Lífið

Þetta er besta íslenska stuðningsmannalagið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Besta stuðningsmannalagið kemur frá Akureyri.
Besta stuðningsmannalagið kemur frá Akureyri. vísir/daníel
Í morgun dró til tíðinda í Söngvakeppni íþróttafélaga í Brennslunni, en undanfarna viku hafa undanúrslitin farið fram.

Brennslan hefur leitað að besta íslenska stuðningsmannalagi sögunnar og voru fimm lög í úrslitunum.

Þau lög sem komust í úrslit voru:

- Komum fagnandi áfram, lag ÍBV. Bakvörðurinn knái Ívar Bjarklind syngur lagið.

- Deyja fyrir klúbbinn, sem er lag Þórs frá Akureyri. Lagið er sungið af Dagnýju Elísu Halldórsdóttur.

- Fjölnislagið í flutningi Jónsa úr sveitinni Í svörtum fötum.

- Lag Hauka, flutt af Páli Rósinkranz.

- Allir sem einn, lag KR-ingar, með Bubba Morthens.

- Tindastólslagið með Kristjáni Gíslasyni.

Sérstök dómnefnd stóð að vali á besta stuðningsmannalaginu og voru eftirfarandi aðilar í dómnefnd: Gunnleifur Gunnleifsson, Hjálmar Örn Jóhannsson og Theodór Pálmason.

 Hér að neðan má hlusta á yfirferð Brennslunnar um besta stuðningsmannalagið:

Hér að neðan má síðan hlusta á lagið sem vann keppnina en þjóðin valdi tvö efstu lögin og dómnefndin valdi síðan besta lagið:


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×