Fyrrverandi forseti Georgíu handtekinn eftir æsilegan eltingarleik á húsþökum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2017 15:35 Mikael Saakashvili glímdi við lögreglu í dag. Vísir/AFP Mikhael Saakashvili, fyrrverandi forseti Georgíu, var handtekinn í dag í Kiev, höfuðborg Úkraínu, eftir æsilegan eltingarleik á húsþökum í miðborg höfuðborgarinnar. Mótmælendum sem mótmæltu handtökunni tókst þó að leysa hann úr haldi lögreglu og tókst honum að flýja. Saakashvili, sem gerður var útlægur frá Georgíu og sviptur ríkisborgararétti þar árið 2015 eftir að hann gerðist úkraínskur ríkisborgari. Yfirvöld í Georgíu vilja hafa hendur í hári forsetans fyrrverandi sem lét af embætti árið 2013, en hann er sakaður um að hafa misbeitt valdi sínu sem forseti. Hefur hann á undanförnum árum gert sig gildandi í úkraínskum stjórnmálum og unnið náið með Petro Poroshenko, forseta Úkraínu. Kastast hefur þó í kekki á milli þeirra og var Saakashvili orðinn einn af helstu stjórnarandstæðingum í Úkraínu. Hann var sviptur úkraínskum ríkisborgararétt fyrr á árinu og virðist því nú vera án ríkisfangs. Lögregla réðist inn á heimili hans í Kiev í dag sem endaði með því að hann var handtekinn eftir eltingarleik á húsþökum við heimili sitt, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Hundruð mótmælenda voru þó samankomnir til að mótmæla handtökunni. Réðust þeir að lögreglubílnum og tókst þeim að frelsa Saakashvili sem gengur nú laus. Talið var líklegt að yfirvöld í Úkraínu hafi ætlað sér að framselja hann til Georgíu en óvíst er hvar hann er nú niðurkominn.Watch: Here's the moment when Ukrainian security forces arrested Georgia's former president Mikheil Saakashvili following a rooftop chase in downtown Kiev. Protesters later freed him from a police van https://t.co/HMKrgiCDJw pic.twitter.com/L5SaaF5RiX— Financial Times (@FT) December 5, 2017 Georgía Úkraína Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Mikhael Saakashvili, fyrrverandi forseti Georgíu, var handtekinn í dag í Kiev, höfuðborg Úkraínu, eftir æsilegan eltingarleik á húsþökum í miðborg höfuðborgarinnar. Mótmælendum sem mótmæltu handtökunni tókst þó að leysa hann úr haldi lögreglu og tókst honum að flýja. Saakashvili, sem gerður var útlægur frá Georgíu og sviptur ríkisborgararétti þar árið 2015 eftir að hann gerðist úkraínskur ríkisborgari. Yfirvöld í Georgíu vilja hafa hendur í hári forsetans fyrrverandi sem lét af embætti árið 2013, en hann er sakaður um að hafa misbeitt valdi sínu sem forseti. Hefur hann á undanförnum árum gert sig gildandi í úkraínskum stjórnmálum og unnið náið með Petro Poroshenko, forseta Úkraínu. Kastast hefur þó í kekki á milli þeirra og var Saakashvili orðinn einn af helstu stjórnarandstæðingum í Úkraínu. Hann var sviptur úkraínskum ríkisborgararétt fyrr á árinu og virðist því nú vera án ríkisfangs. Lögregla réðist inn á heimili hans í Kiev í dag sem endaði með því að hann var handtekinn eftir eltingarleik á húsþökum við heimili sitt, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Hundruð mótmælenda voru þó samankomnir til að mótmæla handtökunni. Réðust þeir að lögreglubílnum og tókst þeim að frelsa Saakashvili sem gengur nú laus. Talið var líklegt að yfirvöld í Úkraínu hafi ætlað sér að framselja hann til Georgíu en óvíst er hvar hann er nú niðurkominn.Watch: Here's the moment when Ukrainian security forces arrested Georgia's former president Mikheil Saakashvili following a rooftop chase in downtown Kiev. Protesters later freed him from a police van https://t.co/HMKrgiCDJw pic.twitter.com/L5SaaF5RiX— Financial Times (@FT) December 5, 2017
Georgía Úkraína Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira