Faðir á Suðurlandi grunaður um að hafa nauðgað enn einni dóttur sinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2017 10:27 Faðirinn hefur verið úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Vísir/Heiða Hæstiréttur hefur staðfest þriggja vikna gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á tveimur dætrum sínum. Maðurinn hlaut árið 1991 tíu mánaða dóm fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn þriðju dótturinni, þeirri elstu. Lögreglustjórinn á Suðurlandi fór fram á gæsluvarðhaldið með tilliti til almannahagsmuna en meint brot hans geta varðað allt að sextán ára fangelsi. Héraðsdómur féllst á gæsluvarðhaldið en lögmaður mannsins kærði niðurstöðuna til Hæstaréttar. Hæstiréttur staðfesti úrskurðinn með dómi sínum í gær.Handtekinn fjórum vikum eftir tilkynningu Það var félagsmálastjóri í sveitarfélaginu þar sem fólkið býr sem tilkynnti meint brot föðurins gagnvart yngstu dóttur sinni til lögreglu þann 2. október. Mun stúlkan hafa greint frá því í skýrslutöku hjá lögreglu að faðirinn hafi í það minnsta þrisvar sinnum haft samfarir við hana þegar hún var á aldrinum fimm til sex ára. Þá bjó fjölskyldan erlendis. Í öll skiptin hafi þau feðginin verið ein á ferðalagi og gist á hóteli þar sem brotin voru framin. Faðirinn hafi ítrekað beðið hana um að greina móður þeirra ekki frá því sem gerðist. Stúlkan er nú nokkrum árum eldri og sagði fyrst frá brotunum nýverið í samtölum við vinkonur sínar. Þá hafi systirin sagt að eldri systir sín hafi greint frá samskonar brotum gagnvart sér í samskonar ferðum. Það mál er á borði héraðssaksóknara. Faðirinn var handtekinn þann 31. október en hann neitar sök. Hann hefur staðfest að hafa farið tvisvar eða þrisvar með yngstu dótturina í umræddar ferðir þar sem gist hafi verið á hóteli. Lýsingar hans á hótelherberginu eru áþekkar lýsingar dótturinnar.Trúverðugur framburður dóttur Að mati lögreglu er framburður stúlkunnar afar trúverðugur. Ekkert hafi komið fram sem gefi tilefni til að draga frásögn hennar í efa. Framburður föðurins styðji í öllum tilfellum framburð dótturinnar þótt hann neiti sök. Enn á eftir að taka skýrslur af nokkrum aðilum, meðal annars vinum og félögum dótturinnar. Þá hafi dóttirin farið í viðtalsmeðferð í barnahúsi og afla þurfi greinargerðar þaðan, að því er segir í kröfu lögreglustjórans um gæsluvarðhald. Í kröfunni kemur einnig fram að faðirinn hafi verið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara vegna meints kynferðisbrots gegn næstelstu dótturinni. Hennar frásögn er áþekk þeirrar yngstu, faðirinn hafi brotið á henni á heimili þeirra erlendis þegar hún var fimm til sex ára. Hafi verið um að ræða samfarir, segir í greinargerð lögreglustjórans en faðirinn hafi látið af brotum sínum þegar fjölskyldan flutti aftur til Íslands árið 2012. Faðirinn hafi beðið dóttur sína að segja engum frá og lofað að gera þetta aldrei aftur. Faðirinn neitar sök í málinu.Játaði brot gegn elstu dóttur árið 1991 Faðirinn hlaut tíu mánaða fangelsisdóm árið 1991 fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn elstu dóttur sinni þegar hún var 5-7 ára gömul. Hann játaði alfarið sök fyrir dómi. Héraðsdómur féllst á það með lögreglustjóranum á Suðurlandi að maðurinn þurfi að sæta gæsluvarðhaldi enda sé hann talinn hættulegur umhverfi sínu. Þá stríði það gegn réttarvitund almennings að hann gangi laus á meðan málin séu til rannsóknar.Dóm Hæstaréttar má lesa hér. Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest þriggja vikna gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á tveimur dætrum sínum. Maðurinn hlaut árið 1991 tíu mánaða dóm fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn þriðju dótturinni, þeirri elstu. Lögreglustjórinn á Suðurlandi fór fram á gæsluvarðhaldið með tilliti til almannahagsmuna en meint brot hans geta varðað allt að sextán ára fangelsi. Héraðsdómur féllst á gæsluvarðhaldið en lögmaður mannsins kærði niðurstöðuna til Hæstaréttar. Hæstiréttur staðfesti úrskurðinn með dómi sínum í gær.Handtekinn fjórum vikum eftir tilkynningu Það var félagsmálastjóri í sveitarfélaginu þar sem fólkið býr sem tilkynnti meint brot föðurins gagnvart yngstu dóttur sinni til lögreglu þann 2. október. Mun stúlkan hafa greint frá því í skýrslutöku hjá lögreglu að faðirinn hafi í það minnsta þrisvar sinnum haft samfarir við hana þegar hún var á aldrinum fimm til sex ára. Þá bjó fjölskyldan erlendis. Í öll skiptin hafi þau feðginin verið ein á ferðalagi og gist á hóteli þar sem brotin voru framin. Faðirinn hafi ítrekað beðið hana um að greina móður þeirra ekki frá því sem gerðist. Stúlkan er nú nokkrum árum eldri og sagði fyrst frá brotunum nýverið í samtölum við vinkonur sínar. Þá hafi systirin sagt að eldri systir sín hafi greint frá samskonar brotum gagnvart sér í samskonar ferðum. Það mál er á borði héraðssaksóknara. Faðirinn var handtekinn þann 31. október en hann neitar sök. Hann hefur staðfest að hafa farið tvisvar eða þrisvar með yngstu dótturina í umræddar ferðir þar sem gist hafi verið á hóteli. Lýsingar hans á hótelherberginu eru áþekkar lýsingar dótturinnar.Trúverðugur framburður dóttur Að mati lögreglu er framburður stúlkunnar afar trúverðugur. Ekkert hafi komið fram sem gefi tilefni til að draga frásögn hennar í efa. Framburður föðurins styðji í öllum tilfellum framburð dótturinnar þótt hann neiti sök. Enn á eftir að taka skýrslur af nokkrum aðilum, meðal annars vinum og félögum dótturinnar. Þá hafi dóttirin farið í viðtalsmeðferð í barnahúsi og afla þurfi greinargerðar þaðan, að því er segir í kröfu lögreglustjórans um gæsluvarðhald. Í kröfunni kemur einnig fram að faðirinn hafi verið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara vegna meints kynferðisbrots gegn næstelstu dótturinni. Hennar frásögn er áþekk þeirrar yngstu, faðirinn hafi brotið á henni á heimili þeirra erlendis þegar hún var fimm til sex ára. Hafi verið um að ræða samfarir, segir í greinargerð lögreglustjórans en faðirinn hafi látið af brotum sínum þegar fjölskyldan flutti aftur til Íslands árið 2012. Faðirinn hafi beðið dóttur sína að segja engum frá og lofað að gera þetta aldrei aftur. Faðirinn neitar sök í málinu.Játaði brot gegn elstu dóttur árið 1991 Faðirinn hlaut tíu mánaða fangelsisdóm árið 1991 fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn elstu dóttur sinni þegar hún var 5-7 ára gömul. Hann játaði alfarið sök fyrir dómi. Héraðsdómur féllst á það með lögreglustjóranum á Suðurlandi að maðurinn þurfi að sæta gæsluvarðhaldi enda sé hann talinn hættulegur umhverfi sínu. Þá stríði það gegn réttarvitund almennings að hann gangi laus á meðan málin séu til rannsóknar.Dóm Hæstaréttar má lesa hér.
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira