en að þessu sinni lagði bandalagið áherslu á fátækt í verkalýðsgöngunni. „Við vekjum athygli á því að fjöldi Íslendinga þarf að velja á milli hversdagslegrar og jafvel lífsnauðsynlegrar vöru á degi hverjum, vegna þess að framfærsla þeirra dugar ekki fyrir öllu því sem til þarf að lifa mannsæmandi lífi,“ sagði Ellen í ræðu sinni.
Þá safnaðist fólk einnig saman í öðrum sveitarfélögum í tilefni verkalýðsdagsins, til að mynda Hafnarfirði, Akranesi, Ísafirði og Akureyri.
Hér að neðan má sjá fleiri myndir af hátíðahöldunum í Reykjavík.
Útifundur var haldinn á Ingólfstorgi en þar tóku fulltrúar ýmissa verkalýðsfélaga til máls.Vísir/StefánGöngumenn voru blautir á Austurvelli í dag.Vísir/StefánStéttarfélögin létu í sér heyra í kröfugöngunni við undirleik lúðrasveita.Vísir/Stefán