Erlent

Venesúelskir fjölmiðlar fjalla um bann samgönguráðherra Íslands

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Nicolas Maduro, forseti Venesúela.
Nicolas Maduro, forseti Venesúela. Vísir/AFP
Fjölmargir fjölmiðlar í Venesúela fjalla í dag um þá ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins að hafna beiðni erlends flugfélags um að fá að flytja sextán tonn af táragasi frá Kína til Venesúela með viðkomu á Keflavíkurflugvelli.

Flutningur hergagna um Ísland er ekki leyfður nema með sérstöku leyfi Samgöngustofu, sem þarf svo að hafa samráð við samgönguráðuneytið ef um er að ræða til dæmis mikið magn hergagna eða flutning inn á hættu- eða átakasvæði. Í tilkynningu Samgönguráðuneytisins segir að líta megi á Venesúela sem „hættusvæði“ þar sem grundvallarmannréttindi séu ekki virt.

Fyrirferðarmiklir fjölmiðlar í Venesúela hafa fjallað um málið í dag. Þar má til að mynda nefna Panam PostEl Cooperante, El Nacional, Venezuela al Dia og La Patilla

Þá hafa fjörugar umræður skapast á Facebook síðu PanAm Post um ákvörðun íslenskra stjórnvalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×