Erlent

Dæmdir fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk í Ástralíu

Atli Ísleifsson skrifar
Upp komst um ráðabruggið árið 2014.
Upp komst um ráðabruggið árið 2014. Vísir/Getty
Fjórir karlmenn og einn unglingur hafa verið dæmdir í fangelsi í Ástralíu fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk í landinu. Sá sem lengstan dóminn hlaut þarf að sitja inni í tuttugu og tvö ár.

Upp komst um ráðabruggið árið 2014 en mennirnir ætluðu að gera árás á lögreglustöð í Sidney og á fangelsi í nágrenni hennar.

Höfuðpaurinn heitir Sulayman Khalid og fékk hann lengsta dóminn en hinir voru dæmdir í fangelsi frá níu til átján árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×