„Hefur legið fyrir í nokkurn tíma að hún ætti ekki samleið með Framsóknarflokknum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. ágúst 2017 15:31 Guðfinna Jóhanna og Sveinbjörg Birna. Það kom Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, ekki á óvart að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, sem einnig var borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, skuli hafa sagt sig úr Framsóknarflokknum. Sveinbjörg Birna tilkynnti í dag um að hún væri hætt í flokknum en hún ætlar að starfa áfram sem óháður borgarfulltrúi. Aðspurð hvers vegna þessi ákvörðun Sveinbjargar hafi ekki komið henni á óvart segir Guðfinna: „Það hefur legið fyrir í nokkurn tíma að hún ætti ekki samleið með Framsóknarflokknum. Áherslur hennar hafa aðallega verið í innflytjendamálum á meðan áherslur, til dæmis mín, hafa aðallega verið í húsnæðismálum.“Samstarfið oft gengið ágætlega en ekki sammála um allt Guðfinna segir að samstarf hennar og Sveinbjargar hafi gengið ágætlega oft á tíðum en þær hafi mismunandi skoðanir og hafi ekki verið sammála um allt. Þannig hafi Guðfinna ekki verið sammála Sveinbjörgu í innflytjendamálum. „Ég lýsti því strax yfir þegar moskumálið byrjaði í kosningabaráttunni að ég væri ekki sammála henni í því þannig að við höfum ekki verið sammála þegar kemur að innflytjendamálum,“ segir Guðfinna. Það vakti mikla athygli í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna árið 2014 þegar Sveinbjörg Birna, sem leiddi lista Framsóknar og flugvallarvina, lýsti því yfir að hún vildi að lóð sem úthlutað hafði verið til Félags múslima til byggingar mosku yrði afturkölluð.„Sokkinn kostnaður“ við skólagöngu hælisleitenda Það er hið svokallaða moskumál sem Guðfinna vísar í en nú fyrr í sumar kom jafnframt í ljós skoðanaágreiningur þegar Sveinbjörg Birna sagði að Reykjavíkurborg sæti uppi með sokkinn kostnað vegna þess að börn hælisleitenda væru í grunnskólum borgarinnar. Velti hún því upp hvort ekki væri rétt að setja þau í sérstakan skóla á meðan ekki lægi fyrir hvort fjölskyldur barnanna fengju dvalarleyfi. Guðfinna lýsti sig ósammála þessari skoðun Sveinbjargar Birnu og sagði hana ekki í samræmi við stefnu Framsóknar og flugvallarvina. Þá sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, um þessi ummæli Sveinbjargar að ekki ætti að tala svona um börn. Sveinbjörg tilkynnti borgarmálahópi Framsóknarflokksins um ákvörðun sína í gærkvöldi en í honum eru um 30 til 40 manns að sögn Guðfinnu. Hún segir að ekki hafi verið um neinn hitafund að ræða; borgarmálahópur Framsóknarflokks sé samstilltur hópur en Sveinbjörg Birna hafi ekki átt samleið með þeim. „Miðað við yfirlýsingu hennar á Facebook í dag, í rauninni af hverju hún segir sig úr flokknum, að þá held ég að það liggi alveg ljóst fyrir að hún var ekki með sömu skoðun og borgarmálahópur Framsóknarflokksins.“ Guðfinna segir komandi vetur í borgarstjórn leggjast ágætlega í sig en hún kveðst ekki vera búin að gera upp við sig hvort hún bjóði sig aftur fram næsta vor. Tengdar fréttir Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira
Það kom Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, ekki á óvart að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, sem einnig var borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, skuli hafa sagt sig úr Framsóknarflokknum. Sveinbjörg Birna tilkynnti í dag um að hún væri hætt í flokknum en hún ætlar að starfa áfram sem óháður borgarfulltrúi. Aðspurð hvers vegna þessi ákvörðun Sveinbjargar hafi ekki komið henni á óvart segir Guðfinna: „Það hefur legið fyrir í nokkurn tíma að hún ætti ekki samleið með Framsóknarflokknum. Áherslur hennar hafa aðallega verið í innflytjendamálum á meðan áherslur, til dæmis mín, hafa aðallega verið í húsnæðismálum.“Samstarfið oft gengið ágætlega en ekki sammála um allt Guðfinna segir að samstarf hennar og Sveinbjargar hafi gengið ágætlega oft á tíðum en þær hafi mismunandi skoðanir og hafi ekki verið sammála um allt. Þannig hafi Guðfinna ekki verið sammála Sveinbjörgu í innflytjendamálum. „Ég lýsti því strax yfir þegar moskumálið byrjaði í kosningabaráttunni að ég væri ekki sammála henni í því þannig að við höfum ekki verið sammála þegar kemur að innflytjendamálum,“ segir Guðfinna. Það vakti mikla athygli í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna árið 2014 þegar Sveinbjörg Birna, sem leiddi lista Framsóknar og flugvallarvina, lýsti því yfir að hún vildi að lóð sem úthlutað hafði verið til Félags múslima til byggingar mosku yrði afturkölluð.„Sokkinn kostnaður“ við skólagöngu hælisleitenda Það er hið svokallaða moskumál sem Guðfinna vísar í en nú fyrr í sumar kom jafnframt í ljós skoðanaágreiningur þegar Sveinbjörg Birna sagði að Reykjavíkurborg sæti uppi með sokkinn kostnað vegna þess að börn hælisleitenda væru í grunnskólum borgarinnar. Velti hún því upp hvort ekki væri rétt að setja þau í sérstakan skóla á meðan ekki lægi fyrir hvort fjölskyldur barnanna fengju dvalarleyfi. Guðfinna lýsti sig ósammála þessari skoðun Sveinbjargar Birnu og sagði hana ekki í samræmi við stefnu Framsóknar og flugvallarvina. Þá sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, um þessi ummæli Sveinbjargar að ekki ætti að tala svona um börn. Sveinbjörg tilkynnti borgarmálahópi Framsóknarflokksins um ákvörðun sína í gærkvöldi en í honum eru um 30 til 40 manns að sögn Guðfinnu. Hún segir að ekki hafi verið um neinn hitafund að ræða; borgarmálahópur Framsóknarflokks sé samstilltur hópur en Sveinbjörg Birna hafi ekki átt samleið með þeim. „Miðað við yfirlýsingu hennar á Facebook í dag, í rauninni af hverju hún segir sig úr flokknum, að þá held ég að það liggi alveg ljóst fyrir að hún var ekki með sömu skoðun og borgarmálahópur Framsóknarflokksins.“ Guðfinna segir komandi vetur í borgarstjórn leggjast ágætlega í sig en hún kveðst ekki vera búin að gera upp við sig hvort hún bjóði sig aftur fram næsta vor.
Tengdar fréttir Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira
Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20