Erlent

Réttarhöld yfir sautján tyrkneskum blaðamönnum hefjast í dag

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Kona mótmælti handtöku tyrkneska blaðamannsins Ahmet Altan í síðasta mánuði.
Kona mótmælti handtöku tyrkneska blaðamannsins Ahmet Altan í síðasta mánuði. Vísir/AFP
Réttarhöld yfir sautján ritstjórum og blaðamönnum tyrkneska blaðsins Cumhuriyet hefjast í dag, en starfsmennirnir eru sakaðir um að hafa ljóstrað upp ríkisleyndarmálum og hafa verið ákærðir fyrir að tilheyra hryðjuverkasamtökum.

Hinir ákærðu voru handteknir í október síðastliðnum og hafa því verið í haldi í níu mánuði samfleytt. Þeir voru handteknir á sama tíma og mörg þúsund aðrir í aðgerðum Erdogan Tyrklandsforseta eftir misheppnaða valdaránstilraun þar í landi.

Cumhuriyet er eitt fárra dagblaða stjórnarandstöðinnar sem gefið er út í Tyrklandi. Vakti handtakan því mikla reiði og voru tyrknesk stjórnvöld sökuð um að brjóta gegn sjálfstæði fjölmiðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×