Innlent

Flæðir yfir vegi á Austurlandi

atli ísleifsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/valli
Vatn flæðir nú yfir veg við Naustá í Fáskrúðsfirði og eru vegfarendur beðnir að fara varlega. Ennfremur flæðir vatn yfir veg í Breiðdal, Berufirði og í Skriðdal.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

„Það eru hálkublettir á Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði en annars eru vegir víðast auðir á Suðurlandi.

Á Vesturlandi eru hálkublettir á nokkrum leiðum og hálka á Svínadal.

Það er hálka eða hálkublettir á fjallvegum  á Vestfjörðum en að mestu greiðfært á láglendi.

Á Norðurlandi eru hálkublettir á stöku stað en hálka er á Dettifossvegi.

Vegir á Austurlandi eru að mestu auðir en þó eru hálkublettir á Möðrudalsöræfum og Öxi. Hvasst er á Fjarðarheiði og víða á Austfjörðum.

Vattarnesskriður eru ófærar vegna aurskriðu. Greiðfært er með suðausturströndinni,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×