Erlent

Fjórir látnir eftir að bíll rakst á lest í Finnlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Alls voru ellefu manns fluttir á sjúkrahús. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Alls voru ellefu manns fluttir á sjúkrahús. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
Fjórir eru látnir og nokkrir slasaðir eftir að bíll finnska hersins rakst á lest í Skogby, skammt frá Raseborg, á suðurströnd Finnlands í morgun. Þrír hinna látnu voru hermenn, en einn var farþegi um borð í lestinni.

Í frétt YLE kemur fram að atvikið hafi átt sér stað um klukkan átta að staðartíma þar sem bíllinn og lestin rákust saman þar sem teinarnir og Lekvallsvegur mætast.

Alls voru ellefu manns fluttir á sjúkrahús.

Lögregla rannsakar málið og verður haldinn fréttamannafundur síðar í dag þar sem nánar verður greint frá atvikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×