Erlent

Hollywood-leikstjóri sakaður um áreitni: Fróaði sér með rækjukokteil í hendi fyrir framan leikkonu

Birgir Olgeirsson skrifar
L.A. Times hefur tekið saman sögur sex kvenna um leikstjórann Brett Ratner.
L.A. Times hefur tekið saman sögur sex kvenna um leikstjórann Brett Ratner. Vísir/Getty
Leikstjórinn Brett Ratner hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni. L.A. Times hefur tekið saman sögur sex kvenna, þar á meðal leikkvennanna Olivia Munn og Natasha Henstridge, sem saka leikstjórann um ágenga, hrottalega og óæskilega kynferðislega hegðun.

Henstridge segir frá þegar hún var nítján ára gömul fyrirsæta á tíunda áratug síðustu aldar og að leika í tónlistarmyndbandi sem Ratner leikstýrði.

Þegar hún vaknaði ein í rúmi með honum eftir gleðskap ætlaði hún sér að fara en Ratner hafi meinað henni það og neitt hana til að hafa við sig munnmök.

Olivia Munn segist hafa heimsótt Ratner á tökustað myndarinnar After the Sunset árið 2004 þar sem hann fróaði sér fyrir framan hana á meðan hann hélt á rækjukokteil.

Ratner hafði haldið því fram áður að hann hefði átt í sambandi við Munn, en í samtali við L.A. Times neitaði hún þeirri staðhæfingu hans. Hún sagði að Ratner hefði haldið áfram áreitni í hennar garð á förnum vegi og meðal annars sagt henni að hann hefði fróað sér yfir bunka af tímaritum sem prýddu myndir af henni.

Leikstjórinn á að baki myndir á borð við Rush Hour-þríleikinn og Red Dragon, ásamt fjölda tónlistarmyndbanda, sjónvarpsþátta og sjónvarpsmynda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×