Aðalritari Sameinuðu þjóðanna varar við landamæraeftirliti sem byggir á fordómum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 31. janúar 2017 23:30 Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir að leggja þurfi áherslu á að landamæraeftirlit mismuni ekki fólki. Vísir/AFP Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir að leggja þurfi áherslu á að landamæraeftirlit mismuni ekki fólki. Talið er að með yfirlýsingu sinni vilji Guterres gagnrýna tilskipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem meinar ríkisborgurum sjö múslimalanda að ferðast til Bandaríkjanna. Tilskipunina undirritaði Trump síðastliðinn föstudag og sagði að um tímabundar aðgerðir væri að ræða. Hún meinar öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin og gildir slíkt einnig um fólk frá þessum ríkjum sem eru handhafar græna kortsins. „Lönd hafa rétt á, og jafnvel ber þeim skylda til, að haga landamæraeftirliti á þann hátt að hryðjuverkasamtök nái ekki að skjóta þar rótum,“ sagði Guterres í dag. „Þetta má þó ekki byggja á nokkurs konar mismunun byggðri á trúarbrögðum, kynþætti eða þjóðerni. Það stríðir gegn þeim grundvallargildum sem samfélög okkar eru byggð á.“ Þó að Guterres hafi ekki nefnt Donald Trump Bandaríkjaforseta á nafn er talið að yfirlýsing Guterres sé viðbrgað við tilskipun Trump sem meinar ríkisborgunum sjö múslimalanda að ferðast til Bandaríkjanna. „Aðgerðir sem eru gerðar í blindni, en ekki byggðar á haldbærum gögnum, eiga það til að vera árangurslausar vegna þess að háþróuð hryðjuverkasamtök geta sneitt hjá þeim.“ sagði Guterres. Hann varaði einnig við því að aðgerðir sem byggðar eru á mismunun gæti vakið ótta og reiði sem gæti greitt veginn fyrir áróður hryðjuverkasamtaka. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna rekinn Sally Yates, hafði dregið lögmæti "múslimabannsins“ í efa. 31. janúar 2017 09:01 „Hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, lýsir yfir áhyggjum vegna Bandaríkjaforseta. 31. janúar 2017 15:14 Íslensk stjórnvöld mótmæla tilskipun Trump Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur komið á framfæri mótmælum íslenskra stjórnvalda við tilskipun Bandaríkjaforseta um bann við komu flóttafólks og borgara sjö ríkja til Bandaríkjanna. 31. janúar 2017 12:48 Tusk segir ríkisstjórn Trump ógna ESB Setur Trump í sama flokk og Kína, Rússa og íslamista. 31. janúar 2017 15:46 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir að leggja þurfi áherslu á að landamæraeftirlit mismuni ekki fólki. Talið er að með yfirlýsingu sinni vilji Guterres gagnrýna tilskipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem meinar ríkisborgurum sjö múslimalanda að ferðast til Bandaríkjanna. Tilskipunina undirritaði Trump síðastliðinn föstudag og sagði að um tímabundar aðgerðir væri að ræða. Hún meinar öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin og gildir slíkt einnig um fólk frá þessum ríkjum sem eru handhafar græna kortsins. „Lönd hafa rétt á, og jafnvel ber þeim skylda til, að haga landamæraeftirliti á þann hátt að hryðjuverkasamtök nái ekki að skjóta þar rótum,“ sagði Guterres í dag. „Þetta má þó ekki byggja á nokkurs konar mismunun byggðri á trúarbrögðum, kynþætti eða þjóðerni. Það stríðir gegn þeim grundvallargildum sem samfélög okkar eru byggð á.“ Þó að Guterres hafi ekki nefnt Donald Trump Bandaríkjaforseta á nafn er talið að yfirlýsing Guterres sé viðbrgað við tilskipun Trump sem meinar ríkisborgunum sjö múslimalanda að ferðast til Bandaríkjanna. „Aðgerðir sem eru gerðar í blindni, en ekki byggðar á haldbærum gögnum, eiga það til að vera árangurslausar vegna þess að háþróuð hryðjuverkasamtök geta sneitt hjá þeim.“ sagði Guterres. Hann varaði einnig við því að aðgerðir sem byggðar eru á mismunun gæti vakið ótta og reiði sem gæti greitt veginn fyrir áróður hryðjuverkasamtaka.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna rekinn Sally Yates, hafði dregið lögmæti "múslimabannsins“ í efa. 31. janúar 2017 09:01 „Hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, lýsir yfir áhyggjum vegna Bandaríkjaforseta. 31. janúar 2017 15:14 Íslensk stjórnvöld mótmæla tilskipun Trump Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur komið á framfæri mótmælum íslenskra stjórnvalda við tilskipun Bandaríkjaforseta um bann við komu flóttafólks og borgara sjö ríkja til Bandaríkjanna. 31. janúar 2017 12:48 Tusk segir ríkisstjórn Trump ógna ESB Setur Trump í sama flokk og Kína, Rússa og íslamista. 31. janúar 2017 15:46 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna rekinn Sally Yates, hafði dregið lögmæti "múslimabannsins“ í efa. 31. janúar 2017 09:01
„Hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, lýsir yfir áhyggjum vegna Bandaríkjaforseta. 31. janúar 2017 15:14
Íslensk stjórnvöld mótmæla tilskipun Trump Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur komið á framfæri mótmælum íslenskra stjórnvalda við tilskipun Bandaríkjaforseta um bann við komu flóttafólks og borgara sjö ríkja til Bandaríkjanna. 31. janúar 2017 12:48
Tusk segir ríkisstjórn Trump ógna ESB Setur Trump í sama flokk og Kína, Rússa og íslamista. 31. janúar 2017 15:46