Erlent

Koma fyrir sólskjöldum á Púertó Ríkó til að aðstoða eyjaskeggja

Atli Ísleifsson skrifar
Elon Musk vill aðstoða íbúa á Púertó Ríkó.
Elon Musk vill aðstoða íbúa á Púertó Ríkó. Vísir/EPA/Twitter
Tæknifyrirtækið og rafbílaframleiðandinn Tesla hefur byrjað að koma upp sólskjöldum á Púertó Ríkó til að aðstoða við að endurbyggja hverfi á eyjunni í kjölfar fellibylsins Maríu.

Tesla greindi frá því fyrr í vikunni að sólskjöldum verði komið upp við sjúkrahúsið Hospital del Nino til að koma starfseminni þar aftur af stað. Tesla þróar gler sem notað er í sólskjöldum sem virkja sólarorku.

Á Twitter kom fram að uppsetningin á skjöldum við sjúkrahúsið verði fyrsta verkefnið af mörgum.

Milljónir íbúa á Púertó Ríkó hafa búið við rafmagnsleysi í kjölfar hamfaranna og hét Elon Musk, framkvæmdastjóri Tesla, því að fyrirtæki hans myndi leggja eyjaskeggjum lið í uppbyggingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×