Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Kolbeinn Tumi Daðason í Rotterdam skrifar 26. júlí 2017 20:30 Íslensku stelpurnar voru skrefi á eftir þeim austurrísku í kvöld. Þær voru svekktar í leikslok. vísir/getty Frakkland, Sviss og Austurríki eru öll betri en Ísland í fótbolta. Það kom í ljós í Rotterdam í kvöld þar sem Austurríkiskonur héldu áfram Evrópuævintýri sínu með 3-0 sigri á Íslandi. Okkar stelpur áttu aldrei möguleika gegn þeim rauðu og hvítu í kvöld þrátt fyrir trylltan stuðning í stúkunni. Stelpurnar okkar halda nú heim á leið, fyrr en þær ætluðu sér, en frammistaðan í kvöld var þeirra slakasta á mótinu. Liðin í Rotterdam í kvöld voru í ólíkum gæðaflokki og Ísland aldrei líklegt til að koma boltanum í austurríska markið. Austurríki vann C-riðil og fer í átta liða úrslit ásamt Frökkum sem náðu í jafntefli 1-1 gegn Sviss eftir að hafa lent marki og manni undir. Ísland fékk núll stig, skoraði eitt mark á 270 mínútum og fékk á sig sex. Markmiðið að vera besta varnarliðið á Evrópumótinu náðist svo sannarlega ekki þrátt fyrir mikinn vilja.Fanndís Friðriksdóttir átti þokkalega spretti í leiknum í kvöld en náði sér ekki á strik heilt yfir frekar en aðrir leikmenn Íslands.Vísir/GettyBrött brekka frá upphafsflauti Frá fyrstu mínútu í Rotterdam í kvöld stefndi í langar níutíu mínútur fyrir stelpurnar okkar. Eftir vonbrigðin í tapleikjunum gegn Frökkum og Sviss var ljóst að það þyrfti meiriháttar átak að gíra sig upp í þýðingarlausan lokaleik í riðlinum. Sú reyndist raunin en svo verður að horfast í augu við þann sára sannleik að mikill getumunur virðist á landsliðunum tveimur. Okkar stelpur gerðu sig seka um sjaldséð mistök á upphafsmínútunum. Mistök sem mega ekki sjást hjá liði sem leggur áherslu á sterkan varnarleik. Austurríki fékk gefins hornspyrnu, varnarmenn misstu einbeitinguna og sendingar rötuðu á andstæðinginn svo Ísland fékk á sig skyndisóknir í andlitið. Um einstefnu var að ræða lengst af fyrri hálfleik. Austurríki beitti hápressu eins og vitað var að yrði tilfellið. Miðverðir Íslands fengu boltann og sóknarmann frá Austurríki í sig um leið. Sendingakostir voru fáir og ýmist lúðrað fast fram með jörðinni eða hátt og langt. Þar reyndi Harpa Þorsteinsdóttir hvað hún gat til að berjast við varnarmenn Austurríkis. Íslenska liðið þurfti tvisvar að sækja boltann í markið sitt í fyrri hálfleik.Vísir/GettyMark á silfurfati Austurríki fékk þokkaleg færi og svo dauðafæri á 25. mínútu þegar Guðbjörg varði stórkostlega frá Nicole Billa úr teignum. Allt beið maður eftir að stelpurnar okkar myndu vakna. Fanndís Friðriksdóttir kom fyrst við sögu eftir 28 mínútur þegar hún náði góðu skoti utan teigs eftir að Dagný vann boltann á miðjunni. Fanndís lét vaða en rétt framhjá. Manuela Zinsberger hefði þó varið skotið en ljóst er að þar er á ferðinni frábær markvörður. Okkar konur áttu tvær góðar sóknir og virtust aðeins vera að sækja í sig veðrið. Það var því algjör óþarfi að færa þeim austurrísku mark á silfurfati. Saklaus fyrirgjöf var á leið í fang Guðbjargar sem var ekki undir neinni pressu. Henni tókst þó að missa boltann frá sér og fyrir fætur Söruh Zadrazil sem skoraði í autt markið. Sjaldséð mistök hjá Guðbjörgu sem hefur spilað vel á mótinu. Vonbrigðin mikil og og ljóst að vilji og geggjaður stuðningur Íslendinga í stúkunni yrði ekki nóg til að ná í stigin þrjú sem stelpurnar ætluðu sér. Stelpurnar okkar voru örugglega farnar að hugsa til þess að komast inn í búningsklefa aðeins einu marki undir þegar þær austurrísku refsuðu aftur. Þá hafnaði boltinn í netinu hjá Íslandi eftir klafs eftir hornspyrnu. Aftur fagnaði Zadrazil og Austurríki í himnaríki í