Matsuyama og Kisner deila toppsætinu á PGA-meistaramótinu Kristinn Páll Teitsson skrifar 12. ágúst 2017 11:45 Matsuyama horfir á eftir upphafshöggi sínu í gær Vísir/getty Japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama kom í hús á sjö höggum undir pari á öðrum degi PGA-meistaramótsins þrátt fyrir erfiðar aðstæður og deilir toppsætinu með Kevin Kisner eftir tvo hringi á þessu síðasta risamóti ársins. Var leik stöðvað í tæplega tvo tíma vegna veðurs á Quail Hollow-vellinum í Charlotte-borg í Norður Karólínu en það eiga enn nokkrir kylfingar eftir að ljúka við annan hringinn, þar á meðal Chris Shroud sem er þremur höggum á eftir efstu kylfingum. Matsuyama sem er í þriðja sæti á heimslistanum í golfi átti besta hring gærdagsins en hann náði að jafna við Kisner á toppnum þrátt fyrir að heimamaðurinn kæmi í hús á fjórum höggum undir pari. Hefur hvorugur þeirra fagnað sigri á einu af fjórum stórmótunum en Matsuyama komst næst því á dögunum er hann hafnaði í öðru sæti á Opna bandaríska meistaramótinu. Jason Day sem fagnaði sigri á þessu móti árið 2015 er ekki langt undan á sex höggum undir pari en Jordan Spieth sem vantar aðeins þennan titil í safnið yfir risatitlana fjóra náði sér ekki á strik og er ellefu höggum eftir efstu kylfingum. Það var ekki aðeins Spieth sem náði sér ekki á strik í gær en Phil Mickelson komst ekki í gegn um niðurskurðinn á öðru stórmótinu í röð og er þetta í fyrsta sinn í 22 ár sem hann missir af niðurskurðinum á PGA-meistaramótinu. Þá komust kylfingar á borð við Sergio Garcia sem fagnaði sigri á Masters-mótinu, Justin Rose, Bubba Watson og fleiri góðir ekki í gegnum niðurskurðinn. Sýnt verður frá þriðja degi PGA-meistaramótsins á Golfstöðinni en útsending hefst klukkan 18.00. Golf Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama kom í hús á sjö höggum undir pari á öðrum degi PGA-meistaramótsins þrátt fyrir erfiðar aðstæður og deilir toppsætinu með Kevin Kisner eftir tvo hringi á þessu síðasta risamóti ársins. Var leik stöðvað í tæplega tvo tíma vegna veðurs á Quail Hollow-vellinum í Charlotte-borg í Norður Karólínu en það eiga enn nokkrir kylfingar eftir að ljúka við annan hringinn, þar á meðal Chris Shroud sem er þremur höggum á eftir efstu kylfingum. Matsuyama sem er í þriðja sæti á heimslistanum í golfi átti besta hring gærdagsins en hann náði að jafna við Kisner á toppnum þrátt fyrir að heimamaðurinn kæmi í hús á fjórum höggum undir pari. Hefur hvorugur þeirra fagnað sigri á einu af fjórum stórmótunum en Matsuyama komst næst því á dögunum er hann hafnaði í öðru sæti á Opna bandaríska meistaramótinu. Jason Day sem fagnaði sigri á þessu móti árið 2015 er ekki langt undan á sex höggum undir pari en Jordan Spieth sem vantar aðeins þennan titil í safnið yfir risatitlana fjóra náði sér ekki á strik og er ellefu höggum eftir efstu kylfingum. Það var ekki aðeins Spieth sem náði sér ekki á strik í gær en Phil Mickelson komst ekki í gegn um niðurskurðinn á öðru stórmótinu í röð og er þetta í fyrsta sinn í 22 ár sem hann missir af niðurskurðinum á PGA-meistaramótinu. Þá komust kylfingar á borð við Sergio Garcia sem fagnaði sigri á Masters-mótinu, Justin Rose, Bubba Watson og fleiri góðir ekki í gegnum niðurskurðinn. Sýnt verður frá þriðja degi PGA-meistaramótsins á Golfstöðinni en útsending hefst klukkan 18.00.
Golf Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira