Ráðist á íslenska stúlku í Búlgaríu Jakob Bjarnar og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 8. júní 2017 08:00 Um var að ræða hóp útskriftanema úr Verzlunarskólanum, en hluta hópsins var tilkynnt um atvikið. Visir/Vilhelm Íslenskri stúlku var nauðgað í Búlgaríu í síðustu viku þar sem hún var með hópi útskriftarnema frá Verzlunarskóla Íslands. Morgunblaðið greindi frá þessu í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu gerðist árásin með þeim hætti að stúlkan var numin brott af leigubíl og síðan brotið gegn henni. Árásarmaðurinn er erlendur. Hópurinn var í útskriftaferð sem skipulögð var af ferðaskrifstofunni Tripical og dvaldist hópurinn í Burgas, sem er við strandsvæðið Sunny Beach. Hluta hópsins, sem telur um 230 manns, var tilkynnt um árásina og eftir því sem fréttastofa kemst næst er stúlkan komin aftur til landsins en ferðaskrifstofan gekkst fyrir því að svo gæti orðið þá þegar.Uppfært klukkan 10:15 Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans, hafði ekki heyrt um málið þegar Vísir ræddi við hann í gær, sagði hópinn ekki á vegum skólans í þeim skilningi. Um væri að ræða ungt fólk sem væri útskrifað. „Við höfum ekkert um þessa ferð að segja þannig. Enginn starfsmaður skólans er með í ferðinni," sagði Ingi í gær. En lét það jafnframt fylgja sögunni að þau í skólanum reyndu að fylgjast með hópnum og væru í góðum samskiptum við sína fyrrum nemendur. Vísir reyndi ítrekað í allan gærdag að ná tali af þeim yfirlögregluþjónum Grími Grímssyni og Friðriki Smára Björgvinssyni vegna málsins en án árangurs. Vísir ræddi við Styrmi Elí Ingólfsson hjá Tripical í gær og svo aftur í morgun. En Styrmir Elí er jafnframt fyrrverandi formaður nemendafélagsins í Verzlunarskólanum. Hann ítrekaði að stefna fyrirtækisins væri trúnaðar við viðskiptavini og hann gæti ekkert tjáð sig um málsatvik sem sneru að einstökum farþegum. Styrmir Elí sagði þó að engin kæra hafi verið lögð fram vegna neinna mála þar ytra. Ferðin er mjög farin að styttast í annan endann og er von á hópnum til Íslands innan tíðar. Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Íslenskri stúlku var nauðgað í Búlgaríu í síðustu viku þar sem hún var með hópi útskriftarnema frá Verzlunarskóla Íslands. Morgunblaðið greindi frá þessu í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu gerðist árásin með þeim hætti að stúlkan var numin brott af leigubíl og síðan brotið gegn henni. Árásarmaðurinn er erlendur. Hópurinn var í útskriftaferð sem skipulögð var af ferðaskrifstofunni Tripical og dvaldist hópurinn í Burgas, sem er við strandsvæðið Sunny Beach. Hluta hópsins, sem telur um 230 manns, var tilkynnt um árásina og eftir því sem fréttastofa kemst næst er stúlkan komin aftur til landsins en ferðaskrifstofan gekkst fyrir því að svo gæti orðið þá þegar.Uppfært klukkan 10:15 Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans, hafði ekki heyrt um málið þegar Vísir ræddi við hann í gær, sagði hópinn ekki á vegum skólans í þeim skilningi. Um væri að ræða ungt fólk sem væri útskrifað. „Við höfum ekkert um þessa ferð að segja þannig. Enginn starfsmaður skólans er með í ferðinni," sagði Ingi í gær. En lét það jafnframt fylgja sögunni að þau í skólanum reyndu að fylgjast með hópnum og væru í góðum samskiptum við sína fyrrum nemendur. Vísir reyndi ítrekað í allan gærdag að ná tali af þeim yfirlögregluþjónum Grími Grímssyni og Friðriki Smára Björgvinssyni vegna málsins en án árangurs. Vísir ræddi við Styrmi Elí Ingólfsson hjá Tripical í gær og svo aftur í morgun. En Styrmir Elí er jafnframt fyrrverandi formaður nemendafélagsins í Verzlunarskólanum. Hann ítrekaði að stefna fyrirtækisins væri trúnaðar við viðskiptavini og hann gæti ekkert tjáð sig um málsatvik sem sneru að einstökum farþegum. Styrmir Elí sagði þó að engin kæra hafi verið lögð fram vegna neinna mála þar ytra. Ferðin er mjög farin að styttast í annan endann og er von á hópnum til Íslands innan tíðar.
Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira