Viðskipti innlent

Benedikt Sigurðsson ráðinn upplýsingafulltrúi SFS

Hörður Ægisson skrifar
Benedikt var aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar, fyrrverandi forsætisráðherra.
Benedikt var aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar, fyrrverandi forsætisráðherra.
Benedikt Sigurðsson, sem var meðal annars aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), samkvæmt heimildum Vísis. Tekur hann við starfinu af Karenu Kjartansdóttur sem hætti hjá samtökunum í byrjun þessa árs.

Benedikt var aðstoðarmaður Sigurðar Inga þegar hann var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á árunum 2013 til 2016 og einnig þegar hann gegndi um tíma embætti forsætisráðherra í fyrra.

Þar áður var Benedikt meðal annars sviðsstjóri ytri- og innri samskipta Actavis á Íslandi og fjölmiðlafulltrúi Kaupþings banka. Þá starfaði Benedikt um árabil sem fréttamaður á fréttastofu Ríkisútvarpsins.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×