Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Ritstjórn skrifar
Fyrrverandi starfsmaður á Kópavogshæli segir það hafa verið mikinn létti þegar stofnunin var lögð niður. Hann segir viðhorf starfsmanna þar hafa verið framan af að sinna aðeins grunnþörfum íbúanna, og í kvöldfréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö, lýsir hann meðal annars ofbeldi sem tólf ára gamall drengur varð fyrir.

„Það virðist vera oft ríkt hjá fólki sem er að byrja að vinna að það hafi einhvers konar vald ... Einhvern veginn virðist það vera í eðli okkar að stjórna en ekki endilega þjóna og við þurfum alltaf að passa það," segir hann.

Í fréttunum verður einnig rætt við systur drengs sem vistaður var á hælinu, en hún segir hann aldrei munu bíða þess bætur. Við verðum þó einnig á léttu nótunum og fylgjumst með fjórum hvítum ljónsungum sem fóru í sviðsljósið í fyrsta sinn í vikunni, en hvít ljón eru í útrýmingarhættu í heiminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×