Trump segir hið rétta vera að hann og Jinping hafi átt langt símtal í gærkvöldi. Tístið var skrifað klukkan 05:35 að staðartíma í Washington DC.
The failing @nytimes does major FAKE NEWS China story saying "Mr.Xi has not spoken to Mr. Trump since Nov.14." We spoke at length yesterday!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 10, 2017
Trump segir að í greininni standi: „Mr.Xi has not spoken to Mr. Trump since Nov. 14.“ Hið rétta er í að í henni stendur: „had not spoken to Mr. Trump since Nov. 14, the week after he was elected“.
Trump ýjar einnig enn og aftur af því að rekstur NYT sé að misheppnast. NYT sagði hins vegar frá því í byrjun mánaðarins að met hefði verið slegið í áskrifendafjölda blaðsins.
Þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn sem Trump setur út á New York Times á Twitter en sjá má yfirlit hér.
A record 3 million people now subscribe to The New York Times. Facts matter. Thanks to all who support independent journalism.
— The New York Times (@nytimes) February 2, 2017