Innlent

Ekki formleg leit að Arturi í dag

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Hátt í 70 björgunarsveitamenn leituðu í gær.
Hátt í 70 björgunarsveitamenn leituðu í gær. vísir/eyþór
Ekki verður farið í formlega leit að Arturi Jarmoszko, 26 ára karlmanni sem ekkert hefur spurst til frá því um mánaðamótin. Þess í stað verður ákveðið að afla frekari tölvugagna og vísbendinga í málinu, að sögn lögreglu.

Þetta var ákveðið á stöðufundi lögregluyfirvalda og björgunarsveita í hádeginu í dag, en fyrirhugað var að björgunarsveitir og Landhelgisgæslan myndu leita að Arturi í dag, á svipuðum slóðum og í gær – eða frá Nauthólsvík að Kópavogshöfn.

Guðmundur Páll Jónsson, sem stýrir rannsókn málsins, segir að haldið verði áfram að leita, en þó ekki með formlegum hætti. „Við erum að leita úr þeim gögnum og ábendingum sem okkur er að berast," segir hann í samtali við Vísi.


Tengdar fréttir

Artur fór í bíó kvöldið sem hann hvarf

Leit að Arturi Jarmoszko, 25 ára pólskum karlmanni sem ekkert hefur spurst til í tvær vikur, hefur enn engan árangur borið en um tuttugu björgunarsveitarmenn leituðu hans í dag. Lögregla hefur fengið þónokkrar ábendingar frá almenningi undanfarinn sólarhring og fjölskylda Arturs hefur látið pólsk lögregluyfirvöld vita af hvarfi hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×