Litlu mátti muna að ung stúlka í hjólastól yrði strandaglópur á Keflavíkurflugvelli Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 21. júlí 2017 17:00 Hrönn Pétursdóttir er mótsstjóri á skátamótinu sem stúlkan er á leiðinni á en það hefst á þriðjudaginn í næstu viku. vísir Ung stúlka í hjólastól kom til landsins í nótt en átti í erfiðleikum með að koma sér frá flugvellinum og til Reykjavíkur. Hún hafði ekki pantað sérstakt far fyrir fatlaða fyrir fram þar sem hún bjóst við að geta nýtt sér almenningssamgöngur fram og til baka. Stúlkan kom til landsins til að taka þátt í alþjóðlegu skátamóti sem haldið er á vegum Bandalags íslenskra skáta. Litlu munaði að hún yrði strandaglópur á vellinum. „Hún gerði ráð fyrir því að geta reddað fari á staðnum en í ljós kom nú að það er pínu flókið þar sem almennar rútur sem fara þarna á milli eru ekki með pláss fyrir hjólastóla. Samkvæmt þeim upplýsingum sem við fengum frá okkar fólki þá var ekkert slíkt í boði,“ segir Hrönn Pétursdóttir, mótsstjóri skátamótsins.Bílstjóri Kynnisferða bjargaði málunum Hringt var á leigubílastöð og þar var einn bílstjóri sem vildi taka verkefnið að sér, en þar sem það var of dýrt fyrir stúlkuna, sem ætlaði að greiða fyrir farið sjálf, þá var leitað annarra leiða. Eftir umhugsun var ákveðið að reyna aftur að hringja í leigubílstjórann, en þá var hann farinn heim. „Þá stóðum við uppi pínu ráðalaus en svo endaði það þannig að það var þarna frábær bílstjóri hjá Kynnisferðum sem, upp á einskæra góðvild og framtakssemi, tók að sér að taka stólinn í sundur og koma honum í rýmið hjá sér og aðstoða konuna inn í bílinn,“ segir Hrönn.Létu aðra vita Hrönn segir aðalmálið vera að það sé ekki gert ráð fyrir því að það komi fatlað fólk óundirbúið sem þurfi að komast í bæinn. „Það sem okkur fannst svo sérstakt við þetta er að í öllum þessum fjölda ferðamanna sem er að koma til landsins, er að við skulum ekki vera betur undir svona hluti búin,“ segir Hrönn og bætir við að þau hafi sett sig í samband við aðra fatlaða einstaklinga sem eru að koma á skátamótið og bent þeim á hvernig aðstæður eru og sagt þeim að gera ráðstafanir.Reyna alltaf að aðstoða fólk Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða og Reykjavík Excursions, segir í samtali við Vísi að fatlaðir einstaklingar þurfi að láta vita af aðstæðum sínum sólarhring áður en þeir ætli að notast við þjónustu fyrirtækisins. „Við rekum flugrútuna og það er ákveðið bókunarferli þar ef það eru fatlaðir einstaklingar sem eru að koma,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Kristján vissi ekki af atvikinu sem átti sér stað í nótt og hafði ekki heyrt um hjálpsemi bílstjórans á þeirra ferðum. „Að sjálfsögðu ef eitthvað svona kemur upp á þá reynum við að aðstoða fólk ef við getum,“ segir Kristján en áréttar að best sé að vita hvort fólk þurfi sérstaka aðstoð að halda þannig að þau geti verið undirbúin.Verður að vera hægt að leggja stólinn saman Guðríður Björg Guðfinnsdóttir, þjónustufulltrúi hjá Gray line rútufyrirtækinu, lagði áherslu á að það væri hægt að aðstoða fatlaðan einstakling svo lengi sem hægt sé að leggja hjólastólinn saman. „Farþegi sem er í hjólastól og getur komist upp tröppurnar í rútunni með hjálp og hjólastóllinn er þeirra gerðar að það sé hægt að leggja hann saman, þá getum við tekið við þessum farþega,“ segir Guðríður í samtali við Vísi. Hvernig hjólastóllinn er skiptir því miklu máli. „Það fer rosalega mikið eftir því vegna þess að lestirnar í rútunum taka ekki hjólastól sem eru stórir og þungir, þeir komast ekki í lestirnar,“ segir Guðríður og segir þetta ekki hafa verið vandamál.Aðstoðarmaður fær frítt Ef einstaklingurinn er með aðstoðarmann fær aðstoðarmaðurinn að fylgja frítt með. Ef einstaklingurinn er hins vegar mikið fatlaður þá þarf sérstaklega að panta farið fyrir fram og láta vita. „Við lendum ekki í því að allt í einu kemur einstaklingur sem er einn í rafmagnshjólastól. Það bara gerist ekki. Þetta er það sérstakt,“ segir Guðríður. Guðríður segir að þau séu í samstarfi við aðila sem bjóða upp á sérstaka bíla sem eru hannaðir fyrir fólk í hjólastólum, með lyftu og rampi. Það þurfi þá sérstaklega að panta þá bíla fyrir fram. Þær ferðir séu ekki hluti af áætlunarferðum fyrirtækisins heldur séu pantaðir sérstaklega fyrir ákveðinn dag og ákveðna ferð. Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Ung stúlka í hjólastól kom til landsins í nótt en átti í erfiðleikum með að koma sér frá flugvellinum og til Reykjavíkur. Hún hafði ekki pantað sérstakt far fyrir fatlaða fyrir fram þar sem hún bjóst við að geta nýtt sér almenningssamgöngur fram og til baka. Stúlkan kom til landsins til að taka þátt í alþjóðlegu skátamóti sem haldið er á vegum Bandalags íslenskra skáta. Litlu munaði að hún yrði strandaglópur á vellinum. „Hún gerði ráð fyrir því að geta reddað fari á staðnum en í ljós kom nú að það er pínu flókið þar sem almennar rútur sem fara þarna á milli eru ekki með pláss fyrir hjólastóla. Samkvæmt þeim upplýsingum sem við fengum frá okkar fólki þá var ekkert slíkt í boði,“ segir Hrönn Pétursdóttir, mótsstjóri skátamótsins.Bílstjóri Kynnisferða bjargaði málunum Hringt var á leigubílastöð og þar var einn bílstjóri sem vildi taka verkefnið að sér, en þar sem það var of dýrt fyrir stúlkuna, sem ætlaði að greiða fyrir farið sjálf, þá var leitað annarra leiða. Eftir umhugsun var ákveðið að reyna aftur að hringja í leigubílstjórann, en þá var hann farinn heim. „Þá stóðum við uppi pínu ráðalaus en svo endaði það þannig að það var þarna frábær bílstjóri hjá Kynnisferðum sem, upp á einskæra góðvild og framtakssemi, tók að sér að taka stólinn í sundur og koma honum í rýmið hjá sér og aðstoða konuna inn í bílinn,“ segir Hrönn.Létu aðra vita Hrönn segir aðalmálið vera að það sé ekki gert ráð fyrir því að það komi fatlað fólk óundirbúið sem þurfi að komast í bæinn. „Það sem okkur fannst svo sérstakt við þetta er að í öllum þessum fjölda ferðamanna sem er að koma til landsins, er að við skulum ekki vera betur undir svona hluti búin,“ segir Hrönn og bætir við að þau hafi sett sig í samband við aðra fatlaða einstaklinga sem eru að koma á skátamótið og bent þeim á hvernig aðstæður eru og sagt þeim að gera ráðstafanir.Reyna alltaf að aðstoða fólk Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða og Reykjavík Excursions, segir í samtali við Vísi að fatlaðir einstaklingar þurfi að láta vita af aðstæðum sínum sólarhring áður en þeir ætli að notast við þjónustu fyrirtækisins. „Við rekum flugrútuna og það er ákveðið bókunarferli þar ef það eru fatlaðir einstaklingar sem eru að koma,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Kristján vissi ekki af atvikinu sem átti sér stað í nótt og hafði ekki heyrt um hjálpsemi bílstjórans á þeirra ferðum. „Að sjálfsögðu ef eitthvað svona kemur upp á þá reynum við að aðstoða fólk ef við getum,“ segir Kristján en áréttar að best sé að vita hvort fólk þurfi sérstaka aðstoð að halda þannig að þau geti verið undirbúin.Verður að vera hægt að leggja stólinn saman Guðríður Björg Guðfinnsdóttir, þjónustufulltrúi hjá Gray line rútufyrirtækinu, lagði áherslu á að það væri hægt að aðstoða fatlaðan einstakling svo lengi sem hægt sé að leggja hjólastólinn saman. „Farþegi sem er í hjólastól og getur komist upp tröppurnar í rútunni með hjálp og hjólastóllinn er þeirra gerðar að það sé hægt að leggja hann saman, þá getum við tekið við þessum farþega,“ segir Guðríður í samtali við Vísi. Hvernig hjólastóllinn er skiptir því miklu máli. „Það fer rosalega mikið eftir því vegna þess að lestirnar í rútunum taka ekki hjólastól sem eru stórir og þungir, þeir komast ekki í lestirnar,“ segir Guðríður og segir þetta ekki hafa verið vandamál.Aðstoðarmaður fær frítt Ef einstaklingurinn er með aðstoðarmann fær aðstoðarmaðurinn að fylgja frítt með. Ef einstaklingurinn er hins vegar mikið fatlaður þá þarf sérstaklega að panta farið fyrir fram og láta vita. „Við lendum ekki í því að allt í einu kemur einstaklingur sem er einn í rafmagnshjólastól. Það bara gerist ekki. Þetta er það sérstakt,“ segir Guðríður. Guðríður segir að þau séu í samstarfi við aðila sem bjóða upp á sérstaka bíla sem eru hannaðir fyrir fólk í hjólastólum, með lyftu og rampi. Það þurfi þá sérstaklega að panta þá bíla fyrir fram. Þær ferðir séu ekki hluti af áætlunarferðum fyrirtækisins heldur séu pantaðir sérstaklega fyrir ákveðinn dag og ákveðna ferð.
Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira