Grípum tækifærin þegar þau gefast Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. nóvember 2017 10:45 Sinfóníuhljómsveit Norðurlands tekur að sér hvert stórverkefnið eftir annað. Mynd Auðunn Níelsson Nú er að verða árviss viðburður á Akureyri að her atvinnudansara komi frá Evrópu til að setja upp stórsýningu í Hofi með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Í fyrra var það Hnotubrjóturinn eftir Tsjajkovskí sem sýndur var og að þessu sinni Þyrnirós eftir sama höfund.“ Þetta segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, framkvæmdastjóri sveitarinnar, kátur um ballettsýninguna sem verður flutt í Hofi næsta sunnudag og mánudag. „Það eru kannski ekki sömu dansarar og komu í fyrra en sami flokkur, St. Petersburg Festival Ballet. Svona nokkuð er hægt af því að það er gríðarlega mikill áhugi á sinfónískri tónlist og líka ballett hér fyrir norðan,“ útskýrir hann. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands er skipuð hljóðfæraleikurum víða að en kjarninn er fyrir norðan, að sögn Þorvaldar. „Hvert verkefni hjá sveitinni er sérstakt og í þau er ráðið sérstaklega. Við grípum tækifærin þegar þau gefast og getum búið til verkefni þegar okkur sýnist af því að rekstrarformið er svona. Þess vegna hefur fólk verið að sjá okkur í Lord of the Rings og War of the Worlds og nú erum við að æfa Phantom of the Opera sem sýnt verður í febrúar. Við höfum líka verið að spila inn á kvikmyndir, í samvinnu við Atla Örvarsson tónskáld, það er orðinn hluti af starfsemi hljómsveitarinnar. Þannig hefur það verið síðan ég byrjaði 2015 og nú höfum við spilað inn á tíu myndir, þar af fjórar Hollywoodmyndir.“Þorvaldur Bjarni segir Norðlendinga meira en í meðallagi músíkalska.Auk þess að vera framkvæmdastjóri bregður Þorvaldur Bjarni stundum tónsprotanum á loft framan við sveitina. En núna kemur stjórnandinn frá Rússlandi. „Það er hluti af því sem gerir þetta svo spennandi að eftir að Menningarfélagið byrjaði að reka hljómsveitina höfum við verið að fá topp stjórnendur, Daníel Bjarnason, Petri Sakari og núna er það Vadim Nikitin.“ En hvernig ganga æfingar fyrir sig fyrst mannskapurinn býr bæði norðan og sunnan heiða? „Við erum með ágætt form á þeim. Æfum fyrir sunnan með þeim sem eru þar, svo kemur stjórnandinn norður og æfir hér og daginn fyrir tónleika er lokahnykkurinn tekinn með öllum þátttakendum. Hér er fólk orðið vant að vinna hratt.“ Fullbókað er á sýningarnar á Þyrnirós. „Ég er búinn að vera í viðburðabransanum lengi og get fullyrt að aðsóknin á tónleika hér er alveg með eindæmum, sérstaklega sinfóníska tónleika. Það var uppselt á alla tónleika Sinfóníu Norðurlands í fyrra og fullt var á sextán tónleikum í röð á þessu ári. Maður þarf bara að klípa sig. Hljómsveitin er náttúrlega að taka þátt í stórum sýningum eins og Lord of the Rings, þá voru þrennir tónleikar og bara í september á þessu ári tók sveitin þátt í átta viðburðum, sem er magnað og frábært fyrir hljóðfæraleikarana,“ segir Þorvaldur Bjarni. „Hof hefur haft gríðarlega góð áhrif á allt menningarlíf hér.“ Menning Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Nú er að verða árviss viðburður á Akureyri að her atvinnudansara komi frá Evrópu til að setja upp stórsýningu í Hofi með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Í fyrra var það Hnotubrjóturinn eftir Tsjajkovskí sem sýndur var og að þessu sinni Þyrnirós eftir sama höfund.“ Þetta segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, framkvæmdastjóri sveitarinnar, kátur um ballettsýninguna sem verður flutt í Hofi næsta sunnudag og mánudag. „Það eru kannski ekki sömu dansarar og komu í fyrra en sami flokkur, St. Petersburg Festival Ballet. Svona nokkuð er hægt af því að það er gríðarlega mikill áhugi á sinfónískri tónlist og líka ballett hér fyrir norðan,“ útskýrir hann. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands er skipuð hljóðfæraleikurum víða að en kjarninn er fyrir norðan, að sögn Þorvaldar. „Hvert verkefni hjá sveitinni er sérstakt og í þau er ráðið sérstaklega. Við grípum tækifærin þegar þau gefast og getum búið til verkefni þegar okkur sýnist af því að rekstrarformið er svona. Þess vegna hefur fólk verið að sjá okkur í Lord of the Rings og War of the Worlds og nú erum við að æfa Phantom of the Opera sem sýnt verður í febrúar. Við höfum líka verið að spila inn á kvikmyndir, í samvinnu við Atla Örvarsson tónskáld, það er orðinn hluti af starfsemi hljómsveitarinnar. Þannig hefur það verið síðan ég byrjaði 2015 og nú höfum við spilað inn á tíu myndir, þar af fjórar Hollywoodmyndir.“Þorvaldur Bjarni segir Norðlendinga meira en í meðallagi músíkalska.Auk þess að vera framkvæmdastjóri bregður Þorvaldur Bjarni stundum tónsprotanum á loft framan við sveitina. En núna kemur stjórnandinn frá Rússlandi. „Það er hluti af því sem gerir þetta svo spennandi að eftir að Menningarfélagið byrjaði að reka hljómsveitina höfum við verið að fá topp stjórnendur, Daníel Bjarnason, Petri Sakari og núna er það Vadim Nikitin.“ En hvernig ganga æfingar fyrir sig fyrst mannskapurinn býr bæði norðan og sunnan heiða? „Við erum með ágætt form á þeim. Æfum fyrir sunnan með þeim sem eru þar, svo kemur stjórnandinn norður og æfir hér og daginn fyrir tónleika er lokahnykkurinn tekinn með öllum þátttakendum. Hér er fólk orðið vant að vinna hratt.“ Fullbókað er á sýningarnar á Þyrnirós. „Ég er búinn að vera í viðburðabransanum lengi og get fullyrt að aðsóknin á tónleika hér er alveg með eindæmum, sérstaklega sinfóníska tónleika. Það var uppselt á alla tónleika Sinfóníu Norðurlands í fyrra og fullt var á sextán tónleikum í röð á þessu ári. Maður þarf bara að klípa sig. Hljómsveitin er náttúrlega að taka þátt í stórum sýningum eins og Lord of the Rings, þá voru þrennir tónleikar og bara í september á þessu ári tók sveitin þátt í átta viðburðum, sem er magnað og frábært fyrir hljóðfæraleikarana,“ segir Þorvaldur Bjarni. „Hof hefur haft gríðarlega góð áhrif á allt menningarlíf hér.“
Menning Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira