Síbrotamaður sem réðst á mann og rændi dæmdur í árs fangelsi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. júní 2017 14:55 Steindór á langan sakaferil að baki. Vísir/Pjetur Þrjátíu og fimm ára karlmaður, Steindór Hreinn Veigarsson, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á annan mann og rænt af honum síma og debetkorti í ágúst í fyrra. Honum var jafnframt gert að greiða hálfa milljón í miskabætur en maðurinn sem fyrir árásinni varð slasaðist talsvert. Atvikið átti sér stað við Klapparstíg í Reykjavík í ágúst á síðasta ári þar sem Steindóri var gefið að sök að hafa veist að hinum manninum með ítrekuðum höggum og spörkum í höfuð og búk. Þá á Steindór að hafa skipað manninum að afhenda sér peninga en hann var aðeins með síma og debetkort á sér. Afleiðingarnar voru þær að brotaþoli hlaut áverka víða um andlit og líkama; bólgur, mar og húðblæðingar, tannbrot, rifbrot og fleira. Steindór játaði brot sitt. Hann á að baki talsverðan sakaferil en frá árinu 1999 hefur hann verið dæmdur alls tíu sinnum fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, umferðarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Hann var árið 2012 dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir rán og fleira, og árið 2007 var hann dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir líkamsárásir. Hinn maðurinn fór fram á þrjár milljónir króna í miskabætur, en sem fyrr segir ákvað dómurinn 500 þúsund krónur. Þá var Steindóri gert að greiða 760 þúsund krónur í sakarkostnað og rúmar 700 þúsund krónur í lögmanns- og réttargæslukostnað. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Þrjátíu og fimm ára karlmaður, Steindór Hreinn Veigarsson, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á annan mann og rænt af honum síma og debetkorti í ágúst í fyrra. Honum var jafnframt gert að greiða hálfa milljón í miskabætur en maðurinn sem fyrir árásinni varð slasaðist talsvert. Atvikið átti sér stað við Klapparstíg í Reykjavík í ágúst á síðasta ári þar sem Steindóri var gefið að sök að hafa veist að hinum manninum með ítrekuðum höggum og spörkum í höfuð og búk. Þá á Steindór að hafa skipað manninum að afhenda sér peninga en hann var aðeins með síma og debetkort á sér. Afleiðingarnar voru þær að brotaþoli hlaut áverka víða um andlit og líkama; bólgur, mar og húðblæðingar, tannbrot, rifbrot og fleira. Steindór játaði brot sitt. Hann á að baki talsverðan sakaferil en frá árinu 1999 hefur hann verið dæmdur alls tíu sinnum fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, umferðarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Hann var árið 2012 dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir rán og fleira, og árið 2007 var hann dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir líkamsárásir. Hinn maðurinn fór fram á þrjár milljónir króna í miskabætur, en sem fyrr segir ákvað dómurinn 500 þúsund krónur. Þá var Steindóri gert að greiða 760 þúsund krónur í sakarkostnað og rúmar 700 þúsund krónur í lögmanns- og réttargæslukostnað.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira