Dapurlegt að fyrrverandi forystumaður gangi úr flokknum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. september 2017 14:33 Ákvörðun Sigmundar kom Sigurði Inga ekki á óvart. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að ákvörðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að segja skilið við flokkinn sé dapurleg en að hún komi honum ekki á óvart. Hann segir margt hafa bent til þess undanfarin misseri að Sigmundur Davíð væri óánægður með stöðu sína innan flokksins. „Það er auðvitað dapurlegt þegar fyrrverandi forystumaður úr Framsóknarflokknum gengur úr honum. Það eru svona mín fyrstu viðbrögð,“ segir Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu.Kemur þetta þér á óvart? „Kannski ekki fullkomlega á óvart, óvænt að það gerist við þessar aðstæður en auðvitað hef ég tekið eftir, bæði yfirlýsingum hans og þeirri staðreynd að það var stofnað sérstakt félag í vor fyrir þá sem töldu sig ekki hafa vettvang innan Framsóknarflokksins sem ég hef reyndar aldrei skilið en það var kannski vísbending um það sem koma skyldi síðar.“Sjá einnig: Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Þar vísar Sigurður í Framfarafélagið svokallaða sem Sigmundur Davíð stofnaði til í vor. Í opnu bréfi sem Sigmundur skrifaði til flokksmanna Framsóknar í dag segir hann að félaginu hafi verið ætlað að „halda utan um þann hóp Framsóknarmanna sem vildi sjá framhald á því hvernig við unnum hlutina á árunum 2009-2016 en einnig fyrir fólk sem stendur utan flokksins en vill sjá framfarir á sömu forsendum.“ Í bréfinu rifjar Sigmundur upp Panamaskjölin og segir að eftir að hart hafi verið sótt að honum síðastliðið vor hafi hann ákveðið að stíga til hliðar sem forsætisráðherra. Hann segist hafa samið við Sigurð Inga Jóhannsson, sem þá var varaformaður flokksins, um að taka við forsætisráðuneytinu og segist hafa tekið af honum loforð um að hann færi ekki gegn sér í formannskosningu flokksins síðasta haust. Hann segir að alls hafi sex sinnum verið gerð tilraun til að fella hann sem formann og það hafi loks tekist síðasta haust. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks. 24. september 2017 11:56 Sigmundur Davíð sagður ætla að ganga til liðs við Samvinnuflokkinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, gengur til liðs við Samvinnuflokkinn fyrir komandi kosningar. 24. september 2017 12:52 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að ákvörðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að segja skilið við flokkinn sé dapurleg en að hún komi honum ekki á óvart. Hann segir margt hafa bent til þess undanfarin misseri að Sigmundur Davíð væri óánægður með stöðu sína innan flokksins. „Það er auðvitað dapurlegt þegar fyrrverandi forystumaður úr Framsóknarflokknum gengur úr honum. Það eru svona mín fyrstu viðbrögð,“ segir Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu.Kemur þetta þér á óvart? „Kannski ekki fullkomlega á óvart, óvænt að það gerist við þessar aðstæður en auðvitað hef ég tekið eftir, bæði yfirlýsingum hans og þeirri staðreynd að það var stofnað sérstakt félag í vor fyrir þá sem töldu sig ekki hafa vettvang innan Framsóknarflokksins sem ég hef reyndar aldrei skilið en það var kannski vísbending um það sem koma skyldi síðar.“Sjá einnig: Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Þar vísar Sigurður í Framfarafélagið svokallaða sem Sigmundur Davíð stofnaði til í vor. Í opnu bréfi sem Sigmundur skrifaði til flokksmanna Framsóknar í dag segir hann að félaginu hafi verið ætlað að „halda utan um þann hóp Framsóknarmanna sem vildi sjá framhald á því hvernig við unnum hlutina á árunum 2009-2016 en einnig fyrir fólk sem stendur utan flokksins en vill sjá framfarir á sömu forsendum.“ Í bréfinu rifjar Sigmundur upp Panamaskjölin og segir að eftir að hart hafi verið sótt að honum síðastliðið vor hafi hann ákveðið að stíga til hliðar sem forsætisráðherra. Hann segist hafa samið við Sigurð Inga Jóhannsson, sem þá var varaformaður flokksins, um að taka við forsætisráðuneytinu og segist hafa tekið af honum loforð um að hann færi ekki gegn sér í formannskosningu flokksins síðasta haust. Hann segir að alls hafi sex sinnum verið gerð tilraun til að fella hann sem formann og það hafi loks tekist síðasta haust.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks. 24. september 2017 11:56 Sigmundur Davíð sagður ætla að ganga til liðs við Samvinnuflokkinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, gengur til liðs við Samvinnuflokkinn fyrir komandi kosningar. 24. september 2017 12:52 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks. 24. september 2017 11:56
Sigmundur Davíð sagður ætla að ganga til liðs við Samvinnuflokkinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, gengur til liðs við Samvinnuflokkinn fyrir komandi kosningar. 24. september 2017 12:52