Sjö ára drengur sem handleggsbrotnaði á Akureyri fær ekki endurkomutíma í Reykjavík Helga María Guðmundsdóttir skrifar 24. ágúst 2017 20:15 Viktor tvíbrotinn inn á Heilbrigðisstofnun Norðurlands Ásdís Blöndal Sonur Ásdísar Blöndal handleggsbrotnaði fyrir tveimur vikum þegar fjölskyldan var stödd á Akureyri í sumarfríi eins og fram kom á DV í gær. Þar fór hann í aðgerð og hann settur í gips. Því næst átti hann að bíða eftir hringingu frá Landspítalanum og fá endurkomutíma þremur vikum eftir slysið. „Viktor hann dettur og handleggsbrotnar og við förum með hann á sjúkrahúsið á Akureyri þar sem vel er tekið á móti okkur og hann fer í aðgerð þar eru settir tveir pinnar í báðar pípur á framhandlegg. Við erum þar í sólarhring og hann er gipsaður og svo er okkur sagt að hann eigi tíma eftir þrjár vikur hér í Reykjavík en svo virðist sem hann eigi ekki tíma hér í Reykjavík. Við eigum semsagt bara að mæta með hann aftur á slysó og bíða eftir að komast að“ segir Ásdís og bætir við: „Ég hélt bara að þetta væri eitt batterí sem talaði saman og það skipti ekki máli í hvaða landsfjórðungi maður slasaðist eða veiktist, að maður væri velkominn að panta sér tíma þar sem væri næst.“ En hvað segir heilbrigðisráðherra, er möguleiki á að samtvinna verkferla á milli heilbrigðisstofnanna?„Já það er möguleiki að samþætta verkferlana betur og mikil þörf á því, við héldum fyrir helgi samráðsfund með forstöðumönnum heilbrigðisstofnana allstaðar að af landinu og þetta var eitt af þeim málum sem sett var hvað efst á bauginn þar.“Heilbrigðisráðherra segir einnig nauðsynlegt að einstaklingar viti hvert á að leita innan heilbrigðiskerfisins. „Þetta er eitt af okkar áhersluatriðum hérna í Ráðuneytinu að einmitt hjálpa stofnunum til við að auka samstarfið og auka upplýsingagjöf og samvinnu líka við sjúklingana þannig að fólk viti betur hvert á að leita og hvernig það fái sem bestu þjónustu á sem einfaldastan hátt.“ segir Óttarr Proppé. Heilbrigðismál Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira
Sonur Ásdísar Blöndal handleggsbrotnaði fyrir tveimur vikum þegar fjölskyldan var stödd á Akureyri í sumarfríi eins og fram kom á DV í gær. Þar fór hann í aðgerð og hann settur í gips. Því næst átti hann að bíða eftir hringingu frá Landspítalanum og fá endurkomutíma þremur vikum eftir slysið. „Viktor hann dettur og handleggsbrotnar og við förum með hann á sjúkrahúsið á Akureyri þar sem vel er tekið á móti okkur og hann fer í aðgerð þar eru settir tveir pinnar í báðar pípur á framhandlegg. Við erum þar í sólarhring og hann er gipsaður og svo er okkur sagt að hann eigi tíma eftir þrjár vikur hér í Reykjavík en svo virðist sem hann eigi ekki tíma hér í Reykjavík. Við eigum semsagt bara að mæta með hann aftur á slysó og bíða eftir að komast að“ segir Ásdís og bætir við: „Ég hélt bara að þetta væri eitt batterí sem talaði saman og það skipti ekki máli í hvaða landsfjórðungi maður slasaðist eða veiktist, að maður væri velkominn að panta sér tíma þar sem væri næst.“ En hvað segir heilbrigðisráðherra, er möguleiki á að samtvinna verkferla á milli heilbrigðisstofnanna?„Já það er möguleiki að samþætta verkferlana betur og mikil þörf á því, við héldum fyrir helgi samráðsfund með forstöðumönnum heilbrigðisstofnana allstaðar að af landinu og þetta var eitt af þeim málum sem sett var hvað efst á bauginn þar.“Heilbrigðisráðherra segir einnig nauðsynlegt að einstaklingar viti hvert á að leita innan heilbrigðiskerfisins. „Þetta er eitt af okkar áhersluatriðum hérna í Ráðuneytinu að einmitt hjálpa stofnunum til við að auka samstarfið og auka upplýsingagjöf og samvinnu líka við sjúklingana þannig að fólk viti betur hvert á að leita og hvernig það fái sem bestu þjónustu á sem einfaldastan hátt.“ segir Óttarr Proppé.
Heilbrigðismál Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira