Erlent

Ferðuðust 80 kílómetra í undirvagni rútu í leit að mömmu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Eins og sjá má má þykja ótrúlegt að þeir hafi sloppið óskaddaðir frá ferðalaginu.
Eins og sjá má má þykja ótrúlegt að þeir hafi sloppið óskaddaðir frá ferðalaginu.
Myndir af tveimur strákum sem ferðuðust um 80 kílómetra leið í undirvagni rútu hafa vakið mikla athygli í Kína. Drengirnir voru í leit að foreldrum sínum. BBC greinir frá.

Drengirnir tveir búa í litlu þorpi í Guangxi-héraði í Kína, en foreldrar þeirra starfa í nágrannahéraðinu Guangdong. Tilkynnt var um að drengirnir væru horfnir þann 23. nóvember en komu þeir í leitirnar sama dag.

Svo virðist sem að þeir hafi komið sér fyrir í undirvagni rútunnar og ferðast með henni um 80 kílómetra. Fundust þeir ekki fyrr en að rútan stoppaði á áningarstað þar sem öryggisverðir urðu drengjanna varir.

Drengirnir virðast hafa sloppið að mestu ómeiddir frá ferðalaginu en greindu þeir öryggisvörðunum frá því að þeir hafi verið að leita foreldra sinna. Var þeim gert viðvart og voru drengirnir sóttir um kvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×