„Kannski vorum við ekki réttu mennirnir í þetta“ Daníel Freyr Birkisson skrifar 14. nóvember 2017 09:45 Friðrik Ómar Hjörleifsson og Jógvan Hansen sjá fyrir sér að Græna herbergið verði opnað á nýjan leik. Vísir/Stefán Græna herbergið við Lækjargötu og Rosenberg við Klapparstíg hættu nýlega starfsemi sinni en um er að ræða tvo tónleikastaði í miðbænum. Rekstur Græna herbergisins var í höndum Friðriks Ómars Hjörleifssonar, Jógvans Hansen og Vignis Snæs Vigfússonar, en staðurinn var opnaður í júlí 2016. Ýmis starfsemi hefur verið í húsinu, sem stendur við Lækjargötu 6A, til að mynda kampavínsklúbburinn Strawberry's. „Það var í raun og veru enginn rekstrargrundvöllur til staðar lengur,“ segir Friðrik Ómar í samtali við Vísi. Há leiga á þátt í ákvörðuninni um lokun staðarins, en aðrir þættir spila einnig inn í. „Við vorum í raun bara að reka stað sem bauð bara upp á aðsókn um helgar og það bara dugði ekki til.“Vonast til að opna á nýjum stað Hann segir það aldrei vera auðvelt að reka tónleikastað. „Þeir hafa gjarnan verið reknir þannig að tónlistarfólk er sjálft að taka áhættuna. Í okkar rekstri vorum við að framleiða viðburði sjálfir og tókum því áhættuna um leið á okkur.“ Hann segir einnig að það sé vitaskuld hægt að reka svona staði og að dæmi séu fyrir því. „Kannski vorum við ekki réttu mennirnir í þetta,“ en Friðrik segir að hann og Jógvan vonist eftir því að opna Græna herbergið aftur seinna, þá í hentugra húsnæði. Friðrik telur að fyrri starfsemi staðarins, þ.e.a.s. kampavínsklúbburinn Strawberry's, hafi ekki skaðað ímynd Græna herbergisins. „Við tókum hann alveg í gegn og kíttuðum upp í allar myndir á veggjum, þannig ekkert varð eftir. Ég hafði sjálfur aldrei komið þarna inn áður, enda er ég ekkert fyrir konur á súlum. Staðurinn er ekki kominn í hendur nýrra eigenda en starfseminni hefur verið hætt.Veitinga- og tónleikastaðurinn Rosenberg við Klapparstíg er kominn í hendur nýrra eigenda.Rosenberg í hendur nýrra eigenda Ólafur Örn Ólafsson og Kári Sturluson seldu nýlega veitinga- og tónleikastaðinn Rosenberg við Klapparstíg eins og Vísir greindi frá. Ólafur og Kári keyptu reksturinn í febrúar á þessu ári og opnaði staðurinn í nýrri mynd í apríl síðastliðnum. Ólafur tilkynnti um söluna á Facebook síðu sinni í október síðastliðnum. Þar tekur hann fram að reksturinn hafi ekki gengið vel, en fór þó ekki út í ástæður sem liggja að baki ákvörðunarinnar. Staðurinn hafi verið seldur í hendur nýrra eigenda en ekki er komið í ljós hverjir þeir eru. Kári Sturluson, annar fráfarandi eigenda, komst nýverið í fréttirnar fyrir aðkomu sína að miðasölu í tengslum við tónleikaröð Sigur Rósar í Hörpunni. Fréttablaðið greindi frá því að Kári hefði þar fengið fyrirframgreiddar 35 milljónir króna af miðasölu tónleikanna hjá Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu. Ekki er vitað í hvað milljónunum 35 var ráðstafað, en það var fyrir víst gert án vitundar hljómsveitarinnar og ekki í tengslum við viðburðinn sjálfan. Tengdar fréttir Forstjóri Hörpu sver af sér aðkomu að tug milljóna máli Sigur Rósar Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segist enga persónulega aðkomu hafa átt að málum er varða tugmilljóna greiðslu sem tónleikahaldarinn Kári Sturluson fékk af miðasölu á tónleika Sigur Rósar sem eiga að fara fram í desember. 14. september 2017 06:00 Selja Rosenberg eftir fimm mánaða rekstur Ólafur Örn Ólafsson og Kári Sturluson hafa selt veitinga- og tónleikastaðinn Rosenberg við Klapparstíg. 5. október 2017 16:15 Kári Sturluson kaupir Café Rosenberg Kári Sturluson, tónleikahaldari, hefur keypt Café Rosenberg af þeim Þórði Pálmasyni og Auði Kristmannsdóttur en staðurinn er einn þekktasti tónleikastaður í Reykjavík. 1. febrúar 2017 16:25 Þjóðþekktir tónlistarmenn opna skemmtistað í húsnæði Strawberry's Nýr skemmtistaður opnar við Lækjargötu 6a í Reykjavík um komandi helgi. 13. júlí 2016 14:00 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Græna herbergið við Lækjargötu og Rosenberg við Klapparstíg hættu nýlega starfsemi sinni en um er að ræða tvo tónleikastaði í miðbænum. Rekstur Græna herbergisins var í höndum Friðriks Ómars Hjörleifssonar, Jógvans Hansen og Vignis Snæs Vigfússonar, en staðurinn var opnaður í júlí 2016. Ýmis starfsemi hefur verið í húsinu, sem stendur við Lækjargötu 6A, til að mynda kampavínsklúbburinn Strawberry's. „Það var í raun og veru enginn rekstrargrundvöllur til staðar lengur,“ segir Friðrik Ómar í samtali við Vísi. Há leiga á þátt í ákvörðuninni um lokun staðarins, en aðrir þættir spila einnig inn í. „Við vorum í raun bara að reka stað sem bauð bara upp á aðsókn um helgar og það bara dugði ekki til.