toppsæti riðilsins. Óvænt staða enda töldu flestir fyrir mót að Austurríki og Ísland væru áþekk að getu í riðli þar sem Frakkar væru langsterkastir og Svisslendingar þar á eftir.Sara Björk barðist af krafti í leiknum í kvöld en mátti sín lítils gegn þeim austurrísku.Vísir/GettyStuðningur ekki nóg Síðari hálfleikur einkenndist af þeirri staðreynd að Austurríkiskonur voru með leikinn í sínum höndum, voru skynsamar og héldu leiknum niðri. Íslensku stelpurnar reyndu að komast nálægt marki Zinsberger en án árangurs. Gunnhildur Yrsa kom inn á fyrir Hólmfríði og svo Berglind fyrir Hörpu um miðjan seinni hálfleikinn en lítið gekk. Stuðningsmenn Íslands klöppuðu og sungu allt til loka. Sísí fríkar út var meira að segja frumflutt með góðum árangri en því miður vinnast fótboltaleikir á vellinum en ekki í stúkunni, þóttt stuðningur geti svo sannarlega hjálpað. Hann átti örugglega sinn þátt í því að okkar konur börðust til enda þótt það skilaði engum mörkum. Ja, ekki hjá Íslandi. á lokamínútunni innsigluðu þær austurrísku sannagjarnan sigur og fögnuðu skömmu síðar toppsætinu í C-riðli með látum. Í mörg ár naut kvennalandsliðið þess að vera í sviðsljósinu. Stelpurnar okkar unnu sigra, fóru á stórmót á meðan ekkert gekk hjá strákunum. Nú horfir öfugt við. Liðið komst vissulega á EM í þriðja skiptið í röð en um stórslys hefði verið að ræða hefði liðið ekki komist þangað miðað við riðil Íslands. Liðin verða 24 á næsta EM og þar verður Ísland nema meiriháttar afturför verði í íslenskum kvennafótbolta.Zinsberger átti náðugan dag í marki Austurríkis.Vísir/GettyÞörf á naflaskoðun En hvernig tökum við skrefið fram á við? Hvernig getum við eignast lið sem getur tekist á við þau bestu í álfunni? Lið sem getur haldið boltanum innan liðsins og skapað sér færi öðruvísi en eftir föst leikatriði? Svarið er auðvitað betri leikmenn í betri félögum en hvernig við fáum enn betri leikmenn en við eigum nú þegar er stór spurning. Ísland er með eitt af þremur lökustu liðunum á pappírnum á þessu móti ef miðað er við félagslið sem íslensku leikmennirnir spila með, sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari á dögunum. Liðið hefur samt sýnt að það getur varist frábærlega sem lið en lítið má útaf bregða. Marki undir gegn sterkara liði er staða Íslands vonlaus.Ísland á HM? „Ísland á HM“ sungu stuðningsmenn Íslands þegar skammt var til leiksloka, og reyndu að sjá ljósa punkta en miðað við frammistöðuna í Rotterdam í kvöld, og getumuninn á Íslandi og öðrum liðum riðilsins, þá er blaðamaður ekki bjartsýnn á að það takist. Jafnvel þótt fyrir liggi að ekki gangi allir leikmenn heilir til skógar og aðrir fjarverandi vegna meiðsla. Ekki er þó hægt að skilja við leikinn án þess að minnast á þá stemningu sem skapast hefur í kringum stelpurnar okkar. Áhuginn á þeim er mikill sem er frábært og kveikir vafalítið í ungum stelpum sem eiga þess kost að æfa við frábærar aðstæður á Íslandi. Hlutirnir gerast hratt í kvennafótbolta, spurðu bara Öglu Maríu Albertsdóttur og Ingibjörgu Sigurðardóttur. Allar forsendur eru fyrir hendi til þess að Ísland geti tekið skref fram á við og nálgast þjóðirnar á ný sem virðast vera að sigla fram úr þeim. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Einkunnir íslensku stelpnanna: Okkar stelpur nokkrum skrefum á eftir í kvöld Íslenska kvennalandsliðið tapaði í kvöld þriðja leiknum sínum í röð á Evrópumótinu í Hollandi og koma því stigalausar heim af EM 2017. Ísland tapaði 3-0 á móti Austurríki í lokaleiknum í Rotterdam en hafði áður tapað á móti Frakklandi og Sviss. 26. júlí 2017 20:47
Frakkland, Sviss og Austurríki eru öll betri en Ísland í fótbolta. Það kom í ljós í Rotterdam í kvöld þar sem Austurríkiskonur héldu áfram Evrópuævintýri sínu með 3-0 sigri á Íslandi. Okkar stelpur áttu aldrei möguleika gegn þeim rauðu og hvítu í kvöld þrátt fyrir trylltan stuðning í stúkunni. Stelpurnar okkar halda nú heim á leið, fyrr en þær ætluðu sér, en frammistaðan í kvöld var þeirra slakasta á mótinu. Liðin í Rotterdam í kvöld voru í ólíkum gæðaflokki og Ísland aldrei líklegt til að koma boltanum í austurríska markið. Austurríki vann C-riðil og fer í átta liða úrslit ásamt Frökkum sem náðu í jafntefli 1-1 gegn Sviss eftir að hafa lent marki og manni undir. Ísland fékk núll stig, skoraði eitt mark á 270 mínútum og fékk á sig sex. Markmiðið að vera besta varnarliðið á Evrópumótinu náðist svo sannarlega ekki þrátt fyrir mikinn vilja.Fanndís Friðriksdóttir átti þokkalega spretti í leiknum í kvöld en náði sér ekki á strik heilt yfir frekar en aðrir leikmenn Íslands.Vísir/GettyBrött brekka frá upphafsflauti Frá fyrstu mínútu í Rotterdam í kvöld stefndi í langar níutíu mínútur fyrir stelpurnar okkar. Eftir vonbrigðin í tapleikjunum gegn Frökkum og Sviss var ljóst að það þyrfti meiriháttar átak að gíra sig upp í þýðingarlausan lokaleik í riðlinum. Sú reyndist raunin en svo verður að horfast í augu við þann sára sannleik að mikill getumunur virðist á landsliðunum tveimur. Okkar stelpur gerðu sig seka um sjaldséð mistök á upphafsmínútunum. Mistök sem mega ekki sjást hjá liði sem leggur áherslu á sterkan varnarleik. Austurríki fékk gefins hornspyrnu, varnarmenn misstu einbeitinguna og sendingar rötuðu á andstæðinginn svo Ísland fékk á sig skyndisóknir í andlitið. Um einstefnu var að ræða lengst af fyrri hálfleik. Austurríki beitti hápressu eins og vitað var að yrði tilfellið. Miðverðir Íslands fengu boltann og sóknarmann frá Austurríki í sig um leið. Sendingakostir voru fáir og ýmist lúðrað fast fram með jörðinni eða hátt og langt. Þar reyndi Harpa Þorsteinsdóttir hvað hún gat til að berjast við varnarmenn Austurríkis. Íslenska liðið þurfti tvisvar að sækja boltann í markið sitt í fyrri hálfleik.Vísir/GettyMark á silfurfati Austurríki fékk þokkaleg færi og svo dauðafæri á 25. mínútu þegar Guðbjörg varði stórkostlega frá Nicole Billa úr teignum. Allt beið maður eftir að stelpurnar okkar myndu vakna. Fanndís Friðriksdóttir kom fyrst við sögu eftir 28 mínútur þegar hún náði góðu skoti utan teigs eftir að Dagný vann boltann á miðjunni. Fanndís lét vaða en rétt framhjá. Manuela Zinsberger hefði þó varið skotið en ljóst er að þar er á ferðinni frábær markvörður. Okkar konur áttu tvær góðar sóknir og virtust aðeins vera að sækja í sig veðrið. Það var því algjör óþarfi að færa þeim austurrísku mark á silfurfati. Saklaus fyrirgjöf var á leið í fang Guðbjargar sem var ekki undir neinni pressu. Henni tókst þó að missa boltann frá sér og fyrir fætur Söruh Zadrazil sem skoraði í autt markið. Sjaldséð mistök hjá Guðbjörgu sem hefur spilað vel á mótinu. Vonbrigðin mikil og og ljóst að vilji og geggjaður stuðningur Íslendinga í stúkunni yrði ekki nóg til að ná í stigin þrjú sem stelpurnar ætluðu sér. Stelpurnar okkar voru örugglega farnar að hugsa til þess að komast inn í búningsklefa aðeins einu marki undir þegar þær austurrísku refsuðu aftur. Þá hafnaði boltinn í netinu hjá Íslandi eftir klafs eftir hornspyrnu. Aftur fagnaði Zadrazil og Austurríki í himnaríki í toppsæti riðilsins. Óvænt staða enda töldu flestir fyrir mót að Austurríki og Ísland væru áþekk að getu í riðli þar sem Frakkar væru langsterkastir og Svisslendingar þar á eftir.Sara Björk barðist af krafti í leiknum í kvöld en mátti sín lítils gegn þeim austurrísku.Vísir/GettyStuðningur ekki nóg Síðari hálfleikur