„Hefur legið fyrir í nokkurn tíma að hún ætti ekki samleið með Framsóknarflokknum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. ágúst 2017 15:31 Guðfinna Jóhanna og Sveinbjörg Birna. Það kom Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, ekki á óvart að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, sem einnig var borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, skuli hafa sagt sig úr Framsóknarflokknum. Sveinbjörg Birna tilkynnti í dag um að hún væri hætt í flokknum en hún ætlar að starfa áfram sem óháður borgarfulltrúi. Aðspurð hvers vegna þessi ákvörðun Sveinbjargar hafi ekki komið henni á óvart segir Guðfinna: „Það hefur legið fyrir í nokkurn tíma að hún ætti ekki samleið með Framsóknarflokknum. Áherslur hennar hafa aðallega verið í innflytjendamálum á meðan áherslur, til dæmis mín, hafa aðallega verið í húsnæðismálum.“Samstarfið oft gengið ágætlega en ekki sammála um allt Guðfinna segir að samstarf hennar og Sveinbjargar hafi gengið ágætlega oft á tíðum en þær hafi mismunandi skoðanir og hafi ekki verið sammála um allt. Þannig hafi Guðfinna ekki verið sammála Sveinbjörgu í innflytjendamálum. „Ég lýsti því strax yfir þegar moskumálið byrjaði í kosningabaráttunni að ég væri ekki sammála henni í því þannig að við höfum ekki verið sammála þegar kemur að innflytjendamálum,“ segir Guðfinna. Það vakti mikla athygli í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna árið 2014 þegar Sveinbjörg Birna, sem leiddi lista Framsóknar og flugvallarvina, lýsti því yfir að hún vildi að lóð sem úthlutað hafði verið til Félags múslima til byggingar mosku yrði afturkölluð.„Sokkinn kostnaður“ við skólagöngu hælisleitenda Það er hið svokallaða moskumál sem Guðfinna vísar í en nú fyrr í sumar kom jafnframt í ljós skoðanaágreiningur þegar Sveinbjörg Birna sagði að Reykjavíkurborg sæti uppi með sokkinn kostnað vegna þess að börn hælisleitenda væru í grunnskólum borgarinnar. Velti hún því upp hvort ekki væri rétt að setja þau í sérstakan skóla á meðan ekki lægi fyrir hvort fjölskyldur barnanna fengju dvalarleyfi. Guðfinna lýsti sig ósammála þessari skoðun Sveinbjargar Birnu og sagði hana ekki í samræmi við stefnu Framsóknar og flugvallarvina. Þá sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, um þessi ummæli Sveinbjargar að ekki ætti að tala svona um börn. Sveinbjörg tilkynnti borgarmálahópi Framsóknarflokksins um ákvörðun sína í gærkvöldi en í honum eru um 30 til 40 manns að sögn Guðfinnu. Hún segir að ekki hafi verið um neinn hitafund að ræða; borgarmálahópur Framsóknarflokks sé samstilltur hópur en Sveinbjörg Birna hafi ekki átt samleið með þeim. „Miðað við yfirlýsingu hennar á Facebook í dag, í rauninni af hverju hún segir sig úr flokknum, að þá held ég að það liggi alveg ljóst fyrir að hún var ekki með sömu skoðun og borgarmálahópur Framsóknarflokksins.“ Guðfinna segir komandi vetur í borgarstjórn leggjast ágætlega í sig en hún kveðst ekki vera búin að gera upp við sig hvort hún bjóði sig aftur fram næsta vor. Tengdar fréttir Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Það kom Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, ekki á óvart að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, sem einnig var borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, skuli hafa sagt sig úr Framsóknarflokknum. Sveinbjörg Birna tilkynnti í dag um að hún væri hætt í flokknum en hún ætlar að starfa áfram sem óháður borgarfulltrúi. Aðspurð hvers vegna þessi ákvörðun Sveinbjargar hafi ekki komið henni á óvart segir Guðfinna: „Það hefur legið fyrir í nokkurn tíma að hún ætti ekki samleið með Framsóknarflokknum. Áherslur hennar hafa aðallega verið í innflytjendamálum á meðan áherslur, til dæmis mín, hafa aðallega verið í húsnæðismálum.“Samstarfið oft gengið ágætlega en ekki sammála um allt Guðfinna segir að samstarf hennar og Sveinbjargar hafi gengið ágætlega oft á tíðum en þær hafi mismunandi skoðanir og hafi ekki verið sammála um allt. Þannig hafi Guðfinna ekki verið sammála Sveinbjörgu í innflytjendamálum. „Ég lýsti því strax yfir þegar moskumálið byrjaði í kosningabaráttunni að ég væri ekki sammála henni í því þannig að við höfum ekki verið sammála þegar kemur að innflytjendamálum,“ segir Guðfinna. Það vakti mikla athygli í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna árið 2014 þegar Sveinbjörg Birna, sem leiddi lista Framsóknar og flugvallarvina, lýsti því yfir að hún vildi að lóð sem úthlutað hafði verið til Félags múslima til byggingar mosku yrði afturkölluð.„Sokkinn kostnaður“ við skólagöngu hælisleitenda Það er hið svokallaða moskumál sem Guðfinna vísar í en nú fyrr í sumar kom jafnframt í ljós skoðanaágreiningur þegar Sveinbjörg Birna sagði að Reykjavíkurborg sæti uppi með sokkinn kostnað vegna þess að börn hælisleitenda væru í grunnskólum borgarinnar. Velti hún því upp hvort ekki væri rétt að setja þau í sérstakan skóla á meðan ekki lægi fyrir hvort fjölskyldur barnanna fengju dvalarleyfi. Guðfinna lýsti sig ósammála þessari skoðun Sveinbjargar Birnu og sagði hana ekki í samræmi við stefnu Framsóknar og flugvallarvina. Þá sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, um þessi ummæli Sveinbjargar að ekki ætti að tala svona um börn. Sveinbjörg tilkynnti borgarmálahópi Framsóknarflokksins um ákvörðun sína í gærkvöldi en í honum eru um 30 til 40 manns að sögn Guðfinnu. Hún segir að ekki hafi verið um neinn hitafund að ræða; borgarmálahópur Framsóknarflokks sé samstilltur hópur en Sveinbjörg Birna hafi ekki átt samleið með þeim. „Miðað við yfirlýsingu hennar á Facebook í dag, í rauninni af hverju hún segir sig úr flokknum, að þá held ég að það liggi alveg ljóst fyrir að hún var ekki með sömu skoðun og borgarmálahópur Framsóknarflokksins.“ Guðfinna segir komandi vetur í borgarstjórn leggjast ágætlega í sig en hún kveðst ekki vera búin að gera upp við sig hvort hún bjóði sig aftur fram næsta vor.
Tengdar fréttir Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20