“Vonast til að opna á nýjum stað Hann segir það aldrei vera auðvelt að reka tónleikastað. „Þeir hafa gjarnan verið reknir þannig að tónlistarfólk er sjálft að taka áhættuna. Í okkar rekstri vorum við að framleiða viðburði sjálfir og tókum því áhættuna um leið á okkur.“ Hann segir einnig að það sé vitaskuld hægt að reka svona staði og að dæmi séu fyrir því. „Kannski vorum við ekki réttu mennirnir í þetta,“ en Friðrik segir að hann og Jógvan vonist eftir því að opna Græna herbergið aftur seinna, þá í hentugra húsnæði. Friðrik telur að fyrri starfsemi staðarins, þ.e.a.s. kampavínsklúbburinn Strawberry's, hafi ekki skaðað ímynd Græna herbergisins. „Við tókum hann alveg í gegn og kíttuðum upp í allar myndir á veggjum, þannig ekkert varð eftir. Ég hafði sjálfur aldrei komið þarna inn áður, enda er ég ekkert fyrir konur á súlum. Staðurinn er ekki kominn í hendur nýrra eigenda en starfseminni hefur verið hætt.Veitinga- og tónleikastaðurinn Rosenberg við Klapparstíg er kominn í hendur nýrra eigenda.Rosenberg í hendur nýrra eigenda Ólafur Örn Ólafsson og Kári Sturluson seldu nýlega veitinga- og tónleikastaðinn Rosenberg við Klapparstíg eins og Vísir greindi frá. Ólafur og Kári keyptu reksturinn í febrúar á þessu ári og opnaði staðurinn í nýrri mynd í apríl síðastliðnum. Ólafur tilkynnti um söluna á Facebook síðu sinni í október síðastliðnum. Þar tekur hann fram að reksturinn hafi ekki gengið vel, en fór þó ekki út í ástæður sem liggja að baki ákvörðunarinnar. Staðurinn hafi verið seldur í hendur nýrra eigenda en ekki er komið í ljós hverjir þeir eru. Kári Sturluson, annar fráfarandi eigenda, komst nýverið í fréttirnar fyrir aðkomu sína að miðasölu í tengslum við tónleikaröð Sigur Rósar í Hörpunni. Fréttablaðið greindi frá því að Kári hefði þar fengið fyrirframgreiddar 35 milljónir króna af miðasölu tónleikanna hjá Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu. Ekki er vitað í hvað milljónunum 35 var ráðstafað, en það var fyrir víst gert án vitundar hljómsveitarinnar og ekki í tengslum við viðburðinn sjálfan.
Tengdar fréttir Forstjóri Hörpu sver af sér aðkomu að tug milljóna máli Sigur Rósar Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segist enga persónulega aðkomu hafa átt að málum er varða tugmilljóna greiðslu sem tónleikahaldarinn Kári Sturluson fékk af miðasölu á tónleika Sigur Rósar sem eiga að fara fram í desember. 14. september 2017 06:00 Selja Rosenberg eftir fimm mánaða rekstur Ólafur Örn Ólafsson og Kári Sturluson hafa selt veitinga- og tónleikastaðinn Rosenberg við Klapparstíg. 5. október 2017 16:15 Kári Sturluson kaupir Café Rosenberg Kári Sturluson, tónleikahaldari, hefur keypt Café Rosenberg af þeim Þórði Pálmasyni og Auði Kristmannsdóttur en staðurinn er einn þekktasti tónleikastaður í Reykjavík. 1. febrúar 2017 16:25 Þjóðþekktir tónlistarmenn opna skemmtistað í húsnæði Strawberry's Nýr skemmtistaður opnar við Lækjargötu 6a í Reykjavík um komandi helgi. 13. júlí 2016 14:00 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Forstjóri Hörpu sver af sér aðkomu að tug milljóna máli Sigur Rósar Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segist enga persónulega aðkomu hafa átt að málum er varða tugmilljóna greiðslu sem tónleikahaldarinn Kári Sturluson fékk af miðasölu á tónleika Sigur Rósar sem eiga að fara fram í desember. 14. september 2017 06:00
Selja Rosenberg eftir fimm mánaða rekstur Ólafur Örn Ólafsson og Kári Sturluson hafa selt veitinga- og tónleikastaðinn Rosenberg við Klapparstíg. 5. október 2017 16:15
Kári Sturluson kaupir Café Rosenberg Kári Sturluson, tónleikahaldari, hefur keypt Café Rosenberg af þeim Þórði Pálmasyni og Auði Kristmannsdóttur en staðurinn er einn þekktasti tónleikastaður í Reykjavík. 1. febrúar 2017 16:25
Þjóðþekktir tónlistarmenn opna skemmtistað í húsnæði Strawberry's Nýr skemmtistaður opnar við Lækjargötu 6a í Reykjavík um komandi helgi. 13. júlí 2016 14:00