einkenndist af þeirri staðreynd að Austurríkiskonur voru með leikinn í sínum höndum, voru skynsamar og héldu leiknum niðri. Íslensku stelpurnar reyndu að komast nálægt marki Zinsberger en án árangurs. Gunnhildur Yrsa kom inn á fyrir Hólmfríði og svo Berglind fyrir Hörpu um miðjan seinni hálfleikinn en lítið gekk. Stuðningsmenn Íslands klöppuðu og sungu allt til loka. Sísí fríkar út var meira að segja frumflutt með góðum árangri en því miður vinnast fótboltaleikir á vellinum en ekki í stúkunni, þóttt stuðningur geti svo sannarlega hjálpað. Hann átti örugglega sinn þátt í því að okkar konur börðust til enda þótt það skilaði engum mörkum. Ja, ekki hjá Íslandi. á lokamínútunni innsigluðu þær austurrísku sannagjarnan sigur og fögnuðu skömmu síðar toppsætinu í C-riðli með látum. Í mörg ár naut kvennalandsliðið þess að vera í sviðsljósinu. Stelpurnar okkar unnu sigra, fóru á stórmót á meðan ekkert gekk hjá strákunum. Nú horfir öfugt við. Liðið komst vissulega á EM í þriðja skiptið í röð en um stórslys hefði verið að ræða hefði liðið ekki komist þangað miðað við riðil Íslands. Liðin verða 24 á næsta EM og þar verður Ísland nema meiriháttar afturför verði í íslenskum kvennafótbolta.Zinsberger átti náðugan dag í marki Austurríkis.Vísir/GettyÞörf á naflaskoðun En hvernig tökum við skrefið fram á við? Hvernig getum við eignast lið sem getur tekist á við þau bestu í álfunni? Lið sem getur haldið boltanum innan liðsins og skapað sér færi öðruvísi en eftir föst leikatriði? Svarið er auðvitað betri leikmenn í betri félögum en hvernig við fáum enn betri leikmenn en við eigum nú þegar er stór spurning. Ísland er með eitt af þremur lökustu liðunum á pappírnum á þessu móti ef miðað er við félagslið sem íslensku leikmennirnir spila með, sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari á dögunum. Liðið hefur samt sýnt að það getur varist frábærlega sem lið en lítið má útaf bregða. Marki undir gegn sterkara liði er staða Íslands vonlaus.Ísland á HM? „Ísland á HM“ sungu stuðningsmenn Íslands þegar skammt var til leiksloka, og reyndu að sjá ljósa punkta en miðað við frammistöðuna í Rotterdam í kvöld, og getumuninn á Íslandi og öðrum liðum riðilsins, þá er blaðamaður ekki bjartsýnn á að það takist. Jafnvel þótt fyrir liggi að ekki gangi allir leikmenn heilir til skógar og aðrir fjarverandi vegna meiðsla. Ekki er þó hægt að skilja við leikinn án þess að minnast á þá stemningu sem skapast hefur í kringum stelpurnar okkar. Áhuginn á þeim er mikill sem er frábært og kveikir vafalítið í ungum stelpum sem eiga þess kost að æfa við frábærar aðstæður á Íslandi. Hlutirnir gerast hratt í kvennafótbolta, spurðu bara Öglu Maríu Albertsdóttur og Ingibjörgu Sigurðardóttur. Allar forsendur eru fyrir hendi til þess að Ísland geti tekið skref fram á við og nálgast þjóðirnar á ný sem virðast vera að sigla fram úr þeim.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Einkunnir íslensku stelpnanna: Okkar stelpur nokkrum skrefum á eftir í kvöld Íslenska kvennalandsliðið tapaði í kvöld þriðja leiknum sínum í röð á Evrópumótinu í Hollandi og koma því stigalausar heim af EM 2017. Ísland tapaði 3-0 á móti Austurríki í lokaleiknum í Rotterdam en hafði áður tapað á móti Frakklandi og Sviss. 26. júlí 2017 20:47
Einkunnir íslensku stelpnanna: Okkar stelpur nokkrum skrefum á eftir í kvöld Íslenska kvennalandsliðið tapaði í kvöld þriðja leiknum sínum í röð á Evrópumótinu í Hollandi og koma því stigalausar heim af EM 2017. Ísland tapaði 3-0 á móti Austurríki í lokaleiknum í Rotterdam en hafði áður tapað á móti Frakklandi og Sviss. 26. júlí 2017 20:47
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti