Sigurður A. Magnússon er látinn Anton Egilsson skrifar 3. apríl 2017 18:52 Sigurður A. Magnússon Vísir Rithöfundurinn Sigurður A. Magnússon er látinn, 89 ára að aldri. Sigurður var afkastamikill rithöfundur og skrifaði fjölda bóka á íslensku og ensku, þar á meðal skáldsögur, ljóð, leikrit, ferðasögur, endurminningabækur, greinasöfn og bækur um íslenska hestinn. Sigurður fæddist að Móum á Kjalarnesi árið 1928. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og stundaði nám í guðfræði, grísku, trúarbragðasögu og bókmenntum við Háskóla Íslands, Kaupmannahafnarháskóla og háskólann í Aþenu. Á starfsferli sínum starfaði Sigurður meðal annars sem útvarpsfyrirlesari hjá Sameinuðu þjóðunum, kenndi íslensku við The City College of New York og var ritstjóri bæði Lesbókar Morgunblaðsins og Samvinnunnar. Fyrsta bókin sem Sigurður sendi frá sér var ferðasagan Grískir reisudagar sem kom út árið 1953. Eflaust þekktasta bók Sigurður var fyrsta bindi endurminninga hans, Undir kalstjörnu, sem kom út árið 1979. Fyrir hana hlaut hann Menningarverðlaun DV árið 1980. Þá hlaut Sigurður einnig viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins árið 1985 og Evrópsku bókmenntaverðlaunin, kennd við Jean Monnet, árið 1995. Hann gerður að heiðursfélaga í Rithöfundasambandi Íslands árið 1994. Sigurður vann ötullega að félagsmálum í gegnum ævina og gegndi formannsstöðu í fjölmörgum samtökum og félögum. Hann var t.a.m fyrsti formaður Rithöfundarsambands Íslands og gegndi formennsku í Norræna rithöfundaráðinu. Þá sat Sigurður í dómnefnd um Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í um 9 ára skeið. Ásamt því að skrifa bækur var hann einnig afkastamikill þýðandi og þýddi mikið úr dönsku, ensku, grísku og þýsku, þar á meðal verk eftir H.C. Andersen, Bertolt Brecht, Gíorgos Seferis, Pandelis Prevalakis, Walt Whitman, James Joyce, Nagíb Mahfúz, Kazuo Ishiguro, John Fowles og Ernest Hemingway. Farið er ítarlega yfir ævi og störf Sigurður á bókmenntavef Borgarbókasafns Reykjavíkur. Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Rithöfundurinn Sigurður A. Magnússon er látinn, 89 ára að aldri. Sigurður var afkastamikill rithöfundur og skrifaði fjölda bóka á íslensku og ensku, þar á meðal skáldsögur, ljóð, leikrit, ferðasögur, endurminningabækur, greinasöfn og bækur um íslenska hestinn. Sigurður fæddist að Móum á Kjalarnesi árið 1928. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og stundaði nám í guðfræði, grísku, trúarbragðasögu og bókmenntum við Háskóla Íslands, Kaupmannahafnarháskóla og háskólann í Aþenu. Á starfsferli sínum starfaði Sigurður meðal annars sem útvarpsfyrirlesari hjá Sameinuðu þjóðunum, kenndi íslensku við The City College of New York og var ritstjóri bæði Lesbókar Morgunblaðsins og Samvinnunnar. Fyrsta bókin sem Sigurður sendi frá sér var ferðasagan Grískir reisudagar sem kom út árið 1953. Eflaust þekktasta bók Sigurður var fyrsta bindi endurminninga hans, Undir kalstjörnu, sem kom út árið 1979. Fyrir hana hlaut hann Menningarverðlaun DV árið 1980. Þá hlaut Sigurður einnig viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins árið 1985 og Evrópsku bókmenntaverðlaunin, kennd við Jean Monnet, árið 1995. Hann gerður að heiðursfélaga í Rithöfundasambandi Íslands árið 1994. Sigurður vann ötullega að félagsmálum í gegnum ævina og gegndi formannsstöðu í fjölmörgum samtökum og félögum. Hann var t.a.m fyrsti formaður Rithöfundarsambands Íslands og gegndi formennsku í Norræna rithöfundaráðinu. Þá sat Sigurður í dómnefnd um Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í um 9 ára skeið. Ásamt því að skrifa bækur var hann einnig afkastamikill þýðandi og þýddi mikið úr dönsku, ensku, grísku og þýsku, þar á meðal verk eftir H.C. Andersen, Bertolt Brecht, Gíorgos Seferis, Pandelis Prevalakis, Walt Whitman, James Joyce, Nagíb Mahfúz, Kazuo Ishiguro, John Fowles og Ernest Hemingway. Farið er ítarlega yfir ævi og störf Sigurður á bókmenntavef Borgarbókasafns Reykjavíkur.
Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira