Auka stuðning við heimamenn gegn ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2017 14:21 Meðlimir SDF á göngu nærri Raqqa. Vísir/AFP Bandalag vopnaðra hópa í Sýrlandi hefur fengið brynvarðar bifreiðar frá Bandaríkjunum til að nota í bardögum gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. Syrian Democratic Forces eða SDF segja þetta til marks um aukinn stuðning frá Bandaríkjunum, en líklegt þykir að aðstoðin muni reiða yfirvöld í Tyrklandi. Stærsti hópur SDF eru kúrdíski hópurinn YPG en hann hefur tengsl við Verkamannaflokk Kúrda í Tyrklandi, sem yfirvöld þar skilgreina sem hryðjuverkasamtök. Sýrlenskir Kúrdar hafa verið helstu bandamenn Bandaríkjanna gegn ISIS í Sýrlandi og hafa rekið vígamenn samtakanna frá stórum hluta landsins, með stuðningi frá sérsveitum og loftárásum Bandaríkjanna. Nú sækja SDF gegn Raqqa, höfuðborg ISIS, og undirbúa að loka síðustu leiðinni úr borginni, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. „Við höfum ekki fengið stuðning í þessu formi áður. Við höfum fengið létt vopn og skotfæri,“ segir Talal Silo, talsmaður SDF, við Reuters. „Það eru ummerki um meiri stuðning frá nýrri ríkisstjórn Bandaríkjanna.“ Þó tók hann fram að ekki væri um margar bifreiðar að ræða, án þess að gefa upp fjölda þeirra. Markmið SDF er að umkringja Raqqa en fyrst ætla þeir að hertaka veginn á milli borgarinnar og Deir al-Zor-héraðs. ISIS-liðar stjórna því nánast öllu og hafa á undanförnum vikum lagt mikið kapp í að ná tökum á nokkrum smáum svæðum sem stjórnarher Bashar al-Assad stjórnar enn. Með því að ná þeim vegi myndi SDF veita ISIS þungt högg. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tyrkir ráðast gegn ISIS og Kúrdum í Sýrlandi Stórskotaárásir Tyrkja eru sagðar undirbúningur fyrir sókn uppreisnarhópa við landamæri Sýrlands og Tyrklands. 23. ágúst 2016 07:45 Hefja sókn gegn „höfuðborg“ Íslamska ríkisins Herbandalag Kúrda og Araba segir innrás í sýrlensku borgina Raqqa hafna. 6. nóvember 2016 15:22 Líkir Kúrdum við Íslamska ríkið Utanríkisráðherra Tyrkja segir ekki koma til greina að Kúrdar komi að friðarviðræðum í Sýrlandi. 14. janúar 2017 19:00 Tyrkir og Kúrdar semja um vopnahlé Bandaríkin eiga að halda utan um vopnahléið 30. ágúst 2016 14:49 „Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30 Kúrdar sækjast eftir loftvarnarvopnum Yfirvöld í Rússlandi segja ákvörðun Bandaríkjanna að draga úr takmörkunum á vopnaveitingum til ýmissa hópa í Sýrlandi vera beina ógn gegn flugmönnum sínum. 27. desember 2016 20:34 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Bandalag vopnaðra hópa í Sýrlandi hefur fengið brynvarðar bifreiðar frá Bandaríkjunum til að nota í bardögum gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. Syrian Democratic Forces eða SDF segja þetta til marks um aukinn stuðning frá Bandaríkjunum, en líklegt þykir að aðstoðin muni reiða yfirvöld í Tyrklandi. Stærsti hópur SDF eru kúrdíski hópurinn YPG en hann hefur tengsl við Verkamannaflokk Kúrda í Tyrklandi, sem yfirvöld þar skilgreina sem hryðjuverkasamtök. Sýrlenskir Kúrdar hafa verið helstu bandamenn Bandaríkjanna gegn ISIS í Sýrlandi og hafa rekið vígamenn samtakanna frá stórum hluta landsins, með stuðningi frá sérsveitum og loftárásum Bandaríkjanna. Nú sækja SDF gegn Raqqa, höfuðborg ISIS, og undirbúa að loka síðustu leiðinni úr borginni, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. „Við höfum ekki fengið stuðning í þessu formi áður. Við höfum fengið létt vopn og skotfæri,“ segir Talal Silo, talsmaður SDF, við Reuters. „Það eru ummerki um meiri stuðning frá nýrri ríkisstjórn Bandaríkjanna.“ Þó tók hann fram að ekki væri um margar bifreiðar að ræða, án þess að gefa upp fjölda þeirra. Markmið SDF er að umkringja Raqqa en fyrst ætla þeir að hertaka veginn á milli borgarinnar og Deir al-Zor-héraðs. ISIS-liðar stjórna því nánast öllu og hafa á undanförnum vikum lagt mikið kapp í að ná tökum á nokkrum smáum svæðum sem stjórnarher Bashar al-Assad stjórnar enn. Með því að ná þeim vegi myndi SDF veita ISIS þungt högg.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tyrkir ráðast gegn ISIS og Kúrdum í Sýrlandi Stórskotaárásir Tyrkja eru sagðar undirbúningur fyrir sókn uppreisnarhópa við landamæri Sýrlands og Tyrklands. 23. ágúst 2016 07:45 Hefja sókn gegn „höfuðborg“ Íslamska ríkisins Herbandalag Kúrda og Araba segir innrás í sýrlensku borgina Raqqa hafna. 6. nóvember 2016 15:22 Líkir Kúrdum við Íslamska ríkið Utanríkisráðherra Tyrkja segir ekki koma til greina að Kúrdar komi að friðarviðræðum í Sýrlandi. 14. janúar 2017 19:00 Tyrkir og Kúrdar semja um vopnahlé Bandaríkin eiga að halda utan um vopnahléið 30. ágúst 2016 14:49 „Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30 Kúrdar sækjast eftir loftvarnarvopnum Yfirvöld í Rússlandi segja ákvörðun Bandaríkjanna að draga úr takmörkunum á vopnaveitingum til ýmissa hópa í Sýrlandi vera beina ógn gegn flugmönnum sínum. 27. desember 2016 20:34 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Tyrkir ráðast gegn ISIS og Kúrdum í Sýrlandi Stórskotaárásir Tyrkja eru sagðar undirbúningur fyrir sókn uppreisnarhópa við landamæri Sýrlands og Tyrklands. 23. ágúst 2016 07:45
Hefja sókn gegn „höfuðborg“ Íslamska ríkisins Herbandalag Kúrda og Araba segir innrás í sýrlensku borgina Raqqa hafna. 6. nóvember 2016 15:22
Líkir Kúrdum við Íslamska ríkið Utanríkisráðherra Tyrkja segir ekki koma til greina að Kúrdar komi að friðarviðræðum í Sýrlandi. 14. janúar 2017 19:00
„Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30
Kúrdar sækjast eftir loftvarnarvopnum Yfirvöld í Rússlandi segja ákvörðun Bandaríkjanna að draga úr takmörkunum á vopnaveitingum til ýmissa hópa í Sýrlandi vera beina ógn gegn flugmönnum sínum. 27. desember 2016 20:34