Jón Steinar fagnar útgáfu bókar sinnar Jakob Bjarnar skrifar 3. nóvember 2017 12:29 Jón Steinar áritar nýútkomna bók sína. visir/anton brink Í gær kom út bókin „Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ eftir lögmanninn Jón Steinar Gunnlaugsson. Bókin er hrollvekja. Eða ætti í það minnsta að vera það fyrir alla sem telja einhvers um vert að búa í réttarríki. Í bókinni setur höfundur fram grjótharða gagnrýni á nafngreinda Hæstaréttardómara, segir þá stunda lýðskrum með dómum sínum og að þeir dæmi ekki lögum samkvæmt. Höfundur telur spurður ekki efni til meiðyrða á hendur sér í bókinni en segir þeim þá bara að koma sem vilja. Svo segir meðal annars í ítarlegu viðtali við Jón Steinar sem birtist á Vísi í gær. En, það var enginn hrollur í þeim sem mættu í útgáfuhóf Jóns Steinars og Almenna bókafélagsins í gær. Þar var margt um manninn, vinir og vandamenn sem fögnuðu útgáfunni með höfundi sem lék á als oddi í Eymundsson Kringlunni. Þar áritaði höfundur bækur og sagði gamansögur. En notaði jafnframt tækifærið til að taka betur utan um erindi bókarinnar. Að þarna væru staddir lögfræðingar og aðrir sem hefðu eitt sameiginlegt áhugamál sem væri að vilja að dómsstórnir virki lögum samkvæmt. Og starfi eftir þeim leikreglum sem um þá gilda sama hvar menn standa í pólitík. Furðulegt að stjórnvöld skuli ekki beita sér fyrir því að svo megi verða, segir Jón Steinar. Nú er að bresta á með jólabókaflóði og víst er að mönnum er orðið mál að koma bókunum sínum að en kosningarnar hafa óneitanlega verið stífla á að þær hafi náð máli til þessa.Baldur Guðlaugsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri og Jónas Sigurgeirsson útgefandi hjá Almenna bókafélaginu. Jón Steinar fer ítarlega í mál Baldurs í bókinni og fullyrðir að framið hafi verið dómsmorð á Baldri.visir/anton brinkGunnlaugur Jónsson, sonur höfundar, er ánægður með föður sinn, segir hann grjótharðan og óttast ekki dóm sögunnar þegar Jón Steinar er annars vegar.visir/anton brinkGunnar V. Andrésson ljósmyndari og Óskar Magnússon athafnamaður og rithöfundur. Gunnar er mikill vinur Jóns Steinars, en þeir spila golf saman. Óskar var svo í aðalhlutverki í gamansögu sem Jón Steinar sagði af veiðiferð í Svartá fyrir margt löngu.visir/anton brinkFjölmiðlafólkið Sigmundur Ernir Rúnarsson og Kolbrún Bergþórsdóttir láta sig ekki vanta þegar útgáfuhófin eru annars vegar. Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður er gamall félagi Jóns Steinars.visir/gvaHöfundur ásamt þeim vopnabræðrum Sigurður G. Guðjónssyni lögmanni og Karli Garðarssyni framkvæmdastjóra. Þeir höfðu margt að spjalla.visir/anton brinkÞeir voru ábúðarfullir, þessir grjóthörðu Sjálfstæðismenn, Óli Björn Kárason þingmaður og Baldvin Jónsson, tengdafaðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra.visir/anton brinkHrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður og Einar Kárason rithöfundur, en þeir Jón Steinar eru báðir ákafir stuðningsmenn Fram.visir/anton brink Tengdar fréttir Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37 Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Í gær kom út bókin „Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ eftir lögmanninn Jón Steinar Gunnlaugsson. Bókin er hrollvekja. Eða ætti í það minnsta að vera það fyrir alla sem telja einhvers um vert að búa í réttarríki. Í bókinni setur höfundur fram grjótharða gagnrýni á nafngreinda Hæstaréttardómara, segir þá stunda lýðskrum með dómum sínum og að þeir dæmi ekki lögum samkvæmt. Höfundur telur spurður ekki efni til meiðyrða á hendur sér í bókinni en segir þeim þá bara að koma sem vilja. Svo segir meðal annars í ítarlegu viðtali við Jón Steinar sem birtist á Vísi í gær. En, það var enginn hrollur í þeim sem mættu í útgáfuhóf Jóns Steinars og Almenna bókafélagsins í gær. Þar var margt um manninn, vinir og vandamenn sem fögnuðu útgáfunni með höfundi sem lék á als oddi í Eymundsson Kringlunni. Þar áritaði höfundur bækur og sagði gamansögur. En notaði jafnframt tækifærið til að taka betur utan um erindi bókarinnar. Að þarna væru staddir lögfræðingar og aðrir sem hefðu eitt sameiginlegt áhugamál sem væri að vilja að dómsstórnir virki lögum samkvæmt. Og starfi eftir þeim leikreglum sem um þá gilda sama hvar menn standa í pólitík. Furðulegt að stjórnvöld skuli ekki beita sér fyrir því að svo megi verða, segir Jón Steinar. Nú er að bresta á með jólabókaflóði og víst er að mönnum er orðið mál að koma bókunum sínum að en kosningarnar hafa óneitanlega verið stífla á að þær hafi náð máli til þessa.Baldur Guðlaugsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri og Jónas Sigurgeirsson útgefandi hjá Almenna bókafélaginu. Jón Steinar fer ítarlega í mál Baldurs í bókinni og fullyrðir að framið hafi verið dómsmorð á Baldri.visir/anton brinkGunnlaugur Jónsson, sonur höfundar, er ánægður með föður sinn, segir hann grjótharðan og óttast ekki dóm sögunnar þegar Jón Steinar er annars vegar.visir/anton brinkGunnar V. Andrésson ljósmyndari og Óskar Magnússon athafnamaður og rithöfundur. Gunnar er mikill vinur Jóns Steinars, en þeir spila golf saman. Óskar var svo í aðalhlutverki í gamansögu sem Jón Steinar sagði af veiðiferð í Svartá fyrir margt löngu.visir/anton brinkFjölmiðlafólkið Sigmundur Ernir Rúnarsson og Kolbrún Bergþórsdóttir láta sig ekki vanta þegar útgáfuhófin eru annars vegar. Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður er gamall félagi Jóns Steinars.visir/gvaHöfundur ásamt þeim vopnabræðrum Sigurður G. Guðjónssyni lögmanni og Karli Garðarssyni framkvæmdastjóra. Þeir höfðu margt að spjalla.visir/anton brinkÞeir voru ábúðarfullir, þessir grjóthörðu Sjálfstæðismenn, Óli Björn Kárason þingmaður og Baldvin Jónsson, tengdafaðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra.visir/anton brinkHrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður og Einar Kárason rithöfundur, en þeir Jón Steinar eru báðir ákafir stuðningsmenn Fram.visir/anton brink
Tengdar fréttir Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37 Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37