Skilaboð frá hetju Sevilla á móti Liverpool: Vonandi sá AC Milan þennan leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2017 14:30 Wissam Ben Yedder fagnar marki í leiknum í gær. Vísir/Getty Fyrir meira en áratug þá tryggði Liverpool sér sigur í Meistaradeildinni þrátt fyrir að hafa verið 3-0 undir í hálfleik í úrslitaleiknum á móti AC Milan. Stuðningsmenn Liverpool eru duglegir að rifja upp þennan leik í Istanbul og þeir sem voru á staðnum hafa líka aldrei upplifað aðra eins gleðistund. Í gær var Liverpool liðið hinsvegar í hlutverki AC Milan í leik í Meistaradeildinni. Liverpool komst nefnilega í 3-0 á móti Sevilla í fyrri hálfleik og var svo gott sem búið að tryggja sér sigur og um leið sæti í sextán liða úrslitunum. Sevilla menn komu hinsvegar til baka, minnkuðu muninn í 3-2 með tveimur mörkum frá Wissam Ben Yedder og skoruðu síðan jöfnunarmarkið í uppbótartíma. Liverpool fór því í burtu með eitt stig og sætið í sextán liða úrslitunum er ekki tryggt ennþá. Wissam Ben Yedder, hetja Sevilla liðsins, fór á Twitter eftir leikinn og stríddi aðeins stuðningsmönnum Liverpool með því að skrifa: Vonandi sá AC Milan þennan leik.Hope @acmilan watched it pic.twitter.com/EbkaA5GGBy — Wissam Ben Yedder (@WissBenYedder) November 21, 2017 Wissam Ben Yedder setti seinna inn færslu þar sem hann hrósaði stuðningsmönnum Liverpool en það var svakalegt að horfa upp í stúkuna þar sem Liverpool stuðningsfólkið var eftir að Sevilla hafði jafnað metin. Liverpool stuðningsmennirnir stóðu þar allir sem einn steinrunnir. Með þessum tveimur mörkum þá er Wissam Ben Yedder kominn með átta Meistaradeildarmörk fyrir Sevilla og er því búinn að bæta félagsmet Frédéric Kanouté sem skoraði á sínum tíma sjö mörk fyrir Sevilla í Meistaradeildinni. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjá meira
Fyrir meira en áratug þá tryggði Liverpool sér sigur í Meistaradeildinni þrátt fyrir að hafa verið 3-0 undir í hálfleik í úrslitaleiknum á móti AC Milan. Stuðningsmenn Liverpool eru duglegir að rifja upp þennan leik í Istanbul og þeir sem voru á staðnum hafa líka aldrei upplifað aðra eins gleðistund. Í gær var Liverpool liðið hinsvegar í hlutverki AC Milan í leik í Meistaradeildinni. Liverpool komst nefnilega í 3-0 á móti Sevilla í fyrri hálfleik og var svo gott sem búið að tryggja sér sigur og um leið sæti í sextán liða úrslitunum. Sevilla menn komu hinsvegar til baka, minnkuðu muninn í 3-2 með tveimur mörkum frá Wissam Ben Yedder og skoruðu síðan jöfnunarmarkið í uppbótartíma. Liverpool fór því í burtu með eitt stig og sætið í sextán liða úrslitunum er ekki tryggt ennþá. Wissam Ben Yedder, hetja Sevilla liðsins, fór á Twitter eftir leikinn og stríddi aðeins stuðningsmönnum Liverpool með því að skrifa: Vonandi sá AC Milan þennan leik.Hope @acmilan watched it pic.twitter.com/EbkaA5GGBy — Wissam Ben Yedder (@WissBenYedder) November 21, 2017 Wissam Ben Yedder setti seinna inn færslu þar sem hann hrósaði stuðningsmönnum Liverpool en það var svakalegt að horfa upp í stúkuna þar sem Liverpool stuðningsfólkið var eftir að Sevilla hafði jafnað metin. Liverpool stuðningsmennirnir stóðu þar allir sem einn steinrunnir. Með þessum tveimur mörkum þá er Wissam Ben Yedder kominn með átta Meistaradeildarmörk fyrir Sevilla og er því búinn að bæta félagsmet Frédéric Kanouté sem skoraði á sínum tíma sjö mörk fyrir Sevilla í Meistaradeildinni.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjá meira