Lífið

Er þetta versta ábreiða The Final Countdown í sögunni?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Europe átti ekkert sérstaklega marga slagara.
Europe átti ekkert sérstaklega marga slagara.
Lagið The Final Countdown með Europe þekkja eflaust flestir en það kom út árið 1986. 

Það hefur verið svo gott sem ódauðlegt allar götur síðan og hafa margir reynt að taka ábreiðu af laginu og það með misgóðum árangri.

Inni á Facebook-síðunni Metal & Rock má finna eina slíka ábreiðu sem fer ekki í sögubækurnar fyrir gæði. 

Því miður misheppnast þessu tilraun hrikalega og er talað um að þetta sé sú allra versta ábreiða sem heyrst hefur. 

Hér að neðan má sjá umrætt atriði og þar fyrir neðan má hlusta á lagið sjálft, svo fólk geti borið saman. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×