Verjandi skipverjans sem var sleppt segir koma til greina að höfða skaðabótamál gegn ríkinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. febrúar 2017 00:00 Maðurinn var leiddur fyrir dómara í á fimmtudaginn þar sem hann staðfesti þann framburð sem hann gaf hjá lögreglu. vísir/anton brink Lögmaður grænlenska skipverjans sem látinn var laus á fimmtudaginn eftir að setið í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttir segir að vel komi til greina að höfða skaðabótamál gegn ríkinu vegna málsins. Það sé þó ótímabært að skoða það að svo stöddu. Í gær sagði lögmaðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson í Morgunútvarpinu á Rás 2 að lögmaður mannsins hlyti að íhuga skaðabótamál á hendur ríkisins vegna handtökunnar og gæsluvarðhaldsins. „Það kemur vel til greina. Ég tel að það sé þó ekki tímabært að vera að alvarlega að spá í það akkúrat núna en það verður að sjálfsögðu gert að máli loknu,“ segir Unnsteinn Elvarsson, lögmaður mannsins, í samtali við Vísi, aðspurður um hvort að slíkt kæmi til greina. Það velti þó á því hvað skjólstæðingurinn hans vilji gera þegar málinu lýkur. Maðurinn, sem látinn var laus úr haldi á fimmtudaginn og fór úr landi til Grænlands sama dag, er frjáls ferða sinna en hefur þó enn réttarstöðu grunaðs manns. Áður en hann var látinn laus úr haldi var hann leiddur fyrir dómara á fimmtudaginn þar sem hann staðfesti þann framburð sem hann gaf hjá lögreglu. Unnsteinn hefur gagnrýnt það að hann sé með réttarstöðu grunaðs manns og telir eðlilegra að hann fái stöðu vitnis í málinu. „Það er verulega skrýtið, kannski í ljósi þess að hann er kominn heim til sín. Það er auðvitað fjöldi manns með stöðu sakbornings hér á landi sem ganga lausir með mál í rannsókn. Það er út af fyrir sig ekki sérstakt en í þessu máli finnst mér það öfugsnúið,“ segir Unnsteinn.Maðurinn var handtekinn, ásamt skipverja sínum, um borð í Polar Nanoq.Vísir/Anton BrinkMun leita sér aðstoðar sálfræðings Hann segir að maðurinn hafi lýst sig reiðubúinn til þess að snúa aftur til Íslands verði óskað eftir því og að hann hafi lagt sig fram um að upplýsa lögreglu um málsatvik eftir fremsta megni. Unnsteinn segir að manninum hafi verið vel tekið í Grænlandi og sé ánægður með að vera kominn í faðm fjölskyldu sinnar. Hann muni leita sér aðstoðar sálfræðings eftir að hafa dvalið tvær vikur í einangrun. Þá hafi Polar Seafood, vinnuveitandi mannsins, reynst honum vel. „Þeir sýndu honum fullan stuðning og bjóða hann aftur til starfa þegar næsti túr er hjá honum. Eftir því sem ég best veit eru þeir ánægðir með að fá hann,“ segir Unnsteinn. Héraðsdómur framlengdi gæsluvarðhald yfir hinum skipverjanum á fimmtudaginn um tvær vikur. Er hann sá sem lögregla telur að hafi ekið Kia Rio bílnum í miðbæ Reykjavíkur nóttina sem Birna hvarf. Tengdar fréttir Kokkur Polar Nanoq tjáir sig um hið örlagaríka kvöld þegar skipinu var snúið við til Íslands Niels nefnir að hann og samstarfsfélagar hans hafi talið að um bilun í vélarrými skipsins væri að ræða. Alvarleiki málsins hafi svo runnið upp fyrir þeim þegar lögreglan tók yfir skipið. 4. febrúar 2017 14:50 Skipverjinn sem látinn var laus farinn úr landi Maðurinn sem losnaði úr haldi lögreglu í dag eftir að hafa setið í einangrun í tvær vikur, grunaður um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, er farinn úr landi. 2. febrúar 2017 19:29 Hægt að framselja sakborninga en ekki vitni Annar hinna grunuðu í máli Birnu Brjánsdóttur er farinn úr landi. Lögreglan hefur þó heimild til að krefjast þess að sakborningar séu framseldir. 2. febrúar 2017 20:49 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Lögmaður grænlenska skipverjans sem látinn var laus á fimmtudaginn eftir að setið í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttir segir að vel komi til greina að höfða skaðabótamál gegn ríkinu vegna málsins. Það sé þó ótímabært að skoða það að svo stöddu. Í gær sagði lögmaðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson í Morgunútvarpinu á Rás 2 að lögmaður mannsins hlyti að íhuga skaðabótamál á hendur ríkisins vegna handtökunnar og gæsluvarðhaldsins. „Það kemur vel til greina. Ég tel að það sé þó ekki tímabært að vera að alvarlega að spá í það akkúrat núna en það verður að sjálfsögðu gert að máli loknu,“ segir Unnsteinn Elvarsson, lögmaður mannsins, í samtali við Vísi, aðspurður um hvort að slíkt kæmi til greina. Það velti þó á því hvað skjólstæðingurinn hans vilji gera þegar málinu lýkur. Maðurinn, sem látinn var laus úr haldi á fimmtudaginn og fór úr landi til Grænlands sama dag, er frjáls ferða sinna en hefur þó enn réttarstöðu grunaðs manns. Áður en hann var látinn laus úr haldi var hann leiddur fyrir dómara á fimmtudaginn þar sem hann staðfesti þann framburð sem hann gaf hjá lögreglu. Unnsteinn hefur gagnrýnt það að hann sé með réttarstöðu grunaðs manns og telir eðlilegra að hann fái stöðu vitnis í málinu. „Það er verulega skrýtið, kannski í ljósi þess að hann er kominn heim til sín. Það er auðvitað fjöldi manns með stöðu sakbornings hér á landi sem ganga lausir með mál í rannsókn. Það er út af fyrir sig ekki sérstakt en í þessu máli finnst mér það öfugsnúið,“ segir Unnsteinn.Maðurinn var handtekinn, ásamt skipverja sínum, um borð í Polar Nanoq.Vísir/Anton BrinkMun leita sér aðstoðar sálfræðings Hann segir að maðurinn hafi lýst sig reiðubúinn til þess að snúa aftur til Íslands verði óskað eftir því og að hann hafi lagt sig fram um að upplýsa lögreglu um málsatvik eftir fremsta megni. Unnsteinn segir að manninum hafi verið vel tekið í Grænlandi og sé ánægður með að vera kominn í faðm fjölskyldu sinnar. Hann muni leita sér aðstoðar sálfræðings eftir að hafa dvalið tvær vikur í einangrun. Þá hafi Polar Seafood, vinnuveitandi mannsins, reynst honum vel. „Þeir sýndu honum fullan stuðning og bjóða hann aftur til starfa þegar næsti túr er hjá honum. Eftir því sem ég best veit eru þeir ánægðir með að fá hann,“ segir Unnsteinn. Héraðsdómur framlengdi gæsluvarðhald yfir hinum skipverjanum á fimmtudaginn um tvær vikur. Er hann sá sem lögregla telur að hafi ekið Kia Rio bílnum í miðbæ Reykjavíkur nóttina sem Birna hvarf.
Tengdar fréttir Kokkur Polar Nanoq tjáir sig um hið örlagaríka kvöld þegar skipinu var snúið við til Íslands Niels nefnir að hann og samstarfsfélagar hans hafi talið að um bilun í vélarrými skipsins væri að ræða. Alvarleiki málsins hafi svo runnið upp fyrir þeim þegar lögreglan tók yfir skipið. 4. febrúar 2017 14:50 Skipverjinn sem látinn var laus farinn úr landi Maðurinn sem losnaði úr haldi lögreglu í dag eftir að hafa setið í einangrun í tvær vikur, grunaður um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, er farinn úr landi. 2. febrúar 2017 19:29 Hægt að framselja sakborninga en ekki vitni Annar hinna grunuðu í máli Birnu Brjánsdóttur er farinn úr landi. Lögreglan hefur þó heimild til að krefjast þess að sakborningar séu framseldir. 2. febrúar 2017 20:49 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Kokkur Polar Nanoq tjáir sig um hið örlagaríka kvöld þegar skipinu var snúið við til Íslands Niels nefnir að hann og samstarfsfélagar hans hafi talið að um bilun í vélarrými skipsins væri að ræða. Alvarleiki málsins hafi svo runnið upp fyrir þeim þegar lögreglan tók yfir skipið. 4. febrúar 2017 14:50
Skipverjinn sem látinn var laus farinn úr landi Maðurinn sem losnaði úr haldi lögreglu í dag eftir að hafa setið í einangrun í tvær vikur, grunaður um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, er farinn úr landi. 2. febrúar 2017 19:29
Hægt að framselja sakborninga en ekki vitni Annar hinna grunuðu í máli Birnu Brjánsdóttur er farinn úr landi. Lögreglan hefur þó heimild til að krefjast þess að sakborningar séu framseldir. 2. febrúar 2017 20:49