Óttar Proppé um „múslímabann“ Trump: „Mótmælum öll!“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. janúar 2017 15:59 Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra. Vísir/Ernir Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar, segir að það sé þyngra en tári taki að upplifa þá mismunun og mannvonsku sem nýr forseti Bandaríkjanna leyfi sér að innleiða gagnvart innflytjendum og flóttamönnum. Þetta kemur fram á Facebook síðu Óttarrs. Þar er Óttarr að vísa til tilskipunar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þar sem kveðið er á um að einstaklingar frá Írak, Íran, Libíu, Sómalíu, Súdan, Sýrlandi og Jemen hljóti ekki inngöngu í Bandaríkin næstu þrjá mánuði, óháð dvalar-og landvistarleyfi. Óttarr hvetur til mótmæla og segir að hinn frjálsi heimur hljóti að sameinast í fordæmingu á tilskipuninni, en Óttar vísar til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Í fjölmenningarsamfélagi felst mannauður og fjölbreytt reynsla sem er til þess fallin að auðga samskipti einstaklinga. Innflytjendum verði auðveldað að verða fullgildir og virkir þátttakendur í íslensku samfélagi. Vandað verði til reglubundinnar móttöku kvótaflóttafólks og stefnt að því að taka á móti fleiri flóttamönnum. Eftir sem áður verði fjármagn tryggt til neyðaraðstoðar á vegum alþjóðlegra stofnana.“ Óttarr er ekki eini ráðherra ríkisstjórnarinnar sem lýst hefur yfir áhyggjum af tilskipun Trump, en fyrr í dag gagnrýndi Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, tilskipunina. Þar sagði hann að íslensk stjórnvöld muni styðja að fullu leyti, íslenska ríkisborgara sem upprunir eru frá umræddum löndum, komi til þess að þeim verði meinuð innganga í Bandaríkin á grundvelli uppruna síns.Sjá einnig: Guðlaugur Þór um tilskipun Trump: „Munum standa með okkar þegnum“ Óttarr segir að mikilvægt sé að halda orðum stjórnarsáttmálans til haga. Hann segir að berjast þurfi fyrir því góða í heiminum. „Það sigrar ekki af sjálfu sér.“ Donald Trump Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar, segir að það sé þyngra en tári taki að upplifa þá mismunun og mannvonsku sem nýr forseti Bandaríkjanna leyfi sér að innleiða gagnvart innflytjendum og flóttamönnum. Þetta kemur fram á Facebook síðu Óttarrs. Þar er Óttarr að vísa til tilskipunar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þar sem kveðið er á um að einstaklingar frá Írak, Íran, Libíu, Sómalíu, Súdan, Sýrlandi og Jemen hljóti ekki inngöngu í Bandaríkin næstu þrjá mánuði, óháð dvalar-og landvistarleyfi. Óttarr hvetur til mótmæla og segir að hinn frjálsi heimur hljóti að sameinast í fordæmingu á tilskipuninni, en Óttar vísar til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Í fjölmenningarsamfélagi felst mannauður og fjölbreytt reynsla sem er til þess fallin að auðga samskipti einstaklinga. Innflytjendum verði auðveldað að verða fullgildir og virkir þátttakendur í íslensku samfélagi. Vandað verði til reglubundinnar móttöku kvótaflóttafólks og stefnt að því að taka á móti fleiri flóttamönnum. Eftir sem áður verði fjármagn tryggt til neyðaraðstoðar á vegum alþjóðlegra stofnana.“ Óttarr er ekki eini ráðherra ríkisstjórnarinnar sem lýst hefur yfir áhyggjum af tilskipun Trump, en fyrr í dag gagnrýndi Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, tilskipunina. Þar sagði hann að íslensk stjórnvöld muni styðja að fullu leyti, íslenska ríkisborgara sem upprunir eru frá umræddum löndum, komi til þess að þeim verði meinuð innganga í Bandaríkin á grundvelli uppruna síns.Sjá einnig: Guðlaugur Þór um tilskipun Trump: „Munum standa með okkar þegnum“ Óttarr segir að mikilvægt sé að halda orðum stjórnarsáttmálans til haga. Hann segir að berjast þurfi fyrir því góða í heiminum. „Það sigrar ekki af sjálfu sér.“
Donald Trump